Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 4
Hér standa Cornelsenshjónin á tröppum herragarðs síns í Köthenwald. Sitjandi er fjölskylda höfundar. einnig meira vit, þekkingu og iífsreynsiu til að nýta hugsan- irnar og sér í lagi næga vit- leysu og hugarkvalir fyrir augum, til að læra að meta hve andlegt heilbriigði er mik- ils virði, jafnvel þótt lítt beizl að sé, eins og hjá ótömdum fola. Þig undrar kannski að ég skuli vera að skrifa þér hugleiðingar mínar. Ég er ekki vinmargur, en um þig gildir það, að vera kann að þessar ljóðlínur Jón- asar Haligrimssonar eigi hér við: „Það sagði mér hugur, að þar myndi viður vaxa, er ég vænti af skjóls,“ Því læt ég þessi brot renna áfram gegnum menningartólið. Svefnleysið hefir verið mér erfitt lengi. En andvaka hefir fleiri þjáð en mig. Jónas segir í „Andvökusálmi" sinum: ÞAÐ var sólbjartan vordag 1960 sem ég hitti fyrst að máli þýzk merkishjón, en þau eru aðaleigendur og stjórnendur að geð- og heilsuhælum í smábæjun- um tveimur, Köthenwald og Ilten, sem eru skammt suð- ur af Hannover. Þessi hæli eru stærst sinnar tegundar í einkaeign í Evrópu. Ég hitti Comelsenhjónin á fyrsta erlenda hestamótinu fyrir íslenzka hestinn, sem haldið var sunnarlega í Mið-Þýzka- landi 1960. Það sem sér- staklega vakti athygli mína við kynningu þessara hjóna var, að á heilsuhælum þeirra hafði íslenzki hestur- inn verið hreinræktaður frá því um 1910 í þeim tilgangi að nota hann fyrir sjúkling- ana, sem ekki höfðu getu til að stjórna hestum af eigin rammleik, sökum vanheilsu af völdum fáræði. Flestöll hestakyn heims eru tamin til fulirar hlýðni við manninn og eru því tiltölulega ösjálfráð i höndum mannsins. fs lenzki hesturinn hefir hins veg ar margsýnt, og hvað skýrast þarna í Köthenwald, að hann er mim sjálfstæðari en aðrir hestar, og fáráðlingur getur ekki att honum eða teymt hann út í neinar ógöngur. Þannig kenndi hann í raun og veru mörgum sjúklingi til verka, og mér var sagt, er ég heimsótti hælin 1960, að þeir væru ekki fáir, sem hann hefði bjargað, jafnvel úr hinni mestu eymd brjálæðis. Það voru Wahren- dorf-feðgarnir, faðir og afi frú Ericu Cornelsen, sem báðir voru geðlæknar, sem fundu að íslenzki hestastofninn tók öðr- um fram um ágæti fyrir sjúkl- inga. Td. gat sjúklingur aldrei teymt ísienzkan hest út í skurð og steypt vagnhlassinu, eða dregið hann út á vegarkant, svo kerran færi um koll, og væri eitthvað framundan, sem hest- urinn taldi ófært, en sjúkling- urinn hafði ekki vit á að var ófært, þá fór hesturinn ekki Iengra en góðu hófi gegndi. Þeir feðgar lögðu allt upp úr því að koma sjúklingum sínum til bata með því að finna þeim verk að vinna við þeirra hæfi. Kaunar hef ég áður, fyrir rúm- um áratug, lýst heimsókn minni á bæði geð- og hressing- arhælin á Köthenwald og Ht- en í greinum hér í blaðinu frá þeim tima og fer ég ekki að endartaka þær lýsingar. Ég áttt þess svo kost árið 1967 að dveljast, ásamt fjölskyldu minni, um skeið á hressingar- hæli þeirra Cornelsenhjóna í Ilten. Þar kynntist ég nokkrum mikilhæfum og merkum mönn- um, sem voru sér þar til livíld- ar og hressingar, en um það f jallar ekki bréfkorn það, sem hér fer á eftir og ritað er í aprilmánuði 1967. Það er skrif- að undir áhrifum þeim, er ég varð fyrir af að kynnast fólki, sem í raun og veru átti bágt og þama gafst mér tækifæri til að kynnast skuggahliðum þeim, sem hlnn andlega bágstaddi átti við að stríða. Fyrst eftir að ég kom til Þýzkalands 1967 dvaldist ég á herragarði þeirra hr. Boberts og frú Ericu í Köthenwald og segir einmitt frá fyrsta kvöldi mínu þar í bréfinu. Síðar heim- sótti ég þau oft, eftir að ég kom til Ilten, þvi það var nokkuð hæfilegur gangur þang að, ef maður nennti og gaf sér góðan tíma. Ég hef nú formála þennan ekki Iengri, en læt bróf ið tala. Ilten, 16. april 1967 KÆKI VIM K. Ef til vill gefur þú þér ein- hvem tíma orlof til að lesa þetta sundurlausa sendibréf tH þin, sem ég nú lset renna gegn- um menningartæki okkar biaða mannanna, þennan hatursfulla fylgifisk okkar, en oft ljúfan vin, sem ég á stundum strýk, eins og góðhesti, um vangann, eftir að hann hefir skilað ein- hverju, sem ég er ánægður með, ritvélina mína. f vetur hef ég haft meiri og betri tima til að hugsa, en nokkum tíma fyrr, Vignir Guðmundsson SENDI- BRÉF FRÁ SJÚKRA- HÆLI Myrkrið er manna f jandi, meiðir það liif og sál, sídimmt og síþegjandi svo sem helvítis bál gjörfullt með gys og tál. Veit ég að vondur andi varla í þessu landi sveimar um sumarmál. En nú er vorið að koma og sumarmálin og með þeim hef ég ástseðu til að ætla að nóttin hætti að níðast á mér. Einhver spekingur hefir sagt, að mikil þjáning sé eins og að hafa lært mörg tungumál, og sá er fyrir henni hefur orðið, kunni bezt skil hinna mörgu orðtaka mann- iegra tilfinninga. Að sjá fyrir sér miklar þján- ingar, jafnvel hundraða manna, og nema þær með huga og hjarta, er einnig mikill þekk- ingarauki. Sjálfum verður manni sá steinn, er á herðarn- ar hefdr verið lagður, léttbær, er við augum blasir takmarka- laus þjáning, grátur háþrosk- aðs anda, barnsleg eymd spak- lærðra, en bjargarlausra, af- myndun kvalasjúkiingsins, sem þó heldur fullu viti, kvöldgrát ur og kveinstafir prófessors, sem enga ósk á heitari, en yfir gefa þetta líf. Maður verður bljúgur í umgengni við fáráð- an sjúklimg og maður kemst við af að horfa í augu fallegrar stúlku, tær, blá, tæmd af mannviti, en hrein eins og í bami. Hrokinn verður léttvæg- ur fundinn í eigin hugskoti, þegar hálrfvitinn tekur ofan fyirir þér og býður þér bros- andi góðan dag. Daginn, sem ég kom ttl Köthenwald — (það er smá- bær, eða þorp, þar sem mörg fávitahæli eru fyrir öll stig slíkra sjúklinga; Ilten er í 3 km. fjarlægð, og þar eru taugasjúklingarnir) — settist ég sem gestur hinnar ríku, stoltu, en hjartaprúðu Cornel- sensfjölskyldu. Á hennar glæsta heimili á herragarðinum Köthenwald, var haldinn „karneval" fyrir sjúklinga fá- vitahælisins. Þar blönduðu all- ir geði og þar voru allir jafn- ir í gleðinni, bjór og bakkelsi var veitt af örlæti og hver bjó sig í sem sérkennilegastan bún ing. Yfirlæknlrinn germ að gamni sínu við sjúklingana og dansaði jafn dúndrandi ræl við aldurhnigna, skrumskælda konu, sem foxtrott við unga frú fulltrúans á hinni miklu stofnun og forstjórinn faðmaði i kæti einhvem sjúklinginn, sem sýna vildi honum vináttu- vott. Mér þótti þetta sérstætt vegna þess, að dagfarsiega voru þetta formfastir, vel- menntaðir, þýzkir yfirstéttar- menn. Ein læknisfrúin var máski á indíánabúningi, en 6 sjúklingar, mismunandi and- lega tómir, voru í kúreka- búningum. Skrifstoifustjórinn var í prússneskum herforingja búningi og ein hjúkrunarkon- an var berfætt í strápilsi og þannig voru sumir sjúkling- anna einnig. Búningar og lit- ííkreyting voru með fádæm- um f jölbreytUeg. Svo var dansað undir dun- andi hljóðfæraslætti stórrar 'hljómsveitar. Aldrei hef ég séð jafn mikla gleði og kátínu á einni danssamkomu, aldrei jafn innilega, barnslega hrifningu, enda var meirihlutinn á gleði- tfundi þessum andlega vanskap aður, margir með eiginleika fálmandi ungbarns í saklausri gleði sinni. Mér er sérlega niinnisstæð ein ung stúlka. Hún var búin eins og tatarastúlka i pokapilsgopa, með langar flétt- ur og andlitið farðað alis kon ar skræpóttum litum. Keppnir voru háðar í fjölda mynda, pokahlaup og hvers kona héra- hopp, sem ég kunni ekki skil á, en ávallt fékk sigurvegarinn sin verðlaun. Þessi unga „tat- arastúlka" var sem hún væri af aðalsættum, tigin í fram- gönigu, prúð, hikandi og hlé- dræg. Gerði á stundum tilraun til að taka þátt í kapp- leikum, en dró sig í hlé, eins og þetta félli ekki að hennar aðalstign. Ég átti þess kost að sjá í augu þessa fáráðl- ings, þessa spegla tómrar sál- ar, fulla yndisþokka hins saklausa, sem ekki skildi til fulls hvað um var að vera, en gladdist þó og brosti hógværu brosi, kannski af því að allir aðr ir voru glaðir. Með höfðingsbrag steig hún dansinn með hopp- andi fáráðling, sem vatt sig og skældi en lét þó í ljós skemmtanagleð- ina á sinn fávísa hátt. Hógvær, en hikandi gekk uniga stúlkan til sætis sins, settist og brosti, þessu þokkafulla brosi, sem vitsmunir áttu kannski aldrei eftir að standa að baki, aldrei yrði misnotað og heldur aldrei neinum til hjartafósturs. Aug- um hennar nran ég aldrei 'gleyma, þessum tæru f jallalind um, sem ekkert gátu hulið, en lýstu hyldýpi tómleikans. Til mín kom eldri kona, hlæj andi út að eyrura og vildi dansa við mig, stóra manninn með blómið í hattinum, (það var eina skrautið, sem i skyndi var fundið til að gera mig „karne- valhæfan"). Þýzkan var mér Þrándur í Götu, en ég skyldi að þessi kona hafði verið í dansskóla, þegar hún var ung og hún sagðist hafa gaman af að dansa. Ég spurði hana hvað hún hefði verið hér lengi. „Fjögur jól“ var svarið og hún hló hjarlanlega svo skein í einu tönnina, sem var í efri góm, og gleraugun hoppuðu á Framh. á bls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.