Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 11
„Viltu ekki koma með upp á hleðslupláss?" „Ja, hví ekki það?“ „Komdu þá. Farðu í yfirhöfn! Okkur vantar nokkra menn. Ég er búinn að tala við Kapo,“ — og hann ýtir mér út um braggadyrnar. Við skipum okkur í röð. Einhver hefur skrifað upp númerin okkar. Það gellur í einhverjum framarlega: „Gangið áfram," og nú hlaupum við að hliðinu. Það eru hróp og köll á mörgum tungumálum og ös og þröng þegar stórum hóp manna er hrundið til baka inn i braggann. Það eru ekki allir svo heppnir að komast upp á hleðslupláss .... Nú nálgumst við hliðið. Links, zwei, drei, vier! Miitzen ab! Við réttum úr okkur, hendur.niður með hliðunum. Við göngum hvatlega, snarplega, næst- um þokkalega út um hliðið. Dauflegur SS-maður stend- ur við hliðstólpann með stóra skrifblokk í höndunum og telur okkur út, hleypir okkur framhjá í fimm manna hópum. „Hundert!" — kallar hann þegar allir eru gengnir hjá. „Stimmt!“ — heyrist hás rödd fremst. Við göngum hratt, næstum hlaupum. Allstaðar eru verðir, ungir menn með sjálfvirkar byssur. Við förum framhjá búðum II B, síðan framhjá auðum bragga og smástóði af epla- og perutrjám. Við förum yfir hring- torgið sem varðturnarnir eru við. í einu vetfangi erum við á þjóðveginum. Þá erum við komnir. Smáspölur í viðbót. Þar er hleðsluplássið. Tré í kring. Lagleg lítil stöð, lík öðrum járnbrautarstöðvum til sveita. Lítið torg umkringt kastaníutrjám, lagt gulri möl. Skammt frá, við veginn, húkir lítill timburkofi, ljótari og lágkúrulegri en nokkurt kofaræksni við járnbrautina. Þar fyrir handan eru hlaðar af gömlum teinum, hrúgur af bjálkum, braggaefni, múrsteinum og brústeinum. Þarna er hlaðið vörum sem eiga að fara til Birkenau: allskyns efni til að byggja búðirnar. Og frá þessum stað er fólk flutt í gasklefana. Vörubílar eru á ferli. Það er hlaðið á þá timbri, sem- enti og fólki. Hér er erill allan daginn. Verðirnir raða sér nú meðfram teinunum í grænum skugganum af kastaníunum. Þeir mynda þéttan hring um hleðsluplássið. Þeir þurrka svitann framan úr sér, sötra úr hermannaflöskum sínum. Það er óþolandi heitt. Sólin stendur kyrr í hádegisstað. „Dreifið ykkur!“ Við setjumst í mjóa skuggaræmuna af teinahlaðan- um. Sársvangir Grikkirnir róta undir steinunum (all- margir þeirra hafa komizt í gegn, guð einn veit hvern- ig). Einn þeirra finnur nokkra mola af mygluðu brauði, annar nokkrar úldnar sardínur. Þeir éta. Schweinedreck“ — hvæsir ungur, hár vörður með hörgult hár og draumblá augu. „I guðana bænum, að vörmu spori hafið þið svo mikið í ykkur að láta að þið standið á blístri!" Hann stillir byssuna, þurrkar andlitið með vasaklút. „Þú þarna, fitukeppur!" — hann snertir öxl Henris með stígvélinu. „Pass mal auf, ertu þyrstur? „Vissulega. Á engin mörk,“ — svarar Frakkinn með kaupmennskusvip á andlitinu. „Schade, slæmt að svo er.“ „Heyrið mig nú, Herr Posten. Treystið þér mér ekki lengur? Höfum við ekki áður átt viðskipti? Hve mikið?" „Hundrað. Gemacht? „Gemacht“. Við drekkum vatnið. Það er volgt og bragðlaust. Fólk- ið sem er á leiðinni á eftir að borga fyrir það. „Farðu nú varlega," — segir Henri og snýr sér að mér. Hann fleygir frá sér tómri flöskunni. Hún lendir á teini og brotnar í þúsund mola. „Taktu enga peninga. Þeir gætu litið eftir því. Við höfum hvort eð er ekkert við peninga að gera. Þú hefur nóg að éta. Taktu engin föt, heldur, þá halda þeir að þú sért að búa þig undir að flýja. En þú gætir tekið skyrtu. Hafðu hana úr silki, með flibba. Og vesti. Og ef þú finnur eitthvað drykkj- arkyns, vertu þá ekkert að kalla á mig. Ég sé fyrir mér sjálfur. Farðu varlega eða þeir láta þig fá á baukinn." „Eru þeir með barsmíðar?“ „Auðvitað. Þú verður að hafa auga í afturendanum. Archaugen". Grikkirnir sitja í kring um okkur, kjamsandi. Eins og risavaxin skordýr í mannslíki. Þeir japla á þessu myglu- brauði sínu. Þeir eru órólegir, vita varla hvað bíður þeirra. Þeim verður illa við að sjá þessa stóru bjálka og hlaða af járnbrautarteinum. Þeim er illa við að ganga undir þungum byrðum. „Was wir arbeiten?" — spyrja þeir. JViks. Transport kommen alles Krematorium, compr- is?“ „Alles verstehen“, — svara þeir á líkbrennsluesper- antó. Þeim verður rórra. Þeir þurfa þá ekki að bisa við þunga teina eða baksa við að koma bjálkum upp á vörubílspalla. Nú aukast umsvif á hlaðtorginu, asi og hávaði. Mönnum er skipað til verka, deilt í gengi. Sum gengi opna og afhlaöa gripavagnana, en önnur eru sett við timburtröppurnar. Þau fá fyrirmæli um haganlegustu vinnubrögð. Mótorhjól koma á fleygiferð og flytja á staðinn SS-foringja, alsetta heiðursmerkjum og glitrar á málminn, vöðvamiklir menn í gljáfægðum stígvélum. Ruddamennskan lýsir af þeim. Sumir eru með skjala- töskur. Aðrir hafa mjóar, sveigjanlegar svipur í hönd- um sér. Þeir hafa á sér yfirbragð hermannlegrar fram- göngu, svo sem þeir séu reiðubúnir til orustu. Þeir þramma inn á varðstöð og aftur út — því að þetta litla kofahrak við veginn er varðstöð þeirra. Á sumrin fá þeir sér þar ölkelduvatn að drekka Studentenquelle, en á vetrum hlýja þeir sér þar á glasi af heitu víni. Þeir heilsa hver öðrum að sið ríkisins með því að lyfta bein- um handlegg að rómverskum hætti, síðan takast þeir innilega í hendur, brosa breitt hver til annars, ræða fréttir úr síðustu bréfum að heiman, um börnin og fjölskyldurnar. Sumir marséra hátignarlega um hlaðið. Það glampar á silfurhnappana á krögum þeirra, það marrar og brakar í mölinni undir fótum þeirra. Sumir smella svipunum óþolinmóðlega. Við reynum að liggja í forsælunni við teinahlaðann, móðir af hitanum, skiptumst öðru hvoru á einasta setn- ingum á mismunandi tungumálum, út undan okkur fylgjumst við með hinum tignarlegu mönnum í grænu einkennisbúningunum, lítum til trjánna og uppgötvum kirkjuturn í fjarlægu þorpi. Lestin nálgast," — segir einhver. Við stökkvum á fætur, horfum allir í sömu átt. Gripavagnarnir koma í ljós hver á eftir öðrum á beygjunni. Eimreiðin bakkar inn á stöðina, eimreiðarstjórinn hallar sér út um glugg- ann, veifar hendi, flautar. Eimreiðin flautar á móti með skerandi hljóði, blæs og hvæsir, lestin rennur hægt meðfram pallinum. í örsmáum rimlagluggum sjást föl, niðurdregin, úrvinda mannsandlit, konur með flækt hár, starandi af skelfingu, órakaðir menn. Þau horfa þögul á stöðina. Þá sprettur upp órói í vögnunum og fólk fer að berja á panelborðin. „Vatn! Loft!“ — dauf örvæntingarhróp. Menn sjást koma í gluggana og draga með ofsa að sér andann. Hver fær einungis að anda nokkrum sinnum, þá hverfur hann og annar kemur í hans stað, sem svo hverfur líka. Hróp og stunur verða háværari. Maður í grænum einkennisbúningi sem glampar á meir en alla hina rykkir óþolinmóðlega til höfðinu, kreistir varirnar gremjulega. Hann þenur út brjóstið, kastar frá sér sígarettunni með æfðu handbragði og gefur verðinu merki. Vörðurinn tekur sjálfvirku byss- una af öxlinni, miðar og sendir kúlnadrífu að lestinni. Allt dettur í dúnalogn. Samtímis koma vörubílarnir, stigar eru reistar upp á þá. Við úr Kanada stöndum viðbúnir við dyr vagnanna. SS-foringinn með skjala- töskuna réttir upp hönd. „Hver sá sem tekur gull eða nokkurn hlut annan en ofni. Varir okkar eru skraufþurrar. í munninum er salt bragð af blóði. Við erum máttfarnir og seinir í hreyfing- um eftir að hafa legið í sólskininu. Vatn! Marglit risabylgja af fólki, hlaðið pjönkum sínum, fellur út úr lestinni eins og blint fálmandi fljót í leit að farvegi. En áður en fólkið áttar sig, áður en það hefur haft tíma til að anda að sér hreinu lofti og líta um kring, er farangur þeirra rifinn af þeim, yfirhafnir gripnar, pyngjur, veski, regnhlífar. „En í guðanna bænum, herra minn, ég þarf sólhlíf, ég get ekki... “ „Verboten! — geltir einn okkar og gnístir tönnum. Það stendur SS-maður að baki okkar, rólegur en hefur auga með öllu. „Meine Herrschafte, þessa leið, dömur mínar og herr- ar. Gerið svo vel að kasta ekki farangrinum frá ykkur eitthvað út i loftið. Sýnið svolitla tillitssemi," — segir hann kurteislega. Órólegar hendur hans leika við granna svipuna. „Sjálfsagt, sjálfsagt,“ — svarar fólkið er það gengur hjá, og það er engu líkara en að það hressist örlítið. Kona nokkur beygir sig til að taka upp veski sitt. Svipu- högg ríður af, konan veinar, hrasar og fellur undir fætur fjöldans. Fyrir aftan hana hrópar barn mjórri röddu: „Mamele!" — smávaxið stúlkubarn með svart hrokkið hár. Haugurinn vex. Ferðatöskur, pinklar, ábreiður, yfir- hafnir, veski sem opnast um leið og þeim er varpað á hauginn. Peningar, gull og úr hrynja úr þeim. Heil brauðfjöll eru við úrganginn, stór hraukur af marmil- aði, sultu, kjöti og pylsum. Sykur sáldrast í mölina. Vörubílarnir eru settir í gang með ærandi hávaða og skríða af stað, troðnir af fólki. Konur kveina og gráta. Leo Haas: Annir hvnnndagsins í búðunum, 1957. mat, verður skotinn fyrir að ræna ríkiseign. Skilið? Verstanden ?“ ^lawohl!" — svörum við ákafir. jilso los! Byrjið!" Það smellur í járnslám, dyrnar opnast. Ferskt loft streymir inn í vagnana. Fólkið er þar samþjappað, graf- ið undir haug af farangri, ferðatöskum, kistum, pökk- um, körfum og bögglum af öllu tagi (allt sem hafði verið eirra fortíð og átti að verða byrjun að þeirra framtíð). þrengslunum og kösinni höfðu margir misst meðvit- und, kafnað, troðist undir. Allir ryðjast að dyrunum, grípa andann á lofti eins og fiskur á fjörusandi. „Takið eftir! Allir fari út og taki farangur sinn með! Takið allt með! Hlaðið upp farangrinum við útganginn. Já, yfirhafnir líka. Það er sumar. Gangið til vinstri. Skilið?" „Herra, hvað á að gera við okkur?" Þau stökkva úr vögnunum niður í mölina, hrædd og örmagna. „Hvaðan komið þið?“ „Sosnowiec-Bedzin. Herra, hvða á að gera við okkur?" Þau endurtaka spurninguna í sífellu, horfa í þreytt augu okkar. „Ég veit það ekki. Skil ekki pólsku." Þetta er lögmál búðanna: Það á að blekkja fólkið sem gengur í dauðann, allt þar til yfir lýkur. Það er hið eina leyfilega gustukaverk. Hitinn er kæfandi. Sólin situr beint yfir höfðum okkar. Hvítur himininn tindrar. Tí- bráin titrar. Það er blæjalogn, en öðru hverju hreyfir ögn golu sem er eins og hvæsandi blástur úr bræðslu- Þær hafa týnt börnum sínum. Karlmennirnir eru eftir í agndofa þögn. Þeim er skipað að ganga til hægri. Hinir ungu og hraustu fara 1 fangabúðirnar. Að lokum fer eins og fyrir þeim öllum. En fyrst verða þeir að vinna. Vörubílarnir fara og koma aftur án afláts, eins og á risavöxnu færibandi. Rauðakrossbíll er einnig í förum. hann flytur gasið. Glannastór krossinn á vélarhlífinni virðist leysast upp í sólskininu. Kanada-mennirnir við vörubílana fá ekki svo mikið sem augnablik. Þeir fá ekki að kasta mæðinni. Þeir ýta fólkinu upp þrepin, troða þeim þétt, sextíu á hvern pall, eða þar um bil. Yfir þeim stendur ungur vel rakaður herramaður, SS-foringi með vasabók í hendinni. Hann skráir fjölda vörubílanna sem leggja af stað. Fyrir hvern gerir hann eitt strik í bókina hjá sér. Sextíu merki tákna þúsund manns eða nálægt því. Herramað- urinn er rólegur og nákvæmur. Enginn vörubíll má leggja af stað nema hann gefi merki eftir að hann hefur skráð brottförina í bókina hjá sér. Ordnung muss sein. Merkin hlaupa upp í mörg þúsund og þúsundin upp í heilar vagnalestir. Eftirá köllum við þær bara „frá Sal- oniki", „frá Strassbourg", „frá Rotterdam". Þessi fær heitið „Sosnowiec-Bedzin". Nýju fangarnir frá Sosn- owiec-Bedzin fá raðnúmerin 131-2 — þúsund, auðvitað. En við köllum þá bara okkur til hægðarauka 131-2. Lestirnar renna inn á stöðina vikum, mánuðum og árum saman. Þegar stríðinu lýkur telja þeir saman merkin sín í bókunum sínum og fá út fjórar og hálfa milljón. Blóðugasta orusta stríðsins, stærsti sigur hins LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1984 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.