Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 11
JÓHANNES Framh. af bls. 1 tók liann greiöslu af fátœkum fyrir aðstoö sína, heldur gaf hann þeim einnig nauösynleg lyf, sem hann varö sjálfur aö k>aupa. Þegar Jóhannes lœknir dó, lét hann eftir sig konu og unga dóttur svo aö segja eignalausar. í eins herbergis leiguíbúö sinni hafa þœr einungis tvö rúm, borö og nokkra stóla. En ekkja hans ásakar hann ekki fyrir þetta. Meö hrœröum huga og tár í augum dásamar hún sinn ástfólgna Jóhannes. Hún reynir af litlum efnum aö veita dótturinni beztu menntun og finnst hún meö því bezt geta greitt þakklætis skuld sína viö sinn látna eiginmann. Hún kann ennþá gamalt íslenzkt lag, sem maöur hennar var vanur að syngja á löngum vetrarkvöldum. Enn þann dag í dag eru ávallt ný blóm á leiði Jóhannesar lœknis, auk þeirra, sem ekkja hans leggur þar. Milutin Kojic. Augljóst er aö hinir fátœku sjúklingar hans í Rekovac og nágrenni eru enn á þennan hátt aö sýna hinum löngu látna lœkni þakkir sínar og viröingu. Kafli úr „Læknar og sjúkrahús skæruliða á árunurn 1941—45“. I byrjun september árið 1941 kom roskinn maður, hár og grannur, til aðal- stöðva skæruliða í borginni Uzice. Hann skýrði yfirforingjanum svo frá að hann væri fæddur á íslandi og hefði komið til Serbíu árið 1915, rétt eftir að keisara- dæmið Austurríki-Ungverjaland réðst á Serbíu. Hefði hann komið þangað með danskri hjúkrunarsveit. Upp frá því og eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar Ihefði hann dvalið í Júgóslavíu, aðallega í Makedóníu. Hann lýsti því yfir að þrátt fyrir aldur sinn, fyndist sér skylt að bjóða fram læknisþekkingu sína í þágu lands og þjóðar, sem hann hefði tekið ástfóstri við þegar fyrir tuttugu árum. í þessu landi hefði hann kvænzt og þar hefði hann ákveðið að dvelja, enda teldi hann það sitt annað föðurland. Þessi roskni læknir hét Jóhannes Johannessen. Mr etta voru erfiðir tímar og allir áttu við miklar hörmungar að stríða og voru eins og milli tveggja elda. Þjóðverj- ar og ítalir höfðu skipt landinu á milli sín og komið á stjórn ógnar og útrým- ingar. Fasistastjórnin í Króatíu hóf út- rýmingu Serba og grísk-kaþólskra þar í landi. Hinn gróðursæli dalur, Vojvodina, var hernuminn af Ungverjum, júgó- slavneski hluti Makedóníu af búlgarska Meðfylgjandi mynd var tekin á l.andakoti árið 1912 af Guðmundi Magnússyni, lækni, og aðstoðarfólki hans. Jóliannes Johannessen var í þeim hópi. Talið frá vinstri: Hinrik Erlend sson, læknir, systir, Matthías Einarsson, læknir, Guðmundur Magnússon, Jóhannes Joliannesscn og Sveinn Valdimarsson, k andidatar. „Sjúklingurinn“ er Konráð Konráðsson, læknir. keisaranum Boris, en Dalmatíu og hluta af Slóveníu höfðu ítalir hernumið. í Serbíu hafði. kvislingurinn Nedic hers- höfðingi boðið hinu þýzka hernámsliði fullan stuðning við að hneppa hans eigin þjóð í þrældómsfjötra. Útlagastjórnin og Pétur konungur höfðu flúið til London og skilið land og þjóð eftir til að mæta eigin örlögum sínum. f krafti hins forna orðtaks „divide et impere“ höfðu hernámslið Þjóðverja og ítala blásið í eld ósamkomulags milli hinna ýmsu þjóða og trúflokka. Þetta var þeim auðvelt þar sem í Júgóslavíu búa margir þjóðflokkar með ólíkar menningarerfðir og mismunandi trúar- brögð. Þar búa grísk-kaþólskir, róm- böndum sameiginlegra örlaga og sömu frelsisþrá. Þegar svo innrásaraðilarnir töldu sundrungu landsfólksins fullkomnaða og stjórna mætti hinum þrælkuðu þjóðum með fámennum her, hófst uppreisnin. Hinn 6. júlí 1941 í borginni Bela Crkva um 100 kílómetra frá Belgrad ómaði bergmálið frá fyrsta skotinu í uppreisn- inni. Skæruliðahreyfingin undir stjórn Josips Broz Títós fór eins og alda yfir Serbíu og þaðan til Króatíu, Slóveníu, Makedóníu og náði fljótlega til svo að segja alira landshluta. í stað deilna og ósamkomulags milli mismunandi þjóða hvatti Tító til gagnkvæms skilnings milli bræðraþjóða og sameinaðrar baráttu Jóhannes Joliannesscn. Myndin var tekin skömmu eftir að liann kom til Serbíu. versk-kaþólskir, mótmælendur, Múha- meðstrúarmenn og Gyðingar. Þetta ástand leiddi til bræðravíga og skipting- ar landsins. Innrásaraðilarnir komu þannig á sundrungu landsfólksins í sið- ferðilegum og andlegum efnum, en þess- ar mismunandi þjóðir voru þó tengdar gegn sameiginlegum óvinum, þ.e. þriðja ríkinu og fasistaríkinu Ítalíu. Hann hvatti til umburðarlyndis í trúarlegum efnum og jafnréttis trúarbragða í stað tiúarbragðastyrjalda. Hann hvatti og til samstöðu allra friðelskandi þjóða og lét í ljós þá skoðun að Júgóslavía ætti að leggja af mörkum sinn skerf í baráttu þeirra gegn sameiginlegum óvinum, fasistum og nazistum. Þessi boðskapur féll í góðan jarðveg hjá þjóðum landsins, sem voru í heljarklóm hernámsins. Upp- reisnin breiddist út um allt landið og endurlífgaði þrá þjóðarinnar til að lifa frjálsu lífi. Hún varð fólkinu til hvatn- ingar, reisti við hina föllnu sjálfsvirð- ingu þjóðarinnar. Þjóðin hafði nú gert hernaðaráætlun með félagsmálalegu innihaldi. Hið skjóta fall konungdæmisins hafði komið sem reiðarslag yfir þessa þjóð, sem ávallt hafði verið stólt af hernaðarfrægð og frelsisunnandi sál sinni. Sú staðreynd að ríkið hrundi eins og spilaborg, jafnvel áður en fyrsta orr- ustan hófst, kom fólki til að fyrirverða sig og fullvissaði það um að það hafði verið rotið. Þá fyrst er ríkið var hrunið varð fólkinu ljóst það félagslega rang- læti, mútur og önnur spilling sem við- gengizt hafði. Þjóðin, sem barizt hefur fyrir frelsi sínu í margar aldir og náð þessu frelsi smátt og smátt úr höndum Tyrkja, Þjóðverja og annarra innrásar- aðila, hafði nú séð hið rétta andlit kon- ungdæmisins. Fyrrverandi ráðherrar voru fljótir að bjóða nazistum þjónustu sína og tóku þátt í því að ógna sinni eigin þjóð. Nedic hershöfðingi, sem ver- ið hafði átrúnaðargoð þjóðarinnar, heils- aði Þjóðverjum í auðmýkt rétt eins og liðþjálfi. Þegar þannig var ástatt, eins og hér hefur verið lýst, kom roskni læknirinn Johannessen til skæruliðanna. Sennilega hefðu gjörðir hans ekki skilizt að fullu á hinu fjarlæga ættlandi hans, Islandi, en þessi maður, sem barizt hafði með Serbum í fyrri heimsstyrjöld sem lækn- ir með liðsforingjatign og hafði áður orðið vitni að falli hins sama innrásar- aðila, þekkti gjörla hina serbnesku þjóð og hennar réttlætiselskandi sál. Enda þótt hann væri roskinn að árum, bauð hann fram þjónustu sína öðru sinni og svaraði á þann veg rödd hjarta síns. Fyrirliðar skæruliðasveitarinnar buðu hann hjartanlega velkominn, en á þess- um tíma voru mjög fáir læknar meðal 36. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.