Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 9
Afríkustúdentar í heilaþvotti Um 21.000 útlendir námsmenn — helmingur frá löndum í Afríku, Asíu og Súður-Ameríku — stunda nám í háskólum og tækniskólum Sovétríkj- anna á styrkjum, sem sovézk yfirvöld. veita. Sumir — þar á meðal liöfundur greinarinnar — hafa haft næsta litla ánægju af dvölinni, enda var Nyangira einn af 29 stúdentum frá Kenya, scm rússnesk yfirvöld sendu heim, áður en námstími þeirra var á enda. (Greinin er endurprentuð úr New York Times Magazine). S kortur á æðri menntastofnunum í Afríkulöndum hefir í för með sér, að afrískir stúdentar leita sér framhalds- menntunar erlendis. Árið 1964 bauð sovétstjórnin yfir- völdum í Kenya allmarga námsstyrki, og hlaut ég einn þeirra. Áður en við fórum til Sovétríkjanna í leiguflugvél 30. sept- ember 1964, voru okkur gefnar fáeinar leiðbeiningar. Við vissum það eitt, að við átt.um að stunda nám í Sovétríkjunum, en hitt vissum við ekki, við hvaða há- skóla yið mundum stunda námið. Ýmsir embættismenn menntamálaráðu neytisins ávörpuðu okkur á flugvellin- um við brottförina. Þeir sögðu, að skylda okkar væri að fara og læra, snúa heim aftur með nauðsynlega menntun, sem kæmi landi okkar að gagni. Þegar hver maður sté upp í flugvélina, vissi hann, í hverju skyldur hans voru fólgnar. Flugið frá Nairobi til Moskvu tók hálfa 14. klukkustund. Eftir hálfrar- annarrar stundar bið á flugvellinum við Moskvu, héldum við til stúdentagarðs, þar sem við bjuggum í tvær nætur. Þegar við komum í stúdentagarðinn, urðum við að skipa okkur í röð og af- henda vegabréf okkar. Síðan hófst eins- konar samtal. Spurningarnar voru á þessa leið: „Hver sendi þig hingað? Var það ríkisstjórn þín, flokkurinn eða verka lýðsfélag? Hvað langar þig til að læra?“ Þegar við höfðum svarað þessum spurn- ingum og svörin verið skrifuð niður, voru okkur fengin vegabréfin ásamt rúblu fyrir morgunverði og fórum síðan að hátta. Síðasti maður var búinn klukk- an fjögur að morgni, hálfri sjöttu stundu eftir að við komum til Moskvu. Morguninn 2. október var okkur sagt, að við ættum að fara til Bakú. Lestar- ferðin þangað tók 33 klukkustundir. Bakú er í meira en 1600 km fjarlægð frá Moskvu. Hún er á strönd Kaspíahafs og höfuðborg í Azerbaidsjan-lýðveldinu, einu fimmtán lýðvelda innan Sovétríkj- anna. Borgarbúar eru um 1,5 milljón og borgin er mjög gömul. Það fyrsta, sem við tókum eftir, var óhreinindin á göt- unum, því að þær voru alþaktar pappír og sorpi, auk fátækrabygginga, sem sum ar voru reistar úr sólþurrkuðum tígul- steini. egar lestin rann inn á járnbraut- arstöðina í Bakú kl. 1 e.h. 4. október, var okkur fagnað af miklum mannfjölda, sem við fréttum síðar, að var í Æsku- lýðsfylkingu kommúnista og bar spjöld. Á sum var letrað: „Velkomnir til Bakú hinnar sólríku“ og „Til helvítis með ameríska heimsvaldastefnu“. Við vorum reknir upp í almennings- vagna, sem biðu eftir okkur, og fluttir til hvítkalkaðra stúdentagarða, sem voru enn blautir af kalki. Fjórir voru settir í hvert herbergi, sem vorú 3,6 m á hvorn veg. Tjöld voru engin fyrir g'luggum. Á hverju rúmi var dýna, á- breiða og tvö lök. Þá var þarna eitt borð, skápur og fjórir stólar. í stúdentagörðunum voru engin böð. Vildi maður komast í bað, varð maður að ganga til baðhúss í rúmlega 3ja km fjarlægð, þar sem maður varð að greiða 15 kopeka fyrir baðið. Þvottahús eru Nikolas Nyangira engin, og hver maður verður að sjá um þvott sinn sjálfur. Við fengum 80 rúblna styrk á mánuði. Af honum urðum við að greiða húsaleigu (tvær rúblur), fæði, bækur og annað, sem við þörfnuðumst. Styrkur þessi rejmdist harla lítill, því að til að fá almennilegt viðurværi verða stúdentar að greiða um þrjár rúblur á dag. Matur var af skornum skammti, einkum kjöt, smjör og sykur. Gæði neyzluvarnings voru harla léleg. Matarskorturinn var einkum áberandi á kvöldin, því að þá höfðu matsölustaðirnir ekkert nema lé- legt brauð. I matsalnum skipar maður sér í röð, tekur matinn, gengur til gjaldkerans og greiðir fyrir sig. Fyrir kom, að sovézk- um stúdentum væri sinnt fyrr í matsal skólans. Það kom venjulega fyrir, þegar skortur var á mat. Engar reglur voru um klæðaburð í matsalnum. Stúdentar fara til máltíða í náttfötum eða yfirhöfn um. Matarskorturinn varð til þess að við neyttum eingöngu brauðs. Þjónustan í veitingahúsum var jafn- léleg. Ég minnist þess, að ég fór einu sinni í veitingahús, sem hét Kel-Gel, þar sem ég pantaði hrísgrjón með kjöti, en var sagt, að það væri búið. Þegar sov- étborgari kom inn 10 mínútum siðar, meðan ég sat enn við borðið, án þess að mér væri sinnt, bað hann um sömu máltíð, hrisgjón með kjöti, og fékk hana. Þessa voru mörg dæmi, ekki aðeins í veitingahúsum heldur og í verzlunum. Þetta misrétti var framið á öllum opin- berum stöðum, þar sem blökkumenn voru alltaf hafðir út af fyrir sig. Leigu- bifreiðar neituðu að flyta okkur. c LJ vo að horfið se aftur til komu- dagsins til Bakú, þá gerðust ýmis smá- alvik, sem við veittum enga athygli í fyrstu. Vegabréf okkar voru tekin af okkur og í staðinn fengum við persónu- skilríki. Ef maður fór í heimsókn í ann- an stúdentagarð, varð maður að skilja persónuskilríkin eftir hjá konunni, sem gætti dyranna þar. Þegar maður kom í háskólann, varð maður að sýna persónu- skilríkin á hverjum morgni. Háskólinn í Bakú er mjög gamall, sóða legur, illa búinn og þrengsli mikil. Borð- in í kennslustofunum voru lélegri en nokkur þeirra, sem ég hafði séð í hinu „vanþróaða" landi mínu. Hurðir voru engar fyrir salernum, engar þvagskálar og jafnve) engar rýjur til að þurrka af töflunum. Við hreinsuðum þær þá með einhverri tusku eða pappirsslitrum. Til dægradvalar er aðeins hægt að fara í kvikmyndahús eða ganga um skemmti- garðana — stúdentar hafa hvorki tóm- stundaathvarf né geta þeir stundað leiki. Þegar sumir stúdentanna sáu, hvernig ástatt var í háskólanum, óskuðu þeir að komast aftur til Moskvu. Þeir leituðu til forseta undirbúningsdeildar, sem ræddi málið við rektorinn og neitaði þeim síð- an um fararleyfi. Alþýðumaðurinn í Mið-Asíu veit ekk ert um það, sem gerist utan Sovétríkj- anna. Einu erlendu blöðin, sem við feng um í Bakú, voru kommúnistablöð frá öðrum löndum. Fáfræði landsmanna sést greinilega af þeim kjánalegu spurning- um, sem erlendir stúdentar eru spurðir, til dæmis: „Ertu frá Kína?“ eða „Er Kenya í Nairobi?“ Við furðuðum okkur á lífskjörum sov- étborgaranna. Óskaplegur húsnæðis- skortur (sem ég kynntist bæði í Bakú og Moskvu, þegar ég var þar í vetrarleyfi) veldur þvi, að sovétborgarar verða að búa við ótrúleg þrengsli, og fyrir bragð- ið bjóða þeir útlendingum aldrei heim til sín. Sovézkir unglingar búa hjá for- Framhald á bls. 14. AÐ VERA, EÐA... Unginn mœlti er mændi hann gegnum molað skurn: Að vera eða vera ekki verður spurn. Þú skalt minnast þarafleiðandi þessa, Jón: To be or not to be that’s the question. Við gistum aldrei sömu sæng ó sexappíl. Þó steig ég hjá þér vel í væng með virkt og stíl. KARARKARL að hrasað hafi ég helzti lítið. Helvíti er lífið skrítið. HAUST Regnið dynur durum á dragsúgur í göngum kveður. Veðragrýlur skjæla á skjá í skemmstu máli — skítaveður 1 Á vegferð þinni Gengið hef ég götur fram er vandinn sá með gopans eðli. að velja fljóðið. Freistinganna fyrir regin Að velja fallið eins og nóta slegin. eða velja ekki Helzt það mig nú hryggja fer verður lóðið. í hárri elli: 36. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐ3INS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.