Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 12
Sjúkrahúsiff sem Jóhannes Johannmssen vann viff í Júgóslavíu. (Ljósm. M. Kojic). skæruliða. Þrátt fyrir alþjóðasamþykktir um hjúkrunarfólk höfðu Þjóðverjar tek- ið marga lækna til fanga. Johannessen læknir fékk skipun um að gefa sig fram við skæruliðadeild, sem kennd var við bæinn Raca. Þetta var deild úr skæru- liðasveit, sem var staðsett í nánd við bæinn Uzice í Serbíu. Þannig atvikaðist það að Johannessen varð skæruliðalækn- ir. Á þessu svæði ferðaðist hann stöðugt á hraðfara næturgöngum til þess að gera að sárum manna og hjúkra sjúkum, jafnt hermönnum og íbúum nærliggj- andi þorpa. Eftir frelsun þessa héraðs tók hann að sér að koma á fót hermanna- sjúkrahúsi þar. Meðal skjala dr. K. hér- aðslæknis þessa héraðs finnum vér skýrslu um heilbrigðismál héraðsins þar sem lesa má eftirfarandi: „.... Ókeypis læknishjálp var veitt öllum án tillits til efnahags. Hinir efna- minni fengu einnig ókeypis lyf, en þau greiddu hernaðaryfirvöld héraðsins. Auk þess sendi ég lækna með sérstökum fyr- irmælum til hinna ýmsu sveitarfélaga. Til Bajina Basta sendi ég íslendinginn Johannessen lækni, sem talaði serbnesku eins og innfæddur“. S em læknir helgaði Johannessen sig af ósérhlífni þeirri köllun að hjálpa hinum særðu hermönnum. Hann eyddi svefnlausum nóttum við hjúrkun þeirra. Hverri frístund fórnaði hann til að hjálpa óbreyttum borgurum án nokkurs endurgjalds. Þess vegna og einnig vegna hins, að þessi maður fjærst úr norðri hafði tvívegis á ævi sinni gert allt sem hann mátti til hjálpar serbnesku þjóðinni, var hann í ríkum mæli elsk- aður og virtur af hermönnum og óbreytt- um borgurum. Við hljótum að meta dáð hans því meir þegar við höfum í huga að Þjóðverjar fóru ekki eftir á- kvæðum Genfar-samþykktarinnar og höfðu drepið særða menn, lækna og hjúkrunarfólk. Einnig megum við vera minnug þess að Johannessen læknir var 55 ára og starf hans við hersjúkrahúsið hafði í för með sér sífelldar ferðir milli fjarlægra staða. Það hlýtur að hafa ver- ið mikil áreynsla fyrir mann á hans aldri. Johannessen læknir vann við her- sjúkrahúsið í Bajina Basta til nóvember- loka 1941 þegar Þjóðverjar hófu hinar heiftarlegu hernaðaraðgerðir gegn frjáls- um landsvæðum. Gegn hinum takmark- aða fjölda skæruliða í nánd við Uzice — en þar voru aðeins 12 hópar skæruliða — tefldu Þjóðverjar fram 80 þúsund her- mönnum auk flugvéla, skriðdreka, stór- skotaliðs og annarra hergagna. Skæru- liðar urðu að láta undan síga fyrir ofur- eflinu yfir fjöllin til Bosníu, sem er í Mið-Júgóslavíu. Á þessum tima urðu Þjóðverjar að berjast við 64 sveitir skæruliða auk nálægt 20 smærri flokka, alls um 60—70 þúsund manns. Þjóðverjar höfðu stöðvað undanhald skæruliðasveitarinnar, sem hafði verið á ferðinni frá Bajina Basta. Johannessen læknir var með hinum særðu. Þjóðverj- arnir höfðu neytt skæruliðana til að hörfa upp í fjallið Tara og gerðu þeim þar með ómögulegt að komast í sam- band við aðalsveitirnar. Johannessen læknir dvaldi meðal hinna særðu meðan þeir þurftu á hjálp hans að halda, en jafnóðum og þeir náðu sér hurfu þeir hver til síns heima samkvæmt áður gefn- um fyrirmælum ábyrgra leiðtoga. Þessi fyrirmæli giltu einnig fyrir Johannes- sen lækni og fór hann þá aftur til Baj- ina Basta. Hann reyndi að telja Þjóð- verjum trú um að hann hefði hjálpað skæruliðum eingöngu af mannúðarástæð- um, en ekki af stjórnmálalegum ástæð- um. Þegar honum varð ljóst að þeir trúðu ekki framburði hans og höfðu í hyggju að taka hann til fanga, gaf hann yfirlýsingu um það, að skæruliðarnir hefðu skráð hann í sinn hóp eins og þeir hefðu gert við fleiri lækna. Af skjölum, sem fundizt hafa eftir frelsun landsins, er ljóst að Þjóðverjarnir trúðu honum ekki. Johannessen læknir dó í Rekovac í Serbíu árið 1958, svo að ég átti þess ekki kost að ræða við hann sjálfan um þetta mál. Hins vegar hef ég fundið frumskjöl, sem sýna að hinn 9. nóvember hafi öryggislögreglan í Bel- grad, sem vann fyrir Þjóðverja, skrifað læknafélagi Serbiu svohljóðandi bréf: „Vér höfum til meðferðar mál gegn Jóhannesi Johannessen lækni frá Bajina Basta, sem tekið hefur þátt í aðgerðum skæruliða meðan þeir höfðu Uzice og ná- grenni hennar á valdi sinu. Vér biðjum yður að senda oss nú þegar almennar upplýsingar um hann svo og myndir, sem munu vérða endursendar að athug- un lokinni“. L æknafélagið endursendi þetta bréf ásamt eftirfarandi svari rituðu á bakhlið þess: „Jafnframt því að endursenda þetta bréf viljum vér tjá yður að Johannessen læknir er meðlimur þessa félags. Hann ei- flóttamaður frá Debar* og er nú hér- aðslæknir í Rekovac. Hann er fæddur 7. nóvember 1886 á íslandi. Hann útskrif- aðist frá læknadeild háskólans á íslandi. Hann hefur fengið almennt læknisleyfi frá heilbrigðismálaráðuneytinu 8. okt. 1924. Hann kom til Serbíu 1915 með danskri hjúkrunarsveit. Mynd getum vér ekki sent þar sem vér höfum enga“. Því miður vitum við ekki hvort þessi aldni læknir, góði og tryggi vinur Serbíu, hefur verið tekinn til fanga og píndur af lögreglu nazista og kvislingum. Það er ekki hægt að upplýsa þetta þar sem engin skjöl eru til frá þessum tíma um þessi mál og enginn á lífi, sem veitt gæti upplýsingar um það. Jafnvel síðari kona hans, sem hann kvæntist 1945, gat ekki gefið neinar upplýsingar um þetta atriði. Þegar ég heimsótti hana og spurði um þetta, tjáði hún mér að Johannessen læknir hafi verið mjög hlé- drægur maður. Hann talaði ógjarna um þátttöku sína í skæruhernaðinum, hvorki meðan á stríðinu stóð né eftir það. Hann vildi einfaldlega ekki tala um sína eigin persónu. Ef nazistarnir hafa ekki tekið hann til fanga, hlýtur það að hafa verið eingöngu vegna þess að Johannessen læknir var mjög elskaður og virtur af alþýðu manna alls staðar þar sem hann hafði starfað sem læknir. Hann starfaði aðal- lega í fátækum og afskekktum sveitum í Makedóníu. Hann hafði fengið heiðurs- merki frá stjórnarvöldum Júgóslavíu fyr- ir strf5. Johannessen starfaði mikið í Rauðakrossinum og var mikið í sam- bandi við Alþjóðarauðakrossinn. Eftir að júgóslavneski hluti Makedóníu var hernuminn af Búlgörum tókst honum að flýja til Serbíu og mun hann þá hafa notið góðs af sambandi sínu við Alþjóða- rauðakrossinn. Frá Bajina Basta flutti Johannessen læknir til Rekovac árið 1942. Meðan á hernáminu stóð kom hann fram sem heiðvirður og góður þegn * Debar er borg í Makedóníu, sem þá var hernumin af Búlgörum. lnndsins og hafði aldrei neina samvinnu við innrásarherinn. Enda þótt hann hafi stöku sinnum sézt í hópi kvislinga, var ölium mjög vel kunnugt að hann fyrir- leit þá eins og hann fyrirleit hernáms- liðið. Eftir frelsun Júgóslavíu árið 1945 vann Johannessen af ósérhlífni sem lækn- ir, enda þótt hann væri þá orðinn aldr- aður. Hann var einnig mjög starfsamur í félagsmálum. Sveitungar hans dáðust að manngæzku hans og hve reiðubúinn hann var til þess að leggja sinn skerf til endurreisnar landsins. Ég hef talað við margt gamalt fólk í þeim héruðum Makedóníu þar sem Johannessen læknir hafði verið og allt geymir það hinar beztu minningar um hann. Þar var mér sagt um hann: „Hann var mjög góð- ur maður og læknir og hann naut mik- illar virðingar fólks, sem hann um- gekkst“. Prófessor að nafni Nikola Vucinov, sem nú er háttsettur maður í mennta- málaráðuneytinu í Serbíu, var yfirmaður hersjúkrahúss skæruliða í Bajina Basta, þar sem Johannessen vann sem læknir, Hann minnist Johannessens læknis mjög vel enn þann dag í dag. P rófessor Vucinov segir að Jo- hannessen hafi verið trúr sinni köllun sem læknir og hafi unnið að þeirri köllun. sinni að hjálpa sjúkum og særðum af ó- sérhlífni. „Hann einfaldlega vék ekki frá rúmi sjúklingsins og sjúklingarnir elsk- uðu þennan orðfáa hægláta mann“. Hann. segir ennfremur að hann hafi stöku sinn- um hitt Johannessen lækni eftir stríðið og ávallt hafi þeir rifjað upp endurminn- ingar frá þessum stríðsdögum er þeir voru saman í sjúkrahúsinu í Bajina Basta. Johannessen læknir rifjaði upp með mér baráttu félaga sinna af mikilli ánægju þennan tíma, segir Vucinov. Jo- hannessen var einn af hinum fyrstu, ef ekki sá allra fyrsti af erlendum læknum, sem unnu með þjóðfrelsisher Júgóslavíu. Bandamenn létu í té fyrstu læknishjálp sína við skæruliða Títós síðari hluta árs 1943, enda þótt þeir hefðu barizt harðri baráttu hvarvetna í Júgóslavíu frá fyrsta degi innrásar ítala og Þjóðverja. Með þessari baráttu urðu Júgóslavar að- ilar bandalagsins gegn Hitler, en leiðandi stórveldi þess voru Bandaríkin, England og Sovétríkin. Samkvæmt ummælum Churchills hafa Júgóslavar með skæru- hernaði sínum haldið 20 herdeildum þýzkum í Júgóslavíu frá hernámi lands- ins til stríðsloka. Aðstoð Jóhannessens læknis, hins góða vinar frá hinu fjarlæga og fagra íslandi, var okkur mjög dýrmæt, ekki einungis sem læknishjálp, er framkvæmd var a£ ást á starfinu, heldur einnig sem tákn samhjálpar og siðferðilegrar hvatningar til okkar á þessum erfiðu tímum. Sú á- kvörðun þessa manns að hjálpa okkur á þessum tíma ætti aldrei að gleymast. Slík ákvörðun, gerð á þessum tíma, sýndi að hann var reiðubúinn að fórna öllu fyrir málstaðinn, jafnvel lífinu. Her- menn 22. þýzku herdeildarinnar, sem barizt hafði gegn hinu frjálsa landsvæði Uzice, sem áður er sagt frá, frömdu fjöldamorð á hópi særðra skæruliða. Ak- andi á hinum voldugu skriðdrekum sín- um höfðu þeir náð hinum hægfara hópi 300 særðra skæruliða og drápu þá alla með því einfaldlega að aka yfir þá. Við höfum skýrslur um marga menn, sem drepnir voru í þessu fjöldamorði, þeirra á meðal marga lækna og hjúkrunar- fólk. Við slíkar hættur og enda þótt aldraður væri, rétti þessi maður, sonur hins fjarlæga norðurs, okkur hönd sína sem bróðir og læknir og með okkur barð- ist hann fyrir betri framtíð. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 36. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.