Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 7
Efnt til skáldsagnasamkeppni 1 22 10. — Bókaútgáfan Skálholt h/f, góðan dag. — Er framkvæmdastjórinn, Njörður P. Njarðvík, við? — Andartak .... — I>etta er hjá Lesbókinni, Njörður. Hvað er helzt á döf- inni hjá ykkur um þessar mundir? — Við erum að gefa út tvær Ikennslubækur núna, þ. e. skóla- útgáfu af íslandsklukku Háll- dórs Laxness, og bókina Mál og análnotkun eftir Baldur Ragn- arsson. íslandsklukkan er í þókaflokkinum „íslenzk úrvals- rit“, er hófst snemma á þessu ári með útgáfu Óskars Hall- dórssonar á Hrafnkels sögu Freysgoða. Hverjar viðtökur hlaut Hrafnkels saga? — Ágætar, bæði meðal gagn- rýnenda og almennings, og eig- iniega mun betri en við áttum von á. Hún er nú víða notuð til kennslu í framhaldsskólum. — Hver hefur unnið að út- igáfu íslandsklukkunnar? — Ég bjó bókina undir prent- un, ritaði orðaskýringar við bana, og fyrir aftan hvern kafla eru sérstakar spurningar eða verkefni til þéss að kenna nem- endum eða öðrum lesendum að veita fyrir sér og brjóta til mergjar bókmenntaleg atriði í ísögunni. Formáii fyrir bókinni er bókmenntaleg ritgero um ís- landsklukkuna, þar sem tínt er til hið helzta, er ætla má að íóiki ieiki forvitni á að vita umfram það, sem í sögunni stendur. Þar er gerð grein fyrir hinum sögulega bakhjalii, og þar eru skilgreiningar á^ fólki og atriðum sögunnar. Ég vil taka það fram, að við erum þakkiátir bæði Halldóri Lax- ness og Ragnari Jónssyni, for- - stjóra Bókaútgáfunnar Helga- fells, fyrir velvilja og áhuga, sem þeir hafa sýnt þessari út- gáfu, en Helgafell hefur útgáfu- rétt á öllum bókum Laxness. — Hvað kom ykkur til þess að ráðast í slíka útgáfa ís- lenzkra úrvalsrita? — Við töldum mikla vöntun vera hér á slíkri útgáfu rita, sem hafa bókmenntalegt gildi, með skýringum fyrir fróðleiks- fúsa lesendur. Þótt bækurnar í þessum flokki séu miðaðar við notkun í skólum, eiga þær að sjálfsögðu einnig erindi við allan almenning, sem áhuga hefur á sígildum, islenzkum bókmenntum og vili fræðast nánar um þær. — Styðjist þið e.t.v. við ein- hverjar erlendar fyrirmyndir? — Bækurnar eru sniðnar eft- ir sænskri fyrirmynd. í Svíþjóð standa samtök móðurmálskenn- ara fyrir mjög umfangsmiklum flokki bókmenntarita í ' skóla- útgáfu, sem hið þekkta forlag Bonniers gefur út. Mörg hundr- uð rit hafa komið út í þessum útgáfuflokki þar. — Og hin bókin í þessum flokki nú? — Mál og máinotkun eftir Baldur Ragnarsson, kennara, er nýkomin út, og tel ég þá bók töluverða nýjung í kennslu- bókagerð á íslandi. Þetta mun vera fyrsta bókin, sem veitir leiðsögn í meðferð ritaðs máls. Höfundur hugsar sér hana sem tilraun til þess að brúa bilið, sem nú er milli málfræðináms og bókmenntalestrar í fram- haldsskólum. Af efnisþáttum má nefna: markmið málsins, orð og tilfinningar, réttmæti fullyrðinga, áróður, samlíking- ar, hlutlæg orð og huglæg, sér- tæk orð og almenn, ritgerða- smíð, stíll, orðtök og málshætt- ir. Bókin er ætluð til skólanotk- unar og skrifuð með þarfir skóla aðallega í huga, en ég álit, að flestir hafi gott af að lesa hana, því að hún vekur menn mjög til umhugsunar um vöndun málfars. Hún er þegar notuð víða í gagnfræðaskólum og öðrum framhaldsskólum, en einkum má segja, að hún sé miðuð við seinasta hluta gagn- fræðastigsins. — Hefur verið ákveðið, hverjar bækur koma næst út í þessum flokki? — Á næsta ári er ætlunin, að út komi tvær bækur í þessum bókafiokki. Það eru Gunn- iaugs saga ormstungu, sem Óskar Halldój-sson sér um, og íslenzk skáldsaga frá eftir- stríðsárunum. — Hvaða bækur sendið þið á jólamarkaðinn? — Fyrst er að nefna skáld- sögu af léttara tagi, ,,í skjóli nætur“ („Five Coaches Wait- ing“) eftir brezka rithöfundinn Mary Stewart. Þýðandi er Magnús Torfi Ólafsson. Skáld- konan er mikill „metsöluhöf- undur“ í Bretlandi og á megin- landi Evrópu, en þetta er fyrsta bók hennar, sem út kemur á íslenzku. Sagan fjallar um unga, brezka stúlku, sem ræður sig að frönsku óðalssetri. Eig- andi þess er ungur drengur, og kemst stúlkan brátt að raun það, að fósturforeldrar drengs- ins hafa í hyggju að ráða hann af dögum. Segir sagan siðan frá öfvæntingarfullri baráttu stúlk- unnar fyrir lífi drengsins. Þá er fyrirhugað að senda aðra bók út fyrir jól, en ekki er enn fullvist, hvort af því getur orð- ið. í þá bók skrifa fjórtán höí- undar um jafnmarga isienzka myndlistarmenn. Margar ijós- myndir verða í bókinni, en ekki af listaverkum, heldur iista- mönnunum sjálfum ag um- hverfi þeirra. — Nokkuð annað í fréttum? — Skálholt h/f hefur ákveð- ið að efna til skáldsagnasam- keppni. Skilafrestur er til 1. september 1066, og verðiaun eru 100 þúsund krónur. í dóm- nefnd eru dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, Hannes Pétursson og ég. arna með tvö lög Kansas ity Star og Guess I’ll pick p my heart. Fyrra lagið íinnir örlítið á hið frábæra ig hans King of the Koad Svona er á síld), sem náði íetsölu sl. vor en síðara lag 3 á þessari plötu er faiieg- ur rólegur vals, ekki ósvip- aður hinum hægu völsum, sem Jim Reeves söng svo vel. Roger Miller er senni- lega hæst skrifaður allra í USA í C&W- (Cowboy & Western) músik um þess- ar mundir. Hann semur lög þau, sem hann syngur inn á hljómplötur sjálfur og eru mörg þeirra hreint afbragð. Á miðju sumri sló hann enn í gegn og þá með laginu Engine, engine no. 9. Hann er skemmtilegur söngvari með djúpa rödd og texta- framburður sérlega greini- legur. Lestina reka svo hinir brezku Peter og Gordon með lögunum I told you so og To know you is to Iove you. Þeir félagar eru mjög vin- sælir í Ameríku og seljast piötur þeirra betur þar en í Englandi. Bæði þessi lög eru mjög vel sungin og hefur plata þessi reyndar náð sér- lega góðri sölu hér á landi. essg. NÝJAR PLÖTUR. Allmikið kom af nýjum tveggja laga plötum í HSH, Vesturveri fyrir skömmu. Plötur í HSH eru yfirleitt pantaðar í Am- eríku, svo að þær eru að jafn aði heldur lengur á leiðinni en í aðrar hljómplötuverzl- anir, en hinsvegar eru þar yfirleitt góðar plötur, því að verzlunin pantar aðeins plöt- ur, sem komizt hafa í listana yfir metsöluplötur í Eng- landi og USA. Þarna eru þá fyrst hinir amerísku Beach Boys með lagið sitt California Girls, skemmtilegt lag, sungið i falsettu-stíinum, sem svo mjög einkennir þá félaga. Beach Boys eiga stóran að- dáendahóp hér á iandi, svo að þessi plata er sennilega kærkomin. Þá er það hún Joan Baez, sem stöku sinn- um hefur verið minnzt á i þessum þáttum. Hún er með lögin Thcre but for fortune og Daddy you been on my mind. Þjóðiagamúsik ec þeg- ar orðin nokkuð vinsæl hér svo að þessi ágæta plata ætti að seljast vel, þó að bæði séu lögin róleg. Svo eru það hjónin Sonny og Cher með einstaklega gott lag eftir Sonny, það heitir Baby don’t go. Þetta er með því bezta, sem ég hef heyrt þau gera. Og þetta eina lag á víst að nægja til að selja plötuna, þvi að hitt iagið er leikið af hljómsveit og heldur þunnt. Svo er Sonny einn á annarri plötu og þar syngur hann lagið Laugh at me, sem hann samdi þegar hlegið var að honum úti á götu fyrir hárið og klæðnaðinn. Þetta lag seldist all vel í Ameriku og mun sennilega gera hér, því að þau Sonny og Cher hafa á stuttum tima aflað sér mik- illa vinsælda meðal unga fólksins hér á landi, það sannar hin mikla sala á plöt- um þeirra, þær stanza ekki í hljómplötuverzlunum. Síðan er Roger Miller 36. tbl. 1965 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.