Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 11
sem rann sniurðling: Nefers í Dal liinna danðu, seni kallaður hefur verið, Sakkara, fyrir siinnan Kairó, skanimt frá hin- um frægu pýraniíðiim við Gizeh. Að l»ví er Mússa telnr, 1 er hin merkilega varðve'zla ;; miimin Nefers í svo gróðu ásig-- komulagi l»\í að )>akka öðru fremur, að Nefer var ekki tek- in gTÖf til vinstri við pýra- míða konungs, eins og alsiða var, heldnr var liann jarðsett- nr hægra megin við pýramíð- ann. Samkvæmt lögmáli sólgnðs- ins Ka var mikil lielgi á vinstri hlið hins konunglega pýramíða, en liægri hliðin var talin óhrein og því í litlum metuni. Faraóar finnntu konungsættar- innar höfðu brugðið á það ráð í í.járhagsvandræðiim sinum, þar sem nijög iial'ði gengið á ríkisfé vegna bygginga pýra- míða Keops eða Kúfiisar, Kefr- ens og Mýkerinosar, að selja umhverfis grafir sjálfra þeirra eins konar eilifðarlendui' til handa fjáðum þegmim sínuni, Á stóru myndinni að ofan sést að Nefer hefur látið gera sér virðingarskegg, slétt og breitt neðst, í líkingii við konnnglegt skegg faraóanna. Hér að ofan sjást smurðir fætur Nefers. sem fýsti að dvelja með þeim lengur en þetta jarðlíf. Þetta vissu grafarræningjar að sjálfsögðu og liéldu því yfir leitt beint af augiim í átt til vinstri frá pýramíðuni konung anna, en virtu landið á hægri hlið þeirra sjaldan viðlits. Graf arrán hófust mjög snemma, því til eru skráðir textar á papýr- usblöðum, sem greina frá því, að löngu áður en Itómverjar komii til sögunnar sem yfir- drottnarar Kgyptalands hafi farið fram málaferli gegn ræn- ingjaflokkum, sem skipulagðir liafi verið gagngert til þess að ræna grafir fornkonunga. Það kom meira að segja fyrir, að snmrðlingar faraóa fyrri tíma, sem rændir böi'ðii verið eilífð- argóssi sími urðu að fá inni í lítt vönduðum líUhiisum til bráðabirgða, meðan verið var að koma pýraniíðum þeirra í samt lag, ef það var þá hægt. Grafarra-ningjarnir gengu mis Jafnlega vel til verks. Nefer var vel kunnugt um þetta og kaus því lieldur að livíla í friði, þótt á minna metn um stað yæri og lét jarðsetja sig hægra megin við pýramíða faraós. Við eigum það þessari ákvörðun lians að þakka að smurðlingiir hans og grafbýsið Framh. á bls. 14 Það var ánægjulegt, að Sjón varpið skyldi gefa fólki kost á að sjá kvikmyndina Sölku Völku kvöldið fyrir frumsýn- ingu þess á jólaleikriti sínu, sem að þessu sinni var Skál- holt, í sjónvarpsgerð Baldvins Halldórssonar. Við það fékkst samanburður tveggja verka, sem gerð eru eftir verkum is- lenzkra rithöfunda, þeirra Hall- dórs Laxness og Guðmundar Kamban. Það var ekki aldurs- munurinn, sem sló mann mest við þennan samanburð, þó að 17 ár séu reyndar á milli þess- ara verka, heldur hitt, að þótt Salka Valka Laxness sé alís- lenzkt verk líkt og Skálholt Kambans, reyndist kvikmynd- in Salka Valka vera jafnsænsk og sjónvarpsleikritið Skálholt var íslenzkt. Þessi staðreynd leiddi hugann ósjálfrátt að ís- lenzkri kvikmyndagerð. Ein- ungis íslendingar geta skapað íslenzkar kvikmyndir, hvorki Svíar né Japanir. Og þessi kvöld, á annan og þriðja í jól- um, gat vart farið hjá því, að ýmsir létu sig dreyma um yfir- færslu ágætra bóka í form kvikmynda eða sjónvarps. Skálholt gaf vissulega fyrir- heit um frekari árangur í gerð sjónvarpsmynda, enda verður Skálholt að teljaist eitt bezta íslenzka sjónvarpsleikrit ið til þessa. Aftur á móti ýfði Salka Valka upp í þeim, sem áhuga hafa á íslenzkri kvik- myndagerð, enda eru ófyrir- sjáanlegir þeir möguleikar, sem fyrir hendi eru hér, ef kvikmyndagerðin fengi stuðn- ing. Salka Valka endurspegl- ar þessa óskhyggju. 1954, árið þegai' Salka Valka var gerð, var komin fram ný kynslóð ungra kvikmyndagerð- armanna i Svíþjóð og telst Arne Mattson til nennar, en svo nefnist höfundur kvik- myndarinnar Sölku Völku. Aðrir af þessari kynslóð voru til dæmis Hampe Faiistmann og Alí Sjöberg, sem þegar hafði hlotið heimsfrægð með kvik- myndinni „Fröken Júlía“ (1951) eftir leikriti Strind- Salka Valka bergs. Alf Sjöberg kom frá Dramaten leikhúsinu, þar sem hann starfaði sem leikstjóri ásamt þeim manni af þessari sömu kynslóð, sem átti eftir að verða frægastur og langlífast- ur, sjálfum Ingmar Bergman. I samvinnu við Sjöberg kom Bergman fram með sína fyrstu kvikmynd Hets (Eitur) 1944, þá 26 ára að aldri. Urn líkt leyti og Salka Valka var gerð, gerii' Bergman tvær af sínum frægustu myndum frá fyrra skeiði ferils síns: Gycklarnas afton (Kvöld trúðanna) 1953 og Soniinai-nattens leende (Sumarnóttin brosir) 1955. En 1954 átti hann þegar 18 kvik- myndir af fullri sýningarlengd að baki sér. Þessi unga kyn- slóð var sem óðast að rífa sænskar kvikmyndir upp úr öldudal áratugarins 1930—1940. En fyrir þann tíma höfðu Sví- ar náð þeirri fullkomnun í kvikmyndagerð, sem opnaði augu heimsins fyrir verkum Victors Sjöst.röin og Mauritz Stiller. Þessar kvikmyndir frá árunum um 1920 eru sú klass- ík, sem sænsk kvikmyndahefð byggir á. Svo skemmtilega vill til, að einnig þá kvik- mynduðu Sviar verk íslenzks Kvikmyndir Erlendur Sveinsson rithöfundar, Jóhanns Sigur- jónssonar. Með Fjalla-Eyvindi, Berg-Ejvind oeli lians Hiistru, 1917, skapaði Victor Sjöström einn af hápunktum kvikmynda sögunnar, þar sem hann lék bæði titilhlutverkið og stjórn- aði upptökunni. Það stóð til að taka myndina á Islandi, en fyrra striðið hindraði það, svo hún var kvikmynduð í Lapp- landi. Ní er enn risin ný bylgja í Svíþjóð, m.a. eftir að ungu mönnunum tókst að losa sig undan ægivaldi Bergmans. Til dæmis höfum við séð kvik- myndir eftir Bo Widerberg (Elvira Madigan, Ádalen ’31), Vilgot Sjöman (Ég er forvit- in gul/blá), Jonas Corneil (Puss och kram, sýnd nýlega í Stjörnubíói), Kjell Grede (Harry Munter, mánudags- mynd) og Roy Anderson (Ung- ar ástir, mánudagsmynd). — Óvíst er, að ísland komi nú nokkuð við sögu, líkt og 1917 og 1954, enda komið nóg af svo góðu og timi til kominn fyrir íslendinga að gera eitt- hvað sjálfir. 1 kvikmyndasögu hins kunna franska Georges Sadoul er Salka Valka sögð vera vel heppnuð kvikmynd, miðað við aðrar kvikmyndir Arne Matt- sons. Arne Mattson hóf að gera kvikmyndir 1944, sama ár og Ingmar Bergman. Eftir að hafa gert nokkrar sæmilegar kvikmyndir, sló hann í gegn með Rötagg og Rallaren (1947), en í henni lék meistari Victor Sjöström aðalhlutverkið, en þá var hann hættur að stjórna eigin myndum. Sjöström söng sinn svanasöng í meistaraverki nemanda sins, Ingmar Berg- mans, Sniultronstállet (Að leið arlokum) 1957. Með mynd sinni Hon dansade en Soniniar hlaut Arne Mattson veraldar- hylli, en náði sér ekki veru- lega á strik aftur fyrr en með Sölku Völku. Kvikmyndasögu fræðingurinn sér ekki það, sem við Is- lendingar sjáum. Hann sér t.d. ekki, að Arne Mattson tekst ekki, ásamt Rune Lindströni, einum fremsta handritahöfundi Svía þá, að skapa íslenzkar persónur úr svo íslenzku verki. Steinþói' kvikmyndar- innar er t.d. með öllu óskilj- anleg persóna og Bogesen guf- aði því sem næst upp. Hjá hinu verður aldrei komizt, Framh. á bls. 12 Fjalla-Eyvindnr (Berg-Ejvind oeb bans hiistru). Mynd Sjö- ströms var tekin í Lapplandi. Ungar ástir eftir hinn 26 ára gainla Roy Aiulerson. Mánu- dagsniynd i Háskólabiói að undanförnu. Gott dæmi uin verk nýju kynslóðariniiur í Svíþjóð. Til hægri: Úr Sölku Völku. Að ofan Sig'iirlína og Salka. Að neðan Steinþór og' Sigurlína. 23. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.