Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 15
var ekkert gert í slíkum málum. En ég lugg áherzlu á, að við hirtum lítt um misréttið, líkamsárásirnar, illa meðferð og fjandskap, því að við vissum, að aðal- tiigangurinn með dvöl okkar var að afla menntunar. Eins og allir aðrir erlendir stúdentar, urðum við að byrja á að læra rússnesku. I Bakú var „kennslubók" okkar í rússr nesku kommúnistablaðið Pravda, sem við urðum að kaupa á hverjum morgni. Var okkur bent á greinar í blaðinu, sem við áttum að læra utan að og þylja síð- an í tíma morguninn eftir. Allar lexíur í öllum námsgreinum eru lærðar utanbók- ar og hafðar yfir orðrétt. Greinar þess- ar fordæmdu alltaf séreignarskipulagið og Bandaríkin, en lofuðu kommúnism- ann. Frá 1. janúar byrjuðum við að læra hugtakafræði Marxisma og Lenin- isma. Þetta var skyldunámsgrein fyrir alla stúdenta, hvort sem þeir voru að læra verkfræði eða læknisfræði. Slík hugtakafræði var kennd 16—18 klukku- stundir á viku. Meiri áherzla var lögð á þessa námsgrein en til dæmis eðlis- fræði eða efnafræði. Athygli beindist mjög að mér, af því að ég var foringi stúdentanna frá Ken- ya og 90 manna hópur okkar var stærsti, eriendi námsmannahópurinn. Yfirvöld ekólans, en fyrst og fremst vararektor- inn, sem hét Mamedov, samdi ræður, sem ég var síðan fenginn til að lesa á fundum Æskulýðsfylkingarinnar. Stund um var ég beðinn að undirbúa ræðu, en ég varð að afhenda hana til athugunar og yfirlesturs tveim stundum áður en fundur átti að hefjast. í ræðunum var ýmist séreignarskipulagið fordæmt eða það, sem kallað var amerísk heims- drottnunarstefna í Suður-Vietnam. Þeg ar ég neitaði algerlega að flytja slíkar ræður, fóru menn ekki dult með hatur sitt á mér. í febrú.ar var lagt eindregið að okkur að ganga í Æskulýðsfylkinguna. Við streittumst á móti, en sumir stúdentanna létu þó undan og gengu í samtökin. Mik- ill og dýrmætur tími var tekinn frá lestri til fundarsetu, mótmælafunda eða ferðalaga. Okkur var sagt að hlýða á sér staka fyrirlestra, en þegar til kom reyndist fyrirlesturinn fundur vegna styrjaldarinnar í Vietnam. í rauninni iærðum við ekkert nema rússnesku og svo um Marxisma og Leninisma. Að jafn aði voru haldnir fimm fundir á hverjum hálfum mánuði og mótmælasamkomur voru álíka margar. Okkur féll einnig mjög illa, hvernig okkur var raðað í bekki. Við vorum sett ir á bekk með stúdentum, sem höfðu til dæmis ekki hlotið nema fimm ára nám í ailt. Við áttum að lesa um sömu efni, taka sömu sérgreinar og þeir. Þegar við mótmæltum þessu við háskólarektor, svaraði hann því til, að ekki væri tekið tillit til fyrri námsafreka okkar. Þess voru dæmi, að námsmaður frá Angola eða Jemen með 5 ára nám að baki var settur á bekk með stúdent frá Kenya, sem hafði stundað nám í 12 ár sam- fleytt. Fræðslukerfi Sovélríkjanna er aðhæft sljórnmálakerfinu, svo að þar eru kennd ar námsgreinar, sem aðeins er að finna í kommúnistariki. Okkur var hulin ráð gáta, hvernig námsmaður, sem hafði að- eins stundað nám í fimm ár, gat orðið fullfær læknir eða verkfræðingur eftir aðeins fimm ára nám til viðbótar. Tilsögn i kenningum kommúnismans var aukin, er fram liðu stundir. Þann 1. marz var nýrri grein bætt við námsefn- ið — hernaðaraðferðum byltingarinnar, eins og Lenin beitti þeim í október- byitingunni 1917. Þá komst ekki lengur að neinn vafi hjá okkur um, að skólinn í Bakú hefði verið sérstaklega skipu- lagður til að innræta okkur kommún- isma. í desember, þegar við höfðum ver ið þar í 2 mánuði, kölluðum við hann „Leninskóla pólitískrar hugsunar". Við hættum að sækja fyrirlestra 18. marz til að reyna að fá háskólaráðið til að semja nýja námsskrá, þar sem meiri tíma væri varið til að fjalla um námsgreinar, er snertu sérgreinar okkar. Þessu var neitað, og okkur var raunar hótað sviptingu námsstyrkja. Þegar vika leið, án þess að við sæktum fyrirlestra, ruddumst við til járnbrautarstöðvarinnar til að reyna að komast með lestinni til Moskvu, þar sem við gætum fengið botn í málefni okkar. (Jafnframt hafði okkur verið meinað að ná sambandi við sendi- ráð okkar um póst eða síma. Bréf okkar til og frá Kenya voru opnuð og lesin og sum voru send, en komust aldrei til við- takenda). Skólayfirvöldin sendu skipulagða flokka ungra kommúnista á járnbrautar- stöðina til að reyna að telja einstökum stúdentum hughvarf með boðum um fé- gjafir og boðum stúlkna á dansleiki, ef þeir sneru aftur til garðanna. Þessir hóp ar skiptust á að reyna að hafa áhrif á okkur og höfðu nánar gætur á því, hversu lengi við þoldum að hirast á hörð um trébekkjunum, sem við sváfum á í stöðinni. Þegar ástandið versnaði, fórum við að hugleiða, hvernig þessu mundi lykta. Bakaði þetta ýmsum miklar áhyggjur, svo að margir stúdentar gáfust upp og sneru aftur til stúdentagarðanna til að bíða úrslitanna þar. í átta nætur sváf- um við hinir í köldum, óupphituðum her bergjum án ábreiðna. Á níunda degi, 5. apríl, kl. 3 eftir Moskvutíma, kom vara- rektor háskólans, Mamedov, í járnbraut arstöðina og sagði 29 stúdentum — þeirn sem eftir voru af 75 manna hópi, sem farið hafði til stöðvarinnar — að við yrðum fluttir út á flugvöllinn eftir 50 mínútur. Þegar við spurðum hann, hvert við yrðum fluttir, neitaði hann að segja okkur það. Kl. 3,30 síðdegis vorum við reknir upp í langferðabíla með farangur okkar og fluttir á flugvöllinn, sem er rúmlega 15 km frá borginni. Við vorum fluttir feil flugvallarins undir lögreglueftirliti. Jafn framt fóru tíu ungkommúnistar til stúd entagarðanna til að standa vörð þar, svo að enginn stúdentanna þar kæmist til ílugvallarins. Á flugvellinum vorum við lokaðir inni í herbergi og leitað vand- lega á okkur og allt ritmál var tekið af okkur. Kl. 10,30 um kvöldið vorum við fluttir flugleiðis frá Bakú. Það var ekki fyrr en við komum til Belgrad í Júgóslaviu, að okkur var sagt að við mundum verða fluttir flugleiðis heim til Kenya. Helzta óánægjuefni okkar var auk inn áróður kommúnista. Hann snerist upp í hreina tilraun til heilaþvottar. Okk ur ofbauð líka, hve mjög var að okkur lagt að ganga í pólitísk samtök. Við vissum, að við þörfnuðumst menntunar, en við fórum ekki frá Kenya til Sovétrikjanna einungis til að nema Marx-Leninisma eða baráttuað- ferðir í byltingu. Við vorum ekki vissir um, hvort við höfðum verið valdir til að stunda nám, eða hljóta þjálfun sem kommúnistar. Tilgangur okkar er enn að stunda nám. Vandi okkar er fólg- inn í að fá námsstyrki1). 1) Þess má geta að endingu, að Nyan- gira hlaut á sl. hausti styrk til að stunda nám við Syracuse-háskólann í Bandaríkjunum, eina beztu mennta- stofnun þar í landi. 36. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.