Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 12
SALKA VALKA Framh. af bls. 11 að sleppa úr bókinni, þegar um er að ræða kvikmyndun hennar. 1 heild skortir mynd- ina innra samhengi og festu og gerir slitrótt umhverfi mynd- arinnar ekki sizt sitt til þess. Það er nánast furðulegt, hve blygðunarlaust Arne Mattson klippir saman fjarlægustu um- hverfisbrot af Islandi, til að skapa eitthvað, sem helzt lík- ist rómantískum hugmyndum erlendra ferðalanga fyrri tíma um íslenzka náttúru. Og það, sem bagalegast er, er að Matt- son tekst ekki að skapa mið- svæði verksins, sjálft plássið, hið íslenzka, „Laxneska" sjávarpláss. Myndmál*) kvik- myndarinnar verður að skoða út frá kvikmyndalegu sjónar- miði. Þannig séð svipar þvi til hinna almennu aðferða og tækni síns tímabils. Arne Mattson er t.d. ekki sá per- sónulegi listamaður sem starfs- bróðir hans Ingmar Bergman. Tónlistin í myndinni, sem bygg ir að nokkru á „Fuglinn í fjör- unni“ er samkvæmt tizku tím- ans. Þykir víst flestum nóg um, sem bera hana saman við sam- spil tónlistar og náttúruhljóða, eins og þau birtast á meistara- legan hátt t.d. í myndum ungu Svíanna nú. Má nefna í því sambandi Kárlekshistoria (Ungar ástir) hins 26 ára gamla Roy Andersons. Salka Valka hefur samt sem áður gildi fyrir Islendinga, með því að vera fyrst og fremst þeim hvatning til þess að hefjast handa um að gera sjálfir kvik- myndir. Þannig var hún ómet- anlegur fengur nú um jólin. * Hvemig kvikmyndatöku, klippingum, hljóði og lýsingu o.sv.frv. er beitt í þágu efnis- ins. Sendibréf af sjúkrahæli Framh. af bls. 4 nefínu á henni. (Ég komst að þvi siðar að hún hafði verið um 30 ár á hælinu). Siðan kom önnur og þreif mig í dansinn. Ekkexf var sjálfsagðara. Hún vaggaði eins og gæs eftir hljóð fallinu, en andlitið var ein bamsleg sæla og græskulaus gleði. Margir vistmennirnir áttu sínar „dömur", eða sinar „eigin konur“, og báru koparhringa því til staðfestingar. Hvergi var þó að sjá skort á fullkom- inni siðsemi, þótt bjórinn hefði gert suma góðglaða. Þessi skemmtun hefði get- að verið lærdómsrík fyr- irmynd meginþorra skemmt- ana heima, hvað sanna leikgleði snertir og háttprúða framkomu. Ég gat vart annað en skammazt mín innan um 150 sjúklinga (fleiri karnevalar voru haldnir, svo allir fengju sína gleðisamkomu) er mér varð hugsað til skemmtananna heima, þar sem allir áttu þó að vera með fuilu viti. Vera kann að sumir þessara sjúklinga finni aldrei til krank leika síns, en af öðrum bráir af og til og hvaða kvalahugs- anir fyila þá hugi þeirra? Og svo kvartar maður yfir smávegis kveisusting, sem er eins og ofurlítið sinustrá mið- að við þessar vitsmunalegu rót fúnu eikur. Mörgum þessum aumingjum hefir íslenzki hesturinn hjálp- að. Hver sýnir afskræmdum fá ráðling vináttuvotf og leggur hann sér að vanga? Enginn, nema vinalegur hestur, sem nuddar kjálkanum að aumingj- um og þá skilur hann í fyrsta sinn um langt skeið, að kær leikur er líka til í heiminum. Þannig beinir hesturinn honum inn á þroskabraut. En þetta getur aðeins íslenzki hesturinn. Evrópuhesturinn á þetta ekki •tfl. Hann lætur aðeins skilyrð- islaust að vilja stjómandans og þess vegna er hann óhæfur fyr ir sjúklinga sem þessa. Já, þannig varð mitt fyrsta kvöld hér sögulegt og lærdómsríkt í senn. Þeg- ar ég svo síðar kom til Ilten, átti ég eftir að sjá enn meiri hörmungar, niðurbrotna menn með fullu viti, sem grétu sig í svefn af hugsuninni um ein- stæðingsskap sinn og vanmátt. Hálærður prófessor var svo illa farinn að hann grét á hverju kvöldi, er hann lagðist til svefns, stundum svo hátt, að við sem sátum frammi í setu stofu og horföum á sjón- varpið heyrðum. Annar mennta maður var þama, sem svo var vanmáttugur að hann fann eitt sinn ekki sitt herbergi, en fór inn í annað. Þar var fyrir mað- ur svo taugaveiklaður og illa farinn, að hann hélt að þetta gamia hró ætlaði að gera sér eitthvert mein og fleygði hon- um á dyr. Gamli maðurinn gat sig ekki hrært og af ótta lagði hann af sér vatn þarna liggj- andi í ganginum. Við komum að nokkrir í skyndi og lyftum honum á fætur og fylgdum til síns heima. Hann grét af þakk- læti og leit til okkar augum spekingsins í vanmáttugum lík ama. Og þannig gæti ég haldið lengi áfram. Er mér fór að verða hægara um málið kynnt- ist ég fleirum og margir þeirra sögðu mér frá vandamálum sín um. Ég skil eiginlega ekki hvers vegna, sennilega af því, að talkunnátta mdn gerði mér færara um að hlusta en tala sjálfur. Raunir mannlífsins verða ekki í tölum taldar, en það er lærdómsríkt að kynnast þeim og skynja þær. Einnig verða eigin erfiðleikar léttvæg ari við samanburðinn. Samfara öllu þessu hefir hug urinn staðið til lesturs og þá eingöngu þess, sem ég hef eitt- hvað mátt af læra. Ég reyndi að lesa reyifara mér til dægra- styttingar, sem mér hefir áð- ur gefizt vel, ef ég hef verið veikur, en það gefck efcki. Þeir fóru blátt áfram í taugarnar á mér. Að sjálísögðu hefir hug- urinn ósjaldan staldrað við eig in stöðu og stund í Mfinu og framhald þess. Ég rakst á nokkur speki- orð eftir Henry Drum- mond, enska guðfræðinginn og náttúrufræðinginn, sem leiða vildi saman raunvísinöí og trú. Hann sagði í „The Greatest Thing in the World". „To be trusted is to be saved. And if we try to influence or elevate others, we shall soon see that success is in proporti- on to their belief of our belief in them. For the respect of another is the first restorati- on of the self-respect a man has lost; our ideal of what he is beeomes to him the hope and pattem of what he may be- come.“ (Þessi tilvitnun hljóðar eitt- hvað á þessa leið í lauslegri þýðingu: „Menn eru hólpnir þegar þeim er treyst. Og þegar við reynum að hafa áhrif á aðra eða lyfta þeim hærra, þá fcom- umst við fljótt að raun um, að árangurinn er í réttu hlutfalli við trú þeirra á trú okkar á þeim. Þvi að virðing annarra er fyrsta skilyrði þess að end- urheimta sjálfsvirðingu, sem menn hafa glatað; það sem hann er í hugsýn okkar verð- ur honum von um það sem hann getur orðið og það leiðar Ijós, sem hann fer eftir.“ Kannski hefur hugur minn sérstaklega staldrað við þetta nú. Manni finnst á stundum að lífið hafi numið staðar, að mað- ur sé lítilsvert hjól í tilver- unni og hugsi þvi ekki nægi- lega um að fara vel með þetta hjóL Segir ekki Hannes Hafstein: „Brekkur eru oftast lægri upp að fara en til að sjá. Einstig reynast einatt hægri en þau sýnast neðan frá.“ Hvernig hef ég notað þessa hvatningu? Eða þar sem hann segir: „Milii hrauns og hliða heldur sbulum riða en hinn leiða allra lýða stig.“ Litið fer fyrir mínurn reiðgöt- um milii hrauns og hliða. En látum hér vera kafla- skipti. Gleðin er það sem tök- um verður að ná á þessum heimi. Því er bezt að láta lokið þvi að rekja raunir og lifa í heimi vesaldar. Carlyle segir: „Wondrous is the strength of cheerfulness; altogteher past ealculation its power of endur- anee.“ Eða eins og það væri orð- að i lauslegri þýðingu: „Undursamlegur er máttur glaðværðarinnar; varanlegur máttur hennar er meiri en hægt er með nokkru móti að gera sér í hugarlund." Þvi miður held ég að við met um glaðværðina of lítils. Mátt- ur hennar er mikill og sá sem getur veitt frá sér glaðværð hann hefir að minni trú skap- andi lækningarmátt. Ég nýt varla sælli stunda, en þá er ég get verið glaður og hlegið að og með öðrum, mót tekið gleði þá er þeir fram- leiða. Hrífandi hljómlist hefir svipuð áhrif á mig. Þetta bréf, eða þessi bréfkorn, fara nú að taka enda. Mér er tekið að hughægj ast og ég finn aukinn kraft með hverju laufi sem hér springur út úr brumknöppum trjánna. Brátt er skógurinn hér í kring aHaufgaður og blómstrá tekin að bera sín fögni blóm. Ég vona að ég komi heim í næsta mánuði. Ég bið þig svo vel að lifa og sendi hjartans kveðjur þér og þinuim. Þinn vig. Víkjum nú sögunni aðeins út fyrir landsteinana litla hrið. Árið 1903 var formlega stofn- að í Berlín með þátttöku kvenna frá um 20 löndum nýtt alþjóðasamband, sem sérstak- lega átti að vinna að öflun kosningaréttar þeim til handa, og þá einkum til löggjafar- þinga. Þetta samband nefndist á ensku The International Wo- men Suffraige Alliance, skaram- stafað I.W.S.A. Forseti sam- bandsins varð bandaríska kon- an Carry Chapman Catt, C-dn þrjú, og má vist um hana segja, að hún hafi verið skörungur mikill, drengur góður og no>kk uð skaphörð. Stofnendum al- þjóðasambandsins kom saman um, að mjög miklu skipti að vinna aðeins að einu sérstöku markmiði með óskiptum kröft- um, og fyrir þvi ákváðu þær, að sambandið skyldi alls ekk- ert hafa fyrir stafni annað en að berjast? fyrir pólitiskum kosningarétti og kjörgengi, því að þetta tvennt væri höf- uðatriði og undirstaða allra annarra réttinda. Sænsk kven- réttindakona, Anna Margrét Hólmgren, orðaði þetta þann- ig: „Þá fyrst verðum við jafn- ingjar manna vorra og bræðra. Með þeim einu réttindum kem- ur allt annað, sem oss vantar." Ársfundur I.W.S.A. var hald inn í Kaupmannahöfn fyrri hluta ágúst 1906. Carry Chap- man Catt bauð Bríetu Bjarn- héðinsdóttur á fundinn og hvatti hana til að stofna fé- lag hér, svo að íslenzkar kon- ur gætu beiðzt upptöku i sam- bandið. Sumar danskar konur höfðu mótmælt sjálfstæðri að- iM Islands, en Chapman Catt andmselti því harðlega og kvað þá mótstöðu niður. Við gætum þá alveg eins neitað að taka Kanada, Ástralíu eða Ungverja land inn i félagið sem sérsiök þjóðfélög, sem við höfum þó ekki gert, sagðd hún. Bríet fór til fundarins, þótt ekkert fé'ag stæði á bak við hana, og fékk þar fullt málfrelsi og atkvæð- isrétt. Hinn 27. janúar árið eftir, þ.e. 1907 var svo fyrir for- göngu Brietar stofnað Hið Is- lenzka kvenréttindafélag. Markmið þess var, að konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti við karlmenn, þ.e. kosningarétt og kjörgengi, svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu slkilyrðum og þeir og yfirieitt jafnrófcti við þá í ölum greir,- um. Einnig vildi félagið efla áhuga kvenna á þessum málum og fá þær til að nota sér þau réttindi, sem fengin væru, og gera þær færar um að uppfylda skyldur þær, sem fylgdu þess- um fengnu og ófengnu réttind- um. Þetta ár voru þir.gmenn Reykvdkinga Tryggvi Gunn- arsson bankastjóri og Guð- mundur Bjömsson landíæknir. Þeir boðuðu til þingmálafund- ar í Reykjavdk skömmu eftir stofnun félagsins, 22. júní 1907, og þar var samþykkt með 137 samhljóða atkvæðum svo- felld ályktun. „Fundurinn að- hyllist almennan kosningarétt, sem nái jafnt til kvenna sem karla.“ Hinn 10. júli þetta sama sum- ar kom svo á dagskrá neðri deildar alþingis fru mvarp til nýrria laga um bæjarstjórn í Reykjavik frá áðurnefndum þingmönnum kjördæmisins. Þriðja grein þessa frumvarps var svo: .Kosningarétt hafa allir bæj arbúar, karlar og konur, sem eru fullra 25 ára að aldri, þeg- ar kosining fer fram, hafa átt löghieimili í bærwm I eitt ár, hafa óflekkað mannorð, eru fjár sins ráðandi, eru ekki öðr- um háðir sem hjú og er ekki lagt af sveit eða hafi þeir þeg- ið sveitarstyrk, þá endurgolddð hann eða verið gefinn hann upp, svo framartega sem þeir greiða skattgjald til :>æjar- sjóðs. Konur kjósanda hafa kosningarétt, þótt þær séu ekki fjár sins ráðandi vegna hjónabandsins og þótt þær eigi greiði sérstaklega gjald í bæj- arsjóð, ef þær að öðru leyti uppfylla áðurgreind skiiyrði fyrir kosningarétti. Kjör- gengur er bver sá, er kosn- ingarétt hefur.“ Hér er sem sagt það nýmæli, að giftum konum er ætlaður kosningaréttur og kjörgengi ril sveitarstjórnar, en varðandd fjárráð giftra kvenna, er rétt að geta þess, að 7 árum fyrr, eða aldamótaárið, voru sett ný hjúskaparlög, en samkvæmt þeim var giftum konum rétt að ráða yfir eigin tekjum og sér- eignum sinum. Að öðru leyti var bóndinn umráðamaður fé- lagsbúsins. Guðmundur Björnsson land- læknir sagði I framsögu með Reykjavífcurfrumvarpinu 1907, að frumvarpið væri fiutt óbreytt eftir því sem bæjar- stjórn Reykjavikur hefði geng ið frá því. Bjóst hann við því, að það fengi góðar undirfekt- ir, ekki sízt vegna þess, að með al nauðsynlegra breytinga, siem það gerði ráð fyrir, væri rýmkun kosningaréttarins. f málið var kosin fimm manna nefnd: Lárus H. Bjarna- son, (þm. Snæf.), Jón Magtrús- son (þm. Vestm.), Stefán Stef- ánsson skólak. (2. þm. Skag.), Guðlaugur Guðmundsson (þm. V.-Skaft.) og sr. Magnús And- résson á Gilsbakka (þm. Mýr.h Nefndarálit þeirra er dagsett 22. júlí, og var Lárus H. Bjarnason framsögumaður. Hann sagði við 2. umræðu, að eftir gildandi lögum væri skil- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.