Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 8
Veiðileysufjörður séður ofan af hálsiniun. Bærinn Veiðileysa stendur við botn íjarðarins. Hann er nú í eyði. ið um síldarævintýrið mikla, þetta flöktandi og óútreiknan- lega silfur hafsins, sem alltaf var verið að elta. Og þá þurfti verksmiðjur og bryggj- ur, söltunarplön og mannabú- staði. Nú er þetta minnismerki frá 1934 farið að láta á sjá; tönn tímans hefur verið einstaklega óvægin í Djúpuvík. Hálft í sjó, hálft á landi stendur Suður- landið og grotnar niður; rauð- brúnn litur riðsins er allsstað- ar ráðandi. Sömuleiðis hafa bryggjurnar fúnað, staurarnir veslast upp og sligast undan yfirbyggingunni. Húsin standa uppi, stór og mikii hús, sum- staðar neglt fyrir gluggana. Þau eru í senn draugaleg og dularfull, hvað skyldi vera þar innan dyra? Reykháfur verksmiðjunnar gnæfir yfir öll þessi mannvirki, sem enginn heldur við, en þaðan líður eng- inn reykur uppí loftið. Engin mengun heldur. Hér heyr- ist hvorki hljóð né stuna. Og ekki nokkur maður á stjái. Ef betur væri að gáð, eiga þó fjórar eða fimm fjölskyldur að búa á Djúpuvík, líklega í húsa kynnum verksmiðjunnar. 1 önnur hús er naumast að venda. Þeir lifa af gráslepp- unni, var mér sagt í öðru byggðarlagi. Og börnin fara í skóla norður i Trékyll- isvík. Norðan við Reykjarfjörðinn kom einn f jallgarðurinn enn og sýndist ná útí hafsauga. Komu brekkur og snarbrattar skrið- ur, komu gil og enn hærri hjall ar en áður. Eða niðri í fjöru; bíllinn látinn silast áfram í fyrsta eða öðrum. Vegurinn er vísast ekki mjög breiður en það kemur ekki að sök; aldrei mættum við bíl, ekki svo mikið sem ein kýrskepna var á þessum vegi. Það líður á daginn, lognið ennþá á himni og jörðu og öðru hverju er mað ur að hugsa til baka: Veiði- leysufjörður, Kaldbaksvík, Balar, Kaldrananeshreppur, Bjarnarfjörður, síðan hálsinn og Steingrímsfjörður. Og Hólmavík. Það var nú bara eins og að hugsa til New York. Skyldi enn vera óraleið í Tré- kyllisvík? Nú er Djúpavík beint á móti, handan við fjörð- inn. Annars er ekki byggt ból að sjá. Unz komið er lengra og vegurinn hátt upp í hlíðinni, fannir í giljum. Verður þar ekki bær, sem kemur alsendis á óvart; dálítill bær í snotrum hvammi sosum hálfa leið nið- ur að sjónum. Túnið örlítið, eða réttara sagt alls ekki neitt, vallendiskragi umhverfis hús- in. Og vegurinn niður að bæn- um svo brattur að maður skil- ur bílinn eftir uppi og labbar, þvi ekki virðist alveg víst, að venjulegt farartæki drífi upp brekkuna. Við göngum ósjálf- rátt hljóðlega niður brekkuna HÚN LÉT LÍFIÐ FYRIR ÁST SÍNA HIN þrítuga, franska kennslukona, Gabrielle Russier, varð ástfangin af sautján ára gömlum nem- anda sínum, Christian Rossi. Um langt skeið háði hún baráttu við ástríðu sína, en hjartað hlustar sjaldan á rödd skynseminnar. Uni tíma lifðu kennslukonan og nemandi hennar hamingju- söm saman, en hræsnarar drógu Gabrielle Russier fyr- ir rétt, þar sem hún var dæmd fyrir mök við ólög- ráða ungling, og áfram- haldandi ofsóknir ráku hana að lokum í dauðann. Ofsóknir. Orðjð bergmálaði um allt Frakkland og farset- inn, Georges Pompidou gaf út opinberlega tilkynningu: Skilji þetta hver sem má. Mig tekur það mjög sárt að heyra það. En þá var það um seinan. Hin 33ja ára gamla kennslu- kona, Gabrielle Russier hafðl framið sjálfsmorð. Slúðurburð- urinn hafði dregið hana til dauða. Ofsóknir hræsnis- fullra siðapostula. Ofsóknir, sem eiga sér enga hliðstæðu síðan á miðöldum. Drungalegan síðsumarmorg- un skrúfaði GabrieHe Russier frá gasinu í eldhúsi sínu. Lífið var orðið henni óbærilegt. Það líf, sem fyrir aðeins fáum mán- uðum hafði verið svo fagurt og og heim að bænum, líkt og maður vildi forðast a@ vekja fólkið — eða bæinn. Hvað segir kortið: Naustvík. Gluggatjöldin gefa til kynna, að hér sé búið. En það sést ekki maður. Samt er reyn- andi að drepa á dyr. Einu sinni, tvisvar, þrisvar og hurð- inni er lokið upp. „Steinunn Guðmundsdóttir" segir gamla konan, þegar hún kynnir sig. Ung telpa kemur einnig á stjá, dótturdóttir gömlu konunnar; hún er þarna í sumarvist. Það kom í Ijós, að Steinunn hafði búið í 52 ár í Naustvík, en bóndi henn- ar, Guðmundur Árnason, var nú blindur orðinn; hann kom ekki út. Þau eru hætt búskap í Naustvík sökum aldurs, en láta það verða sitt fyrsta verk að vorinu að komast þangað og eru þar sumarlangt. Yfir vet- urinn eru þau í Reykjavík. ,,Ég hef elzt síðan ég byrjaði á þessu flandri", sagði Stein- unn. Þau komu norður í maí í vor; þá var allt á kafi í snjó og skafl í túninu framí júlí. Þau höfðu verið leiguliðar alla tíð og komizt mest uppí 130 ær og 2 kýr. Franili. í næsla hlaði. Christian Kossi. Seytján ára gamall var Iiann svo bráðþroska, bæði Ukamlega og andlega, að nieiin héldu hann 23—25 ára. Hamuii varð alvarlega ástfang-inn af kennslukonunni sinni, seni var 13 áruin eidri og það átti eftlr að draga dilk á eftir sér. Við Kaldhaksldeif. Vegurinn er mjög seinfarinii en hvergi varasainur. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. jartúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.