Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 2
Bókin „The Ugly American“, sem blaðamennirnir Led- erer og Burdick gáfu út í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum árum, vakti mikla athygli, umtal og deilur víða um heim, en í bókinni var stefna Bandaríkjanna í Asíu metin og vegin — og oft léttvæg fundin. Ein söguhetjan nefnist Edwin Barnum Hillandale, ofursti í bandaríska flug- hernum. f sögunni er sagt frá því, hvern ig hann ávann sér hylli Filippseyinga með því að koma fram við þá sem al- gera jafningja. í einum kaflanum er sagt frá því, þegar Hillandale fór eitt sinn út í lítið sveitaþorp á eynni Luzon, settist á vegarbrún og tók að leika á munnbörpu. Þorpsbúar þyrptust að og hlustuðu á. Hillandale spurði þá, hvers vegna þeir syngju ekki með, og innan skamms voru allir farnir að syngja þjóð- visur með Hillandale sem .forsöngvara, en hann kunni mállýzku þorpsbúa. Um hverja helgi kom ofurstinn í heim- sókn til þorpsins og söng og drakk með íbúunum. Hann varð náinn vinur þeirra, og við næstu forsetakosningar á Filipps- eyjum hlaut Magsaysay, vinur Hilland- a'es, 95% atkvæða í þorpinu. Magsay- say var hlynntur Vesturveldunum, enda kölluðu kommúnistar hann aldrei ann- að en „Kanalepp“. f bók þeirra Lederers og Burdicks er gert gys að mörgum bandarískum sendi mönnum í Suðaustur-Asíu, og margir þeirra eru næstum því nefndir á nafn. Hillandale er einn hinna fáu, sem höf- undarnir skrifa vel um, og raunveru- legt nafn hans er Edward G. Lansdale. f -»J ansdale hegðaði sér 1 raunveru- leikanum eins og Hillandale í bókinni. í höfuðborg Filippseyja, Manila, könnuð- ust ailir við hann. Stjórnmálamenn og menntamenn báru virðingu fyrir hon- um og kölluðu hann Don Edward. Bíl- stjórar, götusalar, þjónar og yfirleitt allur almenningur nefndi hann „Ameri- cano Illustrado“. — I bandaríska sendi- ráðinu var hann hins vegar kallaður „Crazy Lansdale“, að sögn. Hilíandale var því ekki nein söguhetja sem höfundarnir höfðu fundið upp. Hann var raunverulega til, og hann er enn á lífi og í fullu fjöri, — að þessu sinni í Suður-Víetnam. Þar leikur hann hlut- verk „góða Bandarikjamannsins“ innan um samlanda sína og Víetnambúa, sem ýmist telja hann kolvitlausan eða stór- hættalegan. E. G Lansdale er nú hershöfðingi í bandaríska varaliðinu. Hann hefur ný- lega verið sendur til Suður-Víetnams sem sérstakur ráðgjafi Cabots Lodges, bandaríska sendiherrans í Saígon. Koma hans til Víetnams hefur þegar valdið jafn miklu fjaðrafoki hjá vissum aðilj- um og dvöl hans á Filippseyjum á sín- um tíma. H ann er nú 54ra ára gamall. Þeg- ar heimsstyrjöldin siðari skall á, var hann foringi í varaliðinu, sérfræðingur í íót.gönguliðshernaði, en áður hafði hann gegnt þjónustu í flughernum. I sryrjöldinni var hann upplýsingafulltrúi í Asiu, þar sem hann fékkst við ýmis- leg víðfangsefni, er voru „sérstaks eðl- is“, eins og það er kallað. Þegar styrjöldinni lauk fluttist hann til Fiiippseyja, þar sem hann starfaði ýmist við gagnnjósnadeild bandarísku utanrikisþjónustunnar eða fyrir hina venjulegu Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna. Þar eignaðist hann fjöldamarga vini meðal landsmanna, og einn þeirra var ungur þingmaður að nafni Ramon Magsaysay, sem varð forseti landsins skömmu eftir stríðslok. Fyrstu sjálfstæðisár Filippseyinga eft ir heimsstyrjöldina voru mjög erfið á marga lund. Eitt örðugasta vandamálið var uppreisn kommúnista, sem réðu yfir öflugum sveitum hermdarverka- manna, Huk-sveitunum svonefndu. Kommúnistar réðu yfir miklum hluta landsins, þar á meðal sumum útborgum og úthverfum sjálfrar höfuðborgarinnar. Magsaysay gerði áætlun um það, hvern- ig passari vá yrði bægt frá dyrum þjóð- arinnar, og hafði um gerð þeirrar á- ætlunar svo náið samstarf við Lansdale, að sumir kenna áætlunina við hann frem ur en forsetann. í áætluninni var lögð meiri áherzla á nauðsyn þess að sann- færa skæruliðana, hermdarverkamenn- ina og fylgismenn þeirra um fánýti upp reisnarinnar og að þeir berðust fyrir i'angan málstað, en að sigra þá með vopnum. Engu að síður var gert ráð fyr- ir eClbigu hersins og gagnsókn. „Sát- ftcpðilegur hernaður11 var hafinn, um leið og herinn sótti eftir uppreisnar- mönnum út í frumskógana, og innan skamms var þessi nýja áætlun farin að bera mikinn árangur. L ansdale fór sjálfur ásamt fjölda Filippseyinga, sem þjálfaðir voru til starfans, út á landsbyggðina og talaði við íólkið. Bændur voru sannfærðir um það, að þeir mundu fá land, vatn, bú- pening og korn, ef þeir styddu Manila- scjórmna og hættu öllum stuðningi við uppreisnarmenn. Þeim var einnig heitið verná gegn hefndarráðstöfunum hermd- arverkamanna, og þeim var heitið því að fá að sitja í friði að búum sínum, þegar uppreisn kommúnista hefði verið brotin á bak aftur. Að öðrum kosti mundi langvinn styrjöld verða háð í landi þeirra; synir þeirra mundu falla og jörð þeirra sviðna í átökunum. Þeim var einnig gert ljóst, hvað við tæki, e£ kommúnistar sigruðu: bændur yrðu neyddir til þess að taka upp ríkisbúskap, en bændur á Filippseyjum eru ekki frá- brugðnir stéttarbræðrum sínum ann- ars staðar á hnettinum að því leyti, að slíkt fyrirkomulag vilja þeir ekki kalla yfir sig. Ekki voru allir stjórnmálamenn og herforingjar á Filippseyjum hrifnir af aðgerðum Lansdales og Magsaysays. Flestir bandarískir hernaðarráðgjafar og sendisveitarmenn í Manilu litu einnig með töluverðri tortryggni á starfsemi hans. Hann braut allar reglur og venjur og notaði aðferðir, sem ekki höfðu þekkzt áður. En hverju máli skipti það? Honum tókst það, sem hann ætlaði sér! Lýðræðis smnuðum Filippseyingum tókst undir forystu Magsaysays að reka kommún- ista af höndum sér, og þeir hafa fengið að húa í friði í landi sínu síðan. Almenn- ingur snerist á sveif með stjórninni í Manila, hætti að hlusta á áróður komm- únista og hætti að óttast hefndarráð- stafann ef skæruliðum væri ekki séð fyrir vistum. Að lokum myndaði al- menningur úti um land vopnaðar sveitir hernum til aðstoðar. Hættunni af valda- töku kommúnista var bægt frá. Á Jm- rið 1954 fór Lansdale til Víetnam. Landið var klofið og mergsogið eftir átta ára síyrjöld við Frakka, og Lansdale, sem talar fjöldamörg Austurlandamát og var orðinn sérfræðingur í skæruliða- hernaði og baráttu við kommúnista, átti að leggja sitt af mörkunum í vörninni gegn kommúnismanum. I norðurhluta iandsins rikti alræðisstjórn kommúnista í Hanoi. I suðurhlutanum átti að reyna að koma lýðræði á fót, en allt var í upp- iausn. Vopnaðir sértrúarflokkar, hrein- ræktaðir glæpamannaflokkar, striðs- herrar og herforingjar óðu uppi og réðu yfir víðlendum hlutum landsins, en í borgunum börðust kaþólskir menn, búddatrúarmenn og stjórnmálaflokkar um völdin. Lansdale tók til óspilltra málanna á sama hátt og á Filippseyjum. Þar hafði hann unnið sigur með aðstoð eins manns, Magsaysays, og nú veðjaði hann á Ngo Dinn Diem. Sagt hefur verið, að Diem hafi ekki getao verið án Lansdales, sem hafði mikil og góð áhrif á hann. Diem tókst með ráðum Lansdales að friða landið. Það var ótrúlegt afrek, sem fáir höfðu trúað, að hægt væri að vinna, en stað- reyndin er sú, að innan tiltölulega skamms tíma hafði stjórn Diems tekizt að uppræta hina fjölmennu og velvopn- uðu sértrúarflokka og glæpamannahópa, og nú var hafizt handa um margvíslegar iramfarir í landinu. Árið 1957 var Lans- dale kallaður heim, vegna þess að andúð á honum jókst sífellt meðal bandarískra ráðamanna. Sendiráðið í Saígon gat ekki fellt sig við hann, upplýsingaþjónustan gagnrýndi hann, og meðal bandarískra þingmanna hafði hann aldrei átt vin- sældum að fagna. Andspyrnan gegn Lansdale var orðin svo sterk að lokum að honum var í raun og veru vísað úr landi í Suður-Víetnam. Ekki leið á löngu, unz andstæðingar Diems komust í þá aðstöðu með hjálp bandarískra vina sinna, að fall Diems var óhjákvæmilegt. Vaxandi mótspyrnu mætti Diem a£ hörku og óbilgirni undir lokin, og að lokum var hann veginn, þegar stjórn hans var orðin ráðlaus. Von Diems hafði verið sú að byggja upp þróttmikið þjóð- félag í Suður-Víetnam, en seinustu árum ævi sinnar neyddist hann til þess að verja í baráttu gegn ásókn kommúnista úr norðri og gegn stjórnmálaandstæðing um sínum í Saígon. A. rið 1961, þegar ástandið í Víet- nam var orðið alvarlegt, vildi Kennedy Bandaríkjaforseti senda Lansdale til Framhald á bls. 6. Framkv.s'J.: Sigfas Jónsson. Rltstjórar: Sigurður Bjarnason frá VtEur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstrætl G. Sími 22480 Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavlk. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 36. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.