Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 3
@[ö]®[q][ö][n]®E@[d)@[1][!E Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Slmi 10100. Forsíðan Maður er nefndur Helnwein og er austurrískur mynd- listarmaður. Hann beitir ítrustu raunsæisútfærslu, og hefur orðið geysilega frægur fyrir andlitsmyndir, sem lýsa snöggum svipbrigðum og stundum kvöl. Á forsíð- unni er sjálfsmynd, þar sem hann gengur á rúðu með sárabindi um höfuðið. Bragi Ásgeirsson segir frá Helnwein. Sendibréf tíðkast ekki lengur sem áður, en hér fyrr meir tjáðu menn innstu hugrenningar sínar í bréfum tíl náinna vina. E5nn þeirra sem skrifað hafa skemmtilíg bréf, er Jóhann Siguijónsson skáld og bréfin eru tíl vinar hans, Guðmundar Benediktssonar. var aðeins unnin til hálfs hjá Walter Mondale, þegar hann hlaut útnefningu Demókrata sem forsetafram- bjóðandi í kosningunum í nóvember. Nú er seinni hálf- leikur eftir og hann er trúlega erfiðari, nefnilega að sigra Reagan, en frá þeim gætna manni Mondale segir í svipmynd. Fangabúðir nasista, þar sem gyðingum var útrýmt, eru og verða dæmi um grimmd og ómennsku mannskepnunnar eins og hún verður verst. Pólski rithöfundurinn Tadeusz Borowski var í útrýmingarbúðunum í Auschwitz, en slapp lifandi — og skrifaði sögu, sem hér birtist í þýðingu Arnórs Hannibalssonar. Baráttan JENNA JENSDÓTTIR Tvö Ijóð frá K Ána Á leið til Kínamúrsins Tilfinningar þínar leysast upp í óskiljanlega viðkvæmar smáeindir. Umvafin þægindum nútímans í rauðklæddri langferðabifreið, sem mjakast rólega upp brattan veginn í krókum undir bláleitum hömrum, lítur þú brúnt grasið í hæðardrögum snjó í giljum og skorningum hveitið ekki komið upp í smátíglum bóndans í fjallshlíðinni. Vindurinn napur. Á greinum pílviðarins bregður fyrir ljósgrænum lit brúnir brumhnappar ferskjutrjánna hafa ekki opnast. Klettótt kuldaleg fjöll ber við himin yfir þeim drúpa þykkir skýbólstrar dimmir og drungalegir. Viðjaðar bólstranna slær silfurskærum bjarma sem vitnar um hulinn ljósgjafa og vermir í knýjandi spurn daganna. Grjótið með einkennilegum bláljósum lit ólíkt öðru grjóti. Pekinglestin eins og ánamaðkur út úr einum jarðgöngum til annarra mitt í stórgrýtinu. Múrinn mikli Múrinn mikli stórkostlegri en önnur sýn í þessu landi. Snerting handa þinna við steininn opinberar þér engin svör um liðna tíð. Brosmild elskuleg andlit samtímans hvarvetna kring um þig vinaleg friðsæld í umhverfinu. Ferðamaður hvílir úlfalda sinn. Áköfþrá í vitund þinni fáfræði þín um örlög þeirra er hrópa innst í hug þínum frá sögu horfinna alda gefur tilfinningum þínum lausan taum og þú bærir varirnar í þögn. Jafnvel sagan getur aldrei sagt þér það sem var. 19. ág. 1984. Tveir vandræöagemsar í hópi margra R Fiskveiðistefna núverandi sjávarútvegsráðherra fer með ríkisstjórnina á haus- inn, það er klárt. Stjórnun- arhringl mannsins, en ráð- leysi öðrum þræði til að leysa úr bráðum rekstrar- vanda, er að lama sjávarút- veginn. Hann tók þó á sig rögg maðurinn til að lemja uppá Færeyingum. Framkoma okkar við Færeyinga er löngu orðin okkur til algerrar háðungar. Það bjargar okkur að við erum ekki gædd- ir neinni sómatilfinningu. Þegar við erum að veiða 300 þúsund tonn af þorski á mið- um okkar erum við að amast við 3 þúsund tonnum hjá Færeyingum og þegar við veiðum 600 þúsund tonn af loðnu, þá rjúk- um upp með offorsi, ef þeir geta nælt sé í 7 þúsund tonn, sem þeir sækja norður í höf, þegar við bindum skipin og segjum að loðnan eigi að koma til okkar, aðrir eigi láta hana í friði þangað til hún komi upp á Skúlagötuna. Það borgar sig fyrir aðrar þjóðir að sækja 7—800 sjómílna leið en við sem liggjum miklu betur við miðunum, erum með allan okkar loðnuflota bundinn og ætlum að bíða þangað loðnan fer að dreifa sér og horast og markaðarnir væntanlega fallnir og förum þá að berjast við hana í vetrarveðrunum. Það er gangurinn í loðnuveiðum okkar. En þetta er nú bara einn þáttur fiskveiðistjórnunarinnar. Annað, sem má drepa á í stuttu máli, er að stoppa trillukarla á bátum undir 10 lest- um. Þetta er atvinna fyrir fjölda karla og unglinga á sumrum og skiptir fiskistofn- ana ekki nokkru máli, hvort þessi útvegur er í gangi eða ekki, heildaraflinn rúm 3 þúsund tonn. Það heyrir maður nýjast frá sjávarút- vegsráðherranum, að fiskimenn okkar eigi að treina sér fisk. Hann segist ekkert skilja í mönnum, að treina sér ekki kvótann út árið, eins og hann hafi uppálagt þeim. Fiskimenn eru uppá hlut, geta þeir gert það fyrir Haldór, að vera í 12 mánuði að taka þann afla, sem þeir geta teið á 6 mán- uðum? Og geta fiskimenn treint sér fisk? Það er ennþá, sem betur fer, dálítil samkeppni á miðunum og sá fiskimaður, sem vill „geyma" sér fisk gerir það annaðhvort fyrir næsta skip við síðuna eða fiskurinn er genginn hjá, þegar hann kemur og ætlar að taka hann úr „geymslunni". Heldur sjávarútvegsráðherra, að fiskimaðurinn eigi vísan þann fisk í desember, sem hann getur tekið í maí? Trúlega heldur hann það. Það má rabba dálítið um manninn „í gatinu", og manninn, sem er að „hætta og hætta ekki“ síðan hann byrjaði og enn er það sá sami, sem dró markalínuna 60% skuldamark og er nú kominn með annan fótinn yfir hana, en segir að ekki sé marka fyrr en komnir séu báðir. Þetta er mikill dugnaðarmaður og margt vel um hann, þó hann sé mislukkað- ur. Honum er illa við skussa, og nefnir sérstaklega til menn, sem hafa álpazt í að gera út togara í stað þess að verða sér útum gott brennivínsumboð. Hann segir þjóðina vanta framkvæmdamenn, senni- lega til að flytja inn fleiri víntegundir. Maður heyrir þetta svo sem víðar um skussahátt útgerðarmanna, en í hverju eiga þeir að sýna dugnað? Þeir ráða ekki hvenær skip þeirra róa, né hvert þau róa, hvaða fisk þeir veiða, hvar þeir selja og á hvaða verði, eða hvar þeir kaupa skip sín eða láta gera við þau. Það er aldeilis rétt að útgerðarmenn eru orðnir hálfgerð reköld, umkomulausir menn að flækjast hér um í Reykjavík með stresstöskur , fullar af skuldaplöggum, og berjandi uppá hverja hurð, ef þeir halda B þar lausan pening inni, til að geta komið út skipum sínum. Þeir mega ekkert vera að því að hugsa um útgerð fyrir „reddingum". Mér finnst þeim vorkunn, þó þeir seú eins mikið úti í löndum eins og þeir geta og ég gleðst bara, þegar ég veit útgerðarmann komast á sólarströnd, þar sem þeir sjá aldrei til sólar hér heima. Það er skrifað mikið þessa dagana um frelsi til athafna, en það kemur á daginn, að það er ekki um að ræða nema frelsi í innflutnings- og innanlandsverzlun. Það vantaði okkur nauðsynlegast, frelsi til að flytja inn í skuld og verzla síðan hverjir við aðra. Nú er það bannorð að hrófla við gengi. Þetta er svipuð della og vinstri stjórnin fékk á sínum tima í haftastefnunni, hún mátti ekki heyra frjálsan innflutning nefndan. Höftin reyndust okkur illa og síð- an má enginn heyra þau nefnd, og geng- isbreytingarnar hafa reynzt okkur illa og af því má ekki nefna gengisbreytingu. Hvort tveggja eru þetta þó hagstjórnar- tæki, sem nauðsynlegt getur verið að grípa til og oft verður ekki hjá því komizt. Ýmis björgunartæki geta verið stór- hættuleg í höndum klaufa og valdið slys- um, en menn láta það ekki verða til þess að láta tækin ónotuð á hverju sem gengur og sýnt sé að þau geti bjargað einhverju í gefnu tilviki. Það er hættulegt, þegar stjórnvöld festast í andúð á björgunar- tækjum. Gengið hreyfum við ekki, segir stjórnin nú, höftin losum við ekki um á hverju sem gengur, sagði vinstri stjórnin á árunum 1956—58 og hvernig fór? Það hef- ur aldrei þótt góð sjómennska að setja stýrið fast með öll segl uppi í sviptivindi. ÁSGEIR JAKOBSSON LESBOK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.