Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 13
Um kosningarétt ogkjörgengi íslenzkra kvenna Eftir Gísla Jónsson, menntaskólakennara 5. HLUTI Ólafur Ólafsson, fríkirkjuprestiir og alþingisniaður. yrði fyrir kosningarétti og kjörgengi til bæjarstjórnar Reykjavi'kur, að menn gyldu áitta krónur minnst árlega í bein bæjargjöld og giftar kon- ur og hjú heföu ekki kosninga- rétt. 1 frumvarpinu væri eng- in lágmarksupphæð tilgreind lengur, kosningaréttinn og kjörgengið fengju aliir, sem eitthvað gyldu til bæjarþarfa, og svo giftar konur. Hvoru tveggja þessiu væri hann með- mæltur persónulega, en i mefndinni hefði orðið ofan á og hann skrifað undir tillögu þess efnis fyrirvaralaust, að feila þessa gjaldskyldu alveg niður, og láta hjú enmfremur fá kosn ingarétt og kjörgengi. Þó að hann styddi þetta, minnti hann á, að tillögur þess- ar gengju miklu lengra en alþingiskosningalögin og kosn- ingalög hinna kaupstað- anna. „En,“ sagði hann, „af því að þessi alda nú einu sinni er risin svona hátt, er í raun- inni ekiker.t á móti því að reyna, hvernig þetita gefst hér í Reykjavik, áður en lengra er farið og því gef ég tillög- unni atkvæði mitt, enda þó að mörgum húsbændum kynni að þyikja það nokkuð nýstárlegt að sitja bæjarstjórnarfund fram á nótt með annarri eða báðum eða öllum vinnukonum sínum og ef til vill i fullu óleyfi frúarinnar." Guðmundur Björnsson þakk aði nefndinni sérstaklega fyrir að rýmka kosningaréttinn enn meira en var í frumvarpinu, því að hann vissi, að það væri almennur vilji bæjarbúa, að sá réttur vatri frjáis. Hann var Lárusi H. Bjarnasyni öldung- is sammála um, að seski- legt væri að reyna, hvernig þetta gæfist í Reykjavík. Sam- þingsmaður hans og meðflutn- ingsmaður, Tryggvi Gunnars- son, andmælti hins vegar til- lögunni um rýmkun kosninga- réttarins. Slíkar tillögur hefðu komið fram á fundum bæjar- stjórnar, en sœtt þar talsverð- um mótmælum og verið fellct- ar. Ekki andmælti hann kosn- ingarétti kvenna, út af fyrir sig, en hann var mótfallinn þvi, að lausamenn og hjú fengju kosningarétt og kjör- gengi. Hann taldi Reykjavik sizt til þess fallna að hafa fyr- ir tilraunastöð í þessu efni. Þar kæmi saman mikil'l fjöldi lausafólks og námsfólks, sem ekki hefði minnstu hugmynd um bæjarmál. „Það er heppi- legt,“ sagði Tryggvi, „að bænd- urnir reyni þetta fyrst heima hjá sér. Þeir geta þá reynt, hwe vel þeim likar, þegar Vinnufólk þeirra fer að ríða á hreppamót til þess að bera þá ofurliði með atkvæðum um sveitarmálin." En Tryggvi var aleinn í deildinni um andstöðu við til- lögu nefndarinnar, er til at- kvæðagreiðsíu kom eftir 2. um- ræðu. Aðaldeiluefnið við 3. umræðu var raunar það, hvort kjósa skyldi borgarstjórann beinni kosningu allra bæjar- búa eða af bæjarstjórn. Bjöm Bjarnarson sýslumaður (þm. Dal.), sá sem á sínum tima stofnaði Hjemmet, var andvig- ur beinni kosningu og taldi verða mundu miklar agitasjón- ir við þvílika kosningu og sér- staklega þegar búið væri að dubba upp marga nýja kjós- endur og þar á meðal allan f jöldann af vinnukonum bæjar- ins, enda sæi hann ekki, hvað væri unníð við að láta almenn- ing ráða því, hver væri barg- arstjóri. Út af þessum ummæl- um sagði Guðmundur Björns- son: „Það, sem mér fannst hátt- virtur þm. (Dal.) óttast mest, var kvenfólkið, og varð honum einkum skrafdrjúgt um vínnu- konurnar. Það var eins og hann áliti, að vinnukonur væru líogri verur en aðr- ar mauneskjur. En það get ég sagt hinum háttvirta þing- manni, að ég hef aldrei orðið þess var, að vinnukonur væru ver viti bornar en aðrar kon- ur, né heldur að konur væru yfirleitt ver viti bornar en karlxnenn.“ Þetta væri mönn- um að skiljast um allan heim og því fjölgaði þeim óðum, er veita vildu konum al- mennt kosningarétt. Hér skul- um við gera það innskot í ræðu Guðmundar landlæknis, að 1905 fengu finnskar konur fullt jafnrétti við karla um kosningarétt og kjörgengi til löggjafarþingsins, og varð fyrsta landið í Evrópu til þess, en litlu síðar einnig 1 sveitastjórnarmálum. Árið 1907 voru 19 konur kosnar á finnska þingið, hinar fyrstu í Evrópu til að sitja löggjafar- þing þjóðanna. Þær fengu líka heillaskeyti frá Kvenréttinda- félaginu i Reykjawik. Nú, undir lok ræðu sinnar sagðist Guðmundur sjálfur vera alþýðumaður að ætt og uppruna og hefði þekkt marg- ar vinnukonur betur viti born- ar en karlonenn væru almennt og enda betur en sumir sýslu- menn, Þóríhallur Bjarnason síðar biskup (þm. Borg.), sem lengi hafði átt sæti í bæjarstjórn Reýkjavikur, sagði sér þætti aukning kosningaréttarins koma ískyggilega snöggt og vildi ekki láta breyta frum varpinu mikið frá sinni upp- haflegu mynd, enda mætti mál- ið gjarna daga uppi, þvi að Reykjavíkurbær væri alls ekki svo ráðinn í, hvað hann vildi. Felit var með 12:11 atkv., að borgarstjórinn skyldi kosinn beinni kosningu, en frumvarp- inu með breytingum nefndar- innar visað til efri deildar með 15 atkvæðum gegn einu. Þetta var 21. ágúst. Áður en við fyílgjum ferli þessa frumvarps í efri deild, er rétt að gæta að frumvarpi um stjórn bæjarmálefna í Hafnar- firði, en hann var nú að fá kaupstaðarréttindi. Það frum- varp kom á dagskrá efri deild- ar 9. júli, en í því var ekki gert ráð fyrir sömu rýmkun á kosningarétti kvenna sem í Reykjavíkurfrumvarpinu. Flutningsmenn málsins um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarð ar voru Valtýr Guðmundsson (2. þm. G.-Kjðs.) og Ágúst Flygenring (4. konkj.) Nefnd skilaði áliti um það sama dag og nefndarálitið birtist um Reykjavíkurfrumvarpið, og í þeirri nefnd voru Steingrímur Jónsson (6. konkj.) og flutn- ingsmenn báðir. Nefndin gerði nýja tillögu um kosningarétt- inn, og var hún svo hljóðandi: Kosningarétt hafa allir bæj- arbúar, karlar og konur, sem eru 25 ára að aidri, þegar kosn ing fer fram, hafa átt lögheim- ili í bænum eitt ár, hafa óflekk að mannorð, eru fjár síns ráð- andi, eru ekki öðrum háðir sem hjú og standa eigi í skuld fyrir sveitarstyrk, ef þeir greiða skattgjald til bæjar- sjóðs. Konur kjósenda bafa 'kosningarétt, þótt þær séu eigi fjár síns ráðandi vegna hjóna- bandsins og þótt þær greiði eigi sérstaklega gjald í bæjar- sjóð, ef þær að öðru leyti upp- fylla skilyrði fyrir kosninga- rétti. Kjörgengur er hver sá, er kosningarétt hefur. Þó mega hjón aldrei sitja samtimis í bæjarstjórn, heldur eiigi for- eldrar og böm né móðurfor- eldrar eða föðurforeldrar og barnabörn þeirra. Heimilt er konum jafnan að skorast und- an kosningu." Hér hefur greinilega verið höfð hliðsjón af Reykjaviku:- frumvarpinu, þó síðasti hluti greinarinnar sé frábrugðinn, en hvergi nærri er gengið eins langt og neðri deildar nefnd- in, sem skilaði áliti um Reykja- víkurfrumvarpið sama dag, vildi. 1 framsögu af hálfu nefndar- innar við 2. umræðu sagði Ágúst Flygenring, að nefndin hefði stungið upp á að rýmka kosningaréttinn, numiö burtu lágmark skattgjalds til bæjar- sjóðs sem skilyrði fyrir kosn- ingarétti, það yrði aðeins eitt- hvað að vera, og svo vildu þeir gefa giftúm konum kosninga- rétt. Þó mundi nefndin hér hafa borlzt með straumnum fremur en henni væri þetta mikið áhugamál. Fyrir sitt leyti skoðaði hann þetta sem hálfgert humbug. „En það er i tízku nú sem stendur." Björn M. Ólsen (3. konkj.) vildi að vonum, að frumvarp kæmi fram fyrir allt landið 1 um rýmkun kosningaréttar einu, en ekki einstökum sveit- arfélögum. Steingrimur Jónsson vildi hafa eitthvert skattgjald sem sem skilyrði fyrir kosninga- rétti, það mætti vera mjög lágt. Hins vegar sæi hann ekki neitt á móti þvi, að giftar konur hefðu kosningarétt og þvi væri breytingartillagan mjög vel til fallin. Var síðan tillaga nefnd- arinnar um kosningaréttinn samþykkt með 6:2 atkv., og frumvarpið samþykkt eftir 3. umr. 22. ágúst. Það var svo tekið til 1. umræðu í neðri deild 28. ágúst og fór ágrein- ingslaust allt til 3. umræðu 3. september, en þá vakti Jón Magnússon athygli á misræmi því um kosningaréttinn, sem væri í frumvörpunum um Reykjavík og Hafnarfjörð, og taldi rétt að bíða með af- greiðslu þessa frumvarps, þar til sýnt væri, hvernig efri dpild gengi frá Reykjavikur- frumvarpinu. Þetta var þó ekki gert og frumvarpið afgreitt sem lög þennan dag og stað- fest af konungi 22. nóv. sama ár. Hins vegar tóku lögin ekki gildi fyrr en 1. júní 1908. Nú er að fylgja eftir Reykja víkurfrumvarpinu með hinum frjálslegu kosningarréttar- ákvæðum gegnum efri deild. Það kom þar til 1. umræðu 28. ágúst, en nefnd skilaði áliti 6. september. 1 henni áttu sæti konungkjörnu þingmennirnir Björn M. Ólsen og Ágúst Flygenring, svo og >m. Norð- Mýlinga, Jóhannes Jóhannes- son sýslumaður. Við 2. umræðu 9. september sagði Björn M. Ólsen í framsögu, að nefndin værj. sammála um, að örlög frumvarpsins ættu að fara eftir því, hvort meiri hluti bæjarstjórnar Reykjavikur vildi, að það næði fram að ganga, eins og það kom frá neðri deild, eða ekki. Erfitt hefði verið að fá vitneskju um það, en niðurstaðan helzt orðið sú, að 8 af 13 bæjarfulltrúum hefðu viljað hafa frumvarpið eins og það var lagt fyrir þing- ið, og féllst nefndin á að rýmka kosningaréttinn ekki meira en þar væri gert ráð fyrir, og einnig vegna samræmis við Hafnarfjarðarfrumvarpið, sem deildin hafði afgreitt. Vitnaði hann til þess, að neðri deild hefði samþykkt það óbreytt og virtist því nú hafa sömu stefnu og efri deild um rýmk- un kosningaréttarins. Annars endurtók hann, að hann vildi ekki rýmka kosningaréttinn i einu sveitarfélagi og ekki í öðrum, og þvi hefði hann und- irritað nefndarálitið með fyrir- vara. Breytingar á kosninga- réttinum ættu auðvitað að verða samferöa um alit land. Nefndin flutti breytingartil- lögu, sem fól I sér nákvæmlega sömu ákvæði um kosningarétt- inn og í Hafnarf jarðarfrum- varpinu, og var sú tillaga sam- þykkt með 12 atkvæðum. Siö- an var frumvarpið samþykkt samhljóða við 3. umræðu og endursent neðri deild. Þar ræddi Lárus H. Bjarna- son um kosningaréttarákvæðin og lýsti ytfir þvi fyrir hönd nefndarinnar þar, að hún vildi ekki etja kappi við efri deild út af þessu, og var síðan frum- 23. janúar 1972 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.