Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 7
Ein bezta sönnun þess, að Walter Mondale myndi sem forseti sýna stjórnvizku í meðhöndlun utanrík- ismála, er að finna í fjandsamlegum ummælum hins vígreifa ráðunauts Carters á sviði utanríkismála og hermála, Zibgniew Brzezinskis. Þessi ráðunautur forsetans vildi umfram allt, að Bandaríkjamenn létu ekkert tækifæri ónotað til að sýna Rússum í tvo heimana svo um munaði. Mondale og Ferraro í Minnesota þegar Mondale tílkynnti um ral sitt til embættis varatorseta. Hvíta húsinu myndi heimurinn verða tryggari, öruggari og við gætum öll sofið betur. Hann er góður og vammlaus maður, sem býr yfir mikilli reynslu og hefur góðar gáf- ur til að bera. Sem forseti myndi hann stórum bæta tóninn hjá bandarískum yfir- völdum, svo og sjálfa stjórnarstefnuna í Washington. Nýlega átti ég tal við nokkra gamal- reynda fulltrúa Demókrataflokksins, menn sem studdu keppinauta Mondales í baráttunni um útnefningu sem forseta- frambjóðandi, og ég átti fastlega von á því, að þeir myndu hella sér yfir Mondale, þeg- ar ég spurði þá um álit þeirra á honum. Svörin sem þeir gáfu komu mér á óvart: Þeir eru sáttir við þá ákvörðun flokksins, að Mondale sé frambjóðandi þeirra til for- setakjörs. Af þeirri reynslu, sem þeir hafa af fortíð hans, vita þeir að það má reiða sig á hæfileika hans og gott pólitískt skyn- bragð. Auk þess að vera sá, sem átti lang- samlega mestu fylgi flokksbræðra sinna að fagna, þegar hann var að keppa að út- nefningu, virðist Mondale vera sá næst- vinsælasti hjá þeim demókrötum, sem stutt höfðu aðra keppinauta hans. „Hjá nærri því öllum frammámönnum í opinberu lífi gætir oftast viss ósamræmis milli framgöngu þeirra á opinberum vett- vangi og svo einkalífs þeirra," sagði einn fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, sem starfaði undir yfirstjórn Mondales, þegar hann var varaforseti Bandaríkj- anna. „En ég held, að þessa misræmis gæti miklu minna í fari Mondales. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur." Margir, sem hafa kynnzt Mondale vel eða starfað fyrir hann, hafa áþekka sögu að segja, en að því er eitt veigamikið atriði varðar í fari hans, hafa menn þó yfirleitt ekki gert sér rétta mynd af persónuleika hans: Þegar Mondale er staddur í fámenn- um hópi góðra vina eða snæðir hádegis- verð i rólegheitum með kunningjum sín- um, leikur hann venjulega á als oddi, er allra manna orðheppnastur, ræðinn og skemmtilegur með afbrigðum. Þessar hlið- ar á persónuleika Mondales kunna að koma mörgum á óvart, því yfirleitt verða menn ósköp lítið varir við slík snögg, ófyr- irséð viðbrögð af hálfu hans, þegar hann kemur fram á fjölmennum fundum. AF norskum Ættum Það er enginn vafi á því, að skýringar- innar á fumlausri, jafnvel stundum dálítið kuldalegri framkomu hans og eins því, hve honum er lítið um það gefið að láta tilfinn- ingar sínar fyrirvaralaust í ljós á al- mannafæri, er að leita í hinum norræna uppruna Mondales. „Hann er svo allt of fjandi norskur í sér,“ sagði gamall vinur hans og flokksbróðir úr öldungadeildinni, þegar hann var að kvarta um stífni Mon- dales í einhverju deilumáli þingsins. Ef til vill er þessi norska arfleifð hans skýringin á mörgum þáttum í fari hans og viðhorf- um. Sumir af ráðgjöfum Mondales hafa farið þess á leit við hann, að hann léti greinilegar í ljós persónuleg einkenni sín, þegar hann væri í ræðustólnum. Hann er hrifinn af stórum, góðum vindlum og reyk- ir af mestu nautn, þegar hann hefur tóm til; en það eru ekki til neinar ljósmyndir af honum, þar sem hann er að gæða sér á slíkum úrvalsvindli. Það er samdóma álit allra, sem til hans þekkja, að Mondale sé reglulega hrífandi persónuleiki, þegar hann virkilega reiðist, fleygi frá sér hand- ritinu og tali frjálst og óþvingað um það, sem honum býr í brjósti. Mörgum finnst þó líka, að ummæli þau, sem hinn sérstaki ráðgjafi Mondales í fjöl- miðla-framkomu, Roy Spence, hefur við- haft um forsetaframbjóðandann, hitti í rauninni naglann á höfuðið: „Mondale þor- ir einfaldlega að vera varkár." Þessarar varkárni verður ekki einungis vart í ræðustíl hans, heldur verður hún að skoðast sem einn meginþátturinn í aðferð- um hans við að takast á við pólitísk vanda- mál og leiða þau á farsælan hátt til lykta. Hann gefur sér jafnan góðan tíma til að kynna sér vandlega lagafrumvörp, leggur gaumgæfilega eyrun við gagnrýnisröddum í umræðum og íhugar vel og lengi, hvað hann ætli að segja um viðkomandi frum- varp, ef hann yfirleitt hefur í hyggju að taka til máls. Hann kvað upp úr með þá kröfu sína, að bandarísku liðssveitirnar úr sjóhernum yrðu kallaðar heim frá Líbanon í vetur, en hann þurfti þrjá mánuði til að taka þá ákvörðun. Þetta er einmitt í stíl við þau vinnu- brögð, sem Mondale hefur tamið sér á tuttugu og fimm ára stjórnmálaferli sín- um — en á þeim árum vann hann sig hægt og bítandi upp metorðastigann, frá því að vera lögfræðilegur ráðgjafi fylkisstjórnar- innar í Minnesota, vann þingsæti i öld- ungadeildinni i Washington og varð svo varaforseti Bandarikjanna í forsetatíð Carters. Varfærni getur auðvitað leitt til þess, að menn fari almennt að álíta, að forsetinn sé óákveðinn og tvístígandi í ákvarðanatöku, en slík varfærni getur þó líka bjargað mörgum mannslífum og komið í veg fyrir hörmulega atburði. Það er erfitt að hugsa sér, að Walter Mondale gripi til þess ráðs að senda bandarískan herafla til hernað- araðgerða tvist og bast um heíminn jafn hugsunarlítið og að jafn mikilli ófyrir- synju og Ronald Reagan hefur gert í for- setatíð sinni. Bandarískir kjósendur ættu vissulega ekki að loka augunum fyrir kostum þess, að æðsti leiðtogi þjóðarinnar taki á við- kvæmum deilumálum af fyllstu varfærni — það er einfaldlega oft svo afar mikið í húfi fyrir fjölmarga aðila. í FÓTSPOR FRANKLINS D. ROOSEVELTS Pólitísk viðhorf Walters Mondale hafa komið hvað skýrast í ljós á þingmannsferli hans. Hann hefur jafnan haft óbifanlega trú á þeirri framfarastefnu, sem Franklin D. Roosevelt átti frumkvæðið að í forseta- tíð sinni — eða New Deal-stefnunni svonefndu. Mondale lítur á sig sem helzta talsmann þeirra fjölmennu hópa banda- rískra kjósenda, sem Roosevelt tókst á sín- um tíma að safna undir merki New Deal- stefnunnar á árunum milli 1930 og ’40 og skapaði þar með samfylkta breiðfylkingu meirihluta bandarískra kjósenda. Þetta eru verkamenn innan verkalýðsfélaganna, bændur, kaþólikkar, svertingjar, gyðingar, barnakennarar, verksmiðjufólk, hinir snauðu og þjóðfélagslega utanveltu. í augum Reagans forseta er það stjórn- sýslan, sem er helzta vandamálið, sem glíma þarf við; Mondale álítur aftur á móti, að stjórnsýslan sé sjálfur lykillinn að lausn hinna raunverulegu vandamála í þjóðfélaginu. Það er stefna Reagans for- seta að binda með öllu enda á fjárhags- aðstoð hins opinbera til ýmiss konar þjóð- félagsmála, en Mondale vill aftur á móti halda áfram fjárhagslegum stuðningi al- ríkisins við þá fjölmennu hópa, sem verr eru settir í þjóðfélaginu og þá stórauka slíka aðstoð á ýmsum sviðum eins og til dæmis til menntamála. Það vakti undrun og athygli margra, þegar bandarísku kvenréttindasamtökin — the National Organization for Women — lýstu í vetur yfir fullum stuðningi sín- um við Walter Mondale sem forsetafram- bjóðanda demókrata. Mörgum þykir þó, að Mondale sé ekki beinlínis sá maður, sem með pólitískum viðhorfum sinum geti tal- izt tilvalinn leiðtogi frá sjónarmiðum kvenfrelsiskvenna og rauðsokka. En þessir gagnrýnendur virðast hafa gleymt því, að fyrir tæplega einum áratug var það Walt- er Mondale, sem háði einn síns liðs harð- vítuga baráttu á þinginu í Washington fyrir opinberri fjárhagsaðstoð til handa einstæðum konum og börnum, og aukna félagslega þjónustu við þessa aðila, allt frá dagvistunarstofnunum til einföldunar á lagaboðum og reglum varðandi ættleið- ingu barna. Mondale hefur einnig án efa styrkt stöðu sína meðal kvenþjóðarinnar með vali sínu á Geraldine Ferraro í stöðu varaforseta. Eins muna bandarískir blökkumenn Walter Mondale vel þá langvarandi bar- áttu, sem hann háði 1968 og mörg ár þar á eftir fyrir frekari útfærslu á lögunum um jafna möguleika allra bandarískra þegna til að hljóta þá menntun, sem hver og einn óskaði eftir og þurfti á að halda. Mondale var formaður sérstakrar þingnefndar, sem átti að sjá til þess, að lögunum um sam- skóla fyrir svört og hvít skólabörn, ungl- inga, fólk í sérnámi og í háskólanámi væri í raun og veru framfylgt í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þetta var vægast sagt vanþakklátt starf, sem hann hafði þar með höndum. En Mondale lét samt hvergi deig- an síga, þótt áhugi flestra hvítra stjórn- málamanna bandarískra hefði annars um þær mundir fyrir löngu dvínað eða kulnað með öllu. NÆSTI Forseti Bandaríkjanna? Frjálslynd viðhorf Mondales hlutu að liggja nokkuð í láginni á þeim árum, er hann gegndi embætti varaforseta með Carter við stjórnvölinn í Hvíta húsinu. Hann vann þá undir stjórn forseta, sem var svo miklu íhaldssamari en hann, og gegn þessum viðhorfum forsetans gat Mondale ekki unnið með góðu móti. í reynd var Mondale allt annað en hrifinn af stefnu Carters í innan- og utanríkismál- um, og hann fór heldur alls ekki í launkofa með skoðanir sínar í þeim efnum, þegar hann sat fundi með forsetanum og nán- ustu ráðgjöfum hans í einkaskrifstofu for- setans í Hvíta húsinu. Mondale hélt þá jafnan fram frjálslyndum sjónarmiðum og mun sveigjanlegri afstöðu til ýmissa við- kvæmra mála, sem úrlausnar biðu. Eftir því sem á leið stjórnartíð Carters tók Mondale að fyllast æ meira vonleysi yfir að vera nánasti ráðgjafi forseta, sem ekki gerði sér fulla grein fyrir þeim þrótti, er Demókrataflokkurinn bjó yfir, þótt Carter væri að reyna að veita honum pólitíska forystu sem leiðtogi. Mondale snerist öndverður gegn korn- sölubanninu á Sovétríkin árið 1980, sem átti eftir að hafa víðtæk áhrif á aflcomu bandarískra kornræktarbænda. Hann reyndi árangurslaust að sannfæra Carter um nauðsyn þess, að tekið yrði hæfilegt tillit til hins frjálslyndari hluta Demó- krataflokksins við gerð fjárlaga. Hann gat ekki dulið reiði sína yfir stjórnaraðgerðum Carters í Camp David árið 1979, þar sem forsetinn hélt sína dómadags „malaise"- ræðu og vék því næst allmörgum ráðherr- um úr stjórninni. „Þetta voru vissulega óvenjulegar aðgerðir af minni hálfu," skrifaði Carter síðar í endurminningum sínum „Keeping Faith". í framhaldi af þessum orðum skrifar forsetinn: „Mondale var sannfærður um, að þetta myndi hafa pólitískar ófarir í för með sér.“ Mondale átti eftir að hafa á réttu að standa í þess- um efnum. Það sem reyndar kemur afar skýrt fram í endurminningum Carters frá valdatfð hans í Hvíta húsinu, er sú nána þekking, sem Walter Mondale hefur til að bera á pólitískum aðstæðum í Washington, á Bandarikjaþingi og pólitíska strauma um landið vítt og breitt. Ein bezta sönnun þess, að Walter Mon- dale myndi sem forseti sýna stjórnvizku í meðhöndlun utanríkismála, er að finna í fjandsamlegum ummælum hins vígreifa ráðunauts Carters á sviði utanríkismála og hermála, Zbigniew Brzezinskis. Þessi ráðunautur forsetans vildi umfram allt, að Bandaríkjamenn létu ekkert tækifæri ónotað til að sýna Rússum í tvo heimana svo um munaði. Það var Brzezinski, sem kom Carter forseta til að láta bandarískan herafla skerast í leikinn hvað eftir annað, þegar ófriðareldar tóku að blossa upp hér og þar í heiminum. Brzezinski telur Mon- dale atkvæðalítinn og framúrskarandi varkáran stjórnmálamann, sem eigi erfitt með að taka skjótar ákvarðanir, en honum fær þó ekki dulizt, að „Mondale hafi til að bera meðfædda hæfileika til að greina fljótt meginkjarna hvers máls og skilja aðalatriðin frá smáatriðunum". Það eru mikil líkindi á því, að utanrík- isstefna Mondales sem forseta myndi verða varkár og vel ígrunduð, þótt ekki verði sennilega um neina nýsköpun að ræða í þeim efnum né frumlega, sjálf- stæða stefnumörkun. Eftirlit með vígbún- aði yrði sett á oddinn af Mondales hálfu; árlegur viðræðufundur við leiðtoga Sovét- ríkjanna. Viðræður um lausn deilumál- anna í Mið-Ameríku. Efnahagsaðstoð fremur boðin en vopn af hálfu Bandaríkj- anna. Mannréttindaákvæði yrðu aftur gerð að grundvallaratriðum í samskiptum við þjóðir heims. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.