Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 8
Austurríski myndlist- armaðurinn Gottfried Helnwein telst í farar- broddi í þeim flokki, sem kenndur er við ljósmynda-raunsæi. Munurinn á Heln- wein og mörgum öðr- um sem reyna þessa aðferð er sá, að hann nær áhrifum sem ekki nást með ljós- myndavél. Andlit sem afskræmast við sálrænt álag er sér- grein hans — og myndir hans eru þekktar af forsíðum fjölmargra heims- blaða. EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON g býst ekki við, að þeir séu margir hér- lendir, sem kannist við austurríska mynd- listarmanninn Gottfried Helnwein og tel því ómaksins vert að kynna hann lítillega. Ástæðan er, að ^essum listamanni hefur skotið upp á stjörnuhimininn með ör- skotshraða á rúmum áratug og er með ólíkindum umdeildur, elskaður og hataður. Helnwein er öllu öðru fremur maður fjöldamiðlunar — hann sækist eftir hylli fjöldans og metur árangur sinn eftir því, til hve margra hann nær. Þetta gerir hann þó ekki með ódýrum meðölum, því að tækni hans er glæsileg og þótt hann byggi myndheim sinn að miklu leyti á ljósmynd- um sem uppistöðu, þá er hann einnig af- bragðs fríhendisteiknari, ef því er að skipta. Og vissulega tínir hann ekki til vinsæl myndefni, heldur. einkennast myndir hans af hvers konar óhugnaði og taumlausu raunsæi, svo að hárin rísa á höfði fólks. LÖGREGLAN FJAR- LÆGÐI MYNDIR HANS Helnwein er sagður hataður heitt og innilega af gagnrýnendum, listsögufræð- ingum, listasafnastjórum og eigendum sýningarsala — og lögreglan fjarlægði myndir hans af samsýningu einni í borg- inni Mödling og var það gert að beiðni borgarstjórans (1971). Hann vekur upp deilur með skoðunum sínum — þannig var sjónvarpsviðtali við hann kippt út 50 mín- útum fyrir útsendingu árið 1982. í þessu viðtali skammaði hann, Sam T. Cohen, sem fann upp nifteindasprengjuna, gagn- rýndi harðlega menntunarkerfi listahá- skólanna — vísaði þar til hinnar háu tölu sjálfsmorða meðal nemenda og skoraði á ungu kynslóðina að mótmæla með því að sitja heima í einn dag. í sambandi við sýn- ingu mynda hans í blaðahúsi Vínarborgar árið 1972 neitaði starfsfólkið að ganga í gegnum forsal hússins, þar sem myndir hans héngu og voru þær því teknar niður eftir þrjá daga. Frægð þessa listamanns hófst árið 1973, er hann var fenginn til að gera forsíðu tímaritsins „Profil“. Myndefnið átti að leggja áherslu á aðalefni blaðsins þá vik- una en það var umfjöllun um sjálfsvíg. Helnwein málaði þá magnaða mynd af barni, sem var að skera sig á púls með rakvélablaði. Olli myndin gífurlegu fjaðra- foki og hneykslan, þannig að fjöldi lesenda sagði blaðinu upp. Ekki batnaði það, er hann nokkru seinna teiknaði aðra forsíðu í sama tímarit, er átti að skírskota til for- skólamenntunar barna. „Er mögulegt að meðhöndla gáfur?" Helnwein teiknaði þá höfuð af barni, sem var kramið milli handa fullorðinnar persónu. — Þegar hér er komið, álíta náttúrulega margir lesendur, að hér sé um að ræða einhvern undanvilling og sérdrægan rudda, en því fer víðs fjarri, því að Heln- wein er sagður vera persónuleiki, er allar tengdamæður dreymir um til handa dætr- um sínum. Hann er blíður og kurteis í daglegu fari, tillitssamur við konu sína og litlu dæturnar tvær, Cyril og Mercedes, en þær fá gjarnan að leika sér í vinnustofu hans, meðan hann einbeitir sér, — og þó þarf hann svo mjög að leggja á sig í ná- kvæmnisvinnu, að augu hans eru oft rauð og þrútin af vökum og mikilli vinnu. Á þeim áratug frá því að hann sló í gegn, hafa myndir hans prýtt flestar forsíður heimsblaðanna, svo sem Stern, Der Spieg- el, Time, Penthouse, Playboy, Zeit maga- sin, Lui o.m.fl. — auk listtímarita svo sem Art, svo og nokkurra plötuumslaga. Verk- efnin eru svo mörg, að maðurinn er löngu kominn í góð efni, en hann er einmitt af fátæku foreldri kominn. Svo sem er um marga drengi í hans aðstöðu, þá var Dago- bert frændi í teiknimyndaseríunni um Andrés Önd sú persóna er þeir vildu helst líkjast. Annars segir Helnwein, að áhugi hans á listum hafi vaknað, er faðir hans kom heim með hefti af Mikka mús og síðan metur hann Walt Disney allra listamanna mest auk Norman Rockwells. AÐDÁENDAKLÚBBAR Stofnaðir Ferill hans er í fáum dráttum þannig: Árið 1965 fær hann einkunnina 6 (ófull- nægjandi) í menntaskóla. Fær inngöngu í skóla fyrir æðri stig grafískrar kennslu og rannsókna. Fær í skólanum þá áráttu að skera sig á höndum og andliti með rakvél- arblöðum og öðrum tilfallandi egghvössum hlutum — hlýtur fyrir andúð kennara sinna. Þessi árátta átti eftir að fylgja hon- um inn í myndheim hans. Árið 1968 fer Time, Stern, Omni, Der Spiegel, Panorama ogArterumt Helnwein til að myndtfsa aérstöku efni á forsíðu. Þann fræga súrrealis Það skíðlogar í batti Art — Das Kunstma, , Vinur minn“ beitir bún þessi — á öðrum stað beitir bún „Heimþrá“ Taumlaust raunsæi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.