Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 4
egar Colosseum var vígt, voru 5000 dýr drepin og 1000 manns. Ekki var nú vígslan Ijót, en þetta þótti nú skemmtun í þá daga. Þangað til á áttundu öld- inni var venja að segja í Róm: „Á meðan Colosseum stendur, skal Róm standa. Þegar Colosseum fellur, fell- ur Róm. Og þegar Róm fellur, þá er heimsendir í nánd“. tært og í Napoli eða Konstantínopel eða við Miðjarðarhafið. Alls staðar er eitt- hvað til að vekja athygli, t.d. minnis- merkin, sem eru alls staðar úr marmara og kannski myndastyttur og heil hús eins og minnismerki Viktors Emanúels konungs, sem er eins og 6—7 tasíuhús á hæð, allt úr grárósóttum marmara, með mörgum logagylltum bronslíkneskj- um, sem glóa eins og gull. Þar eru foss- ar beggja megin við, því vatnið er alls staðar til prýðis, bæði fossar og gos- lækka á lofti. Það var dýrleg sjón að sjá vestur yfir borgina. Uppi á hæðinni eru stórir „parkar", lystigarðar. Þar eru bekkir um allt og fólkið situr og stendur þar í þúsundum í forsælu trjánna og blómabreiðurnar allt í kring. Hér blómg- ast murtus vær og lártréð hátt. Sömu- leiðis pálmarnir. Falleg minnismerki eru víða. Á einum stað er dóttir Faraós með Móses sem barn í körfu á ofurlítilli tjörn. Söguna kannast menn við. F • i ynr norðan Rom eru afar stórir skemmtistaðir. Þar eru svæði auð, þar sem verið er að leikjum, en mest er þar skógi vaxið, víða eru laufhvelfingar yfir höfði manns, þegar gengið er eftir stíg- unum. Víða eru smátjarnir og blóma- breiður, svo að ilmurinn fyllir loftið. Þar úti var líka fjöldi fólks að ganga sér til skemmtunar í sólskininu. Ég fór að hugsa, hvort hér væri annar Eden, því það var eins og hér væru tóm nýgift hjón sem ég mætti, og allt leiddist. Þarna er stórt listasafn. Það er eitt fal- legasta safnið, sem ég sá í Róm, heitir Villa Borghese. Þar er margt eftir Tizian málara, Rafael o. m. fl., sem engir klauf- ar voru taldir. Húsið sjálft er svo skreytt, að það er varla hægt að láta sig dreyma um slíkt. Þarna fyrir norðan Róm eru líka Katakompurnar svokölluðu og graf- hvelfingar Kalixtusar helga, þar sem þeir fyrstu kristnu héldu guðsþjónustur sínar, gjörist í tíð Faraóanna austur í Memfis og Þebu. Músíkin er eftir Verdi. ar eru margar senur fallegar. Fyrst sér í sal í höllinni í Memfis, súlna- gangur til beggja hliða með líkneskjum og stórum plöntum. Á bakvið sést hlið og í gegnum það musteri, hallir og pýra- mídar í Memfis. Söngvararnir voru aðal- lega þrír, tvær stúlkur og einn karlmað- ur. Þau sungu eins og englar. Ég hef ekki heyrt slíkan söng. Svo var söng- flokkur, kór um 80 manns með alls konar strengjahljóðfæri og horn. Stelp- urnar hétu Ágústa og Fanney, pilturinn Anton. Ég vildi, að þau væru komin, greyin, til að syngja fyrir okkur. Ég var ekki að hugsa um neitt annað. Alveg ætluðu ítalarnir að verða vitlausir af fögnuði, þegar leikurinn var búinn og stelpurnar komu fram á senuna. Fagn- aðarlætin ætluðu aldrei að enda. Þeir eru örgeðja, Suðurlandabúarnir, og glað- værir. Þetta, sem sagt er, verður nú að nægja um Róm, þótt það sé aðeins smá- punktar og margt eftir. Auðvitað hef ég dvalið við björtu hliðarnar. Það var ekki erindi mitt að leita að skuggunum. Þrátt fyrir það veit ég, að þeir eru til. Andstæður stórborg- arlífsins eru stórkostlegar. Þegar ég fór frá Róm til Napoli, kom ég á járnbraut- arstöðina kl. 12 að nóttu. Þá sá ég hryggi- Um Forum liggur vegurinn Via Sacra, hinn helgi vegur. Hann gekk Caesar og senatorarnir til Palatinhæðarinnar. Þar eru 66 töppur upp að ganga. Þar eru keisarahallirnar gömlu allt í kring. Þar bjuggu hinir vitru og voldugu keisarar, sem allt gátu gert, sem þeim sýndist. Valdið gerði þá vitlausa. Caligúla gerði hestinn sinn að konsúl og lét dýrka sig eins og guð. Hann óskaði líka að öll höfuð Rómverja sætu á einum hálsi, svo að hann gæti höggvið þau af í einu höggi. „Og mikinn listamann missir heimurinn, þegar ég fer“, sagði Neró. Það voru orð að sönnu. í söfnunum hafa svo Rómverjar haus- ana og líkneskin af þessum körlum úr marmara. Nú, þeir voru nú sumir góðir. Árið 79 var Títus keisari. Þá gaus Vesú- víus og eyðilagði borgirnar Pompej, Her- ÞRIÐJI HLUTI culanum og Stabiæ. Þá var neyð mikil í Ítalíu, en Títus hjálpaði öllum, sem hann gat. „Þessum degi hef ég glatað", sagði Títus, ef hann hjálpaði ekki einhverjum. í úthverfi Palatínhæðanna er Cirkus Maximus. Þar eru rústir af gömlu leik- húsi. Þar í einum stað er líka sýndur bústaður Rómúlusar, sem fyrstur ríkti í Róm, steinklefi í jörðu niðri. Svo eru hof og musteri guðanna alls staðar, bæði hér og þó einkum á Forum. Musteri Vestu, Venusar og Róma, Appollo o. m. fleiri. Ef til vill hafði ég ekki meira gaman af að sjá neitt í Róm en þessar fornu rústir með öllum þeirra fornmenjum. Það er líka eins og hin þögula helgi sög- unnar hvíli yfir þessum stöðum og hrífi menn með sér. Maður hlýtur að minnast þeirra atburða, sem hér hafa gerzt, að því leyti sem þeir eru manni kunnir. Nú er allt þetta svæði friðað og afgirt. Þar er engin byggð. Það er því allt vafið feg- ursta gróðri innan um rústirnar. Verðir standa við hliðin og enginn fær inn- göngu, nema hann greiði sitt gjald. að er ekki eins gaman að fara um nokkra borg og Róm, út um göturn- ar og svo umhverfið. Það verður alltaf eitthvað nýtt á veginum, eitthvað furðu- legt, eitthvað stórfenglegt og fallegt. Hér er líka miklu tærara loft en í borgum Norður-Evrópu, þó að það sé ekki eins brunnar. í einum stað er gosbrunnur, sem spýtir vatninu vel upp fyrir hæstu •hús. Þar stendur vatnadísin og bunan stendur upp úr kjaftinum, en fjórar aðr- ar likneskjur eru í kring, sem líka spýta vatni. En frá hringnum í kring koma milli 70 og 80 hringmyndaðar bunur í boga upp í skálina. f gegnum eina hæðina eru grafin jarð- göng. Þar ganga sporvagnar í gegn. Þau eru um 250 fet á lengd, en 12 á breidd. Öll hvelfingin er úr marmaraflögum, ferhyrndum og glansandi eins og gler. Það er því afar einkennilegt að sjá per- spektívið eða fjarvíddina. Það er að sjá eins og hver geislahringurinn sé innan í öðrum, eftir því sem fjær dregur aug- anu. Þegar kemur gegnum göngin eru 52 steintröppur upp á hæðina til vinstri. Þar er lystigarður uppi yfir göngunum með stórírjám. Vestur í borginni er Spánska plássið, svokailaða. Þar er gengið upp á mikla hæð, kallað upp Spönsku tröppurnar. Ég kom þar um kvöld. Sól var farin að og voru þeir grafnir þar. Norðan við Róm eru líka Campanihæðirnar. Þar vex vínviður mikill. Sabina- og Albanafjöll- in eru þar og norðan og austan við borg- ina. Þar er gott útsýni og fallegur gróð- ur. Það eru nóg leikhús í Róm. Ég kom í eitt. Það var stærsta óperan, Teatro Con- stanzi. ítalskur söngur er annálaður, og það er líka að verðleikum. Málið er hljómfallegt og þjóðin er afar söng- hneigð. Allt það listræna er einkenni ítölsku þjóðarinnar. Leikhúsið var all- stórt. Það tók um 2600 áhorfendur. Þar voru um 14 sætaraðir á gólfi og 12 sætahringir hver upp af öðrum. í hvert sæti var skipað. Húsið var skrautlegt, sérstaklega hvelfingin eða hljóðkastar- inn, sem dreifir hljóðinu um húsið, kast- ar því á brennipunkta elipsunnar, sem eru mitt á milli enda og miðju. Það var ljósblá hvelfing með fögrum málverkum, en efst var afarstór perlukúla, sem raf- Ijósin glitruðu í með öllum regnbogans litum. Söngleikurinn var Aida. Hann £v' lega sjón. Menn svo hundruðum skipti lágu um gólf og bekki. Þeir sváfu þar og hnipruðu sig hver að öðrum í nætur- svalanum á steingólfinu. Utan á þeim héngu þær örgustu tuskur, sem ég hef séð, sem ekki huldu nektina. Þetta er argasta sorp þjóðfélagsins, fólk, sem lifir á betli og stuldi, á hvergi heima og sést ekki á daginn. Það er of ljósfælið til þess. Svo hópast það saman á nótt- unni, þar sem það getur fengið skýli. 68 klukkustundir, án stanza, er hægt að fara frá Kaupmannahöfn til Rómar, en milli Rómar og Napoli er 7 tíma ferð. Leiðin liggur milli og í gegnum Albana og Sabínafjöllin. Þar eru suður Campaníahæðirnar eða Napoli-Camp- anía. Þar er fegursta land Ítalíu. Þar er allt safnað saman, sem fegurst er af gróðri á jörðu hér. Suðurlandaávextir vaxa hér og það glitrar á þá í gegnum dökkgrænt laufið, eins og á daggardropa á blómi í sólskininu. Hér er það, sem „gul sítrónan grær, og gulleplið í dökku Framhald á bls. 13. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 36. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.