Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 6
minni en myndin sem menn höfðu gert sér af honum eftir verkum hans. Það kann rétt að vera, að H. C. Andersen hafi óskað að seinni tíminn þekkti eitthvað meira til hans en verk hans einvörðungu, en hitt má draga í efa, að hann hafi kært sig um að verða afklæddur á almannafæri eins og keis- arinn í ævintýrinu. Það getur fráleitt glætt áhugann á verkum hans að frétta, að kynlíf hans hafi verið afbrigðilegt, og að sumir haldi því fram, að hin ætlaða móðir hans hafi raunverulega alls ekki verið móðir hans. Þetta gæti að vísu kveðið niður það hald annarra, að franskur útflytjandi væri raunveru- legur faðir hans. Þessi útflytjandi var sem sé guöfaðir hans, en hafi móðir hans ekki verið móðir hans, fellur franski útflytjandinn um sjálfan sig! Sumir halda því fram, að einmitt þetta, að skáldið hafi átt aðra móður en þá, sem talin var vera það, og hafi fæðzt í Kaupmannahöfn, sé einskonar skýr- ing á því, að menn hafa ekki enn fund- ið húsið þar sem Andersen fæddist í Oðinsvéum. Vitanlega er það ekki til, ef hann hefur fæðzt í dulsmáli í Kaup- mannahöfn: H. C. Andersen hefur al- drei látið neitt uppi um fæðingarstað sinn, og til þess getur þó verið góð og gild ástæða. En hvað vitum við? H Ivað kynferðismál skáldsins snertir þá má telja það óviðkunnan- legt, jafnvel á okkar opinskáu tímum, að vera að rökræða það efni. Það sem Andersen sjálfur gefur engar upplýs- ingar um verður að vera bannvara, og eins jafnvel sumar þær upplýsingar sem hann hefur sjálfur gefið. Við vit- um af 'bréfaskriftum hans og skáldverk’ um, að hann hefur eitthvað borið við að verða ástfanginn, og við þekkjum líka nöfnin á flestum þeim konum sem hann varð ástfanginn af — þótt hann hafi af einhverjum ókunnum ástæðum hulið eina þeirra nafnleysinu — og við vitum líka að hann hefur brugðizt við kvenlegri nekt með gráti eða yfirliði, eða því sem næst. Ástæðuna vitum við ekki, en lofum því að vera áfram hans einkamál. Annað mál er, að manni verður að halda, að hrifning hans af sumum konunum hafi meir stafað af ytri fegurð en smekk fyrir hinu kven- lega. Til dæmig má lesa í ferðabók hans frá Spáni: „Þessi fegurð andalúsísku kvenn- anna! Við getum orðið hrifnir af dá- samlegri höggmynd, indælli andlits- mynd, en hversu miklu meir af þessari guðdómlegu mynd konunnar! Ég varð alveg undrandi og stóð oft kyrr á göt- unni til að horfa á þessar svífandi og hátignarlegu dætur fegurðarinnar, þessi augu sem skinu undir löngum, svörtum augnahárunum, fíngerðu hendurnar og hinar yndisþokkalegu hreyfingar þeirra með blævængina! Þar kom fram svo mikið af fegurð guðs í manninum. Það var yndislegra en standmyndir og málverk“. Vagn Borge hefur sjálfsagt rétt fyrir sér, er hann í bók sinni um H. C. And- ersen segir, að skáldið „hafi að vísu haft sál, sem gat elskað, en engan Eros, sem gat sigrað“. Að H. C. Andersen hafi ekki verið kynferðislega áhugalaus er vitað af hans eigin minnisgreinum, en þegar því hefur verið haldið fram, að hann hafi verið kynvilltur, þá verður að mótmæla því eindregið. Hefði svo ver- ið, hefði vinur hans, Edvard Collin, aldrei látið Jonas son sinn fara í löng ferðalög með honum. Helweg prófessor hefur einnig bent á, að þetta daufa kynferðislíf hans hefði að vísu getað leitt af sér kynvillu, en það hafi bara ekki orðið. I> " að ma einnig telja til rongunnar frægðinni, að sá aragrúi fólks sem R LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- H. C. Andersen komst í snertingu við — og jafnvel fólk sem móðir hans vann hjá áður en hann fæddist — verður fyrir hverskonar hringsnúningi í birtunni af kastljósi rannsakendanna sem starfa með vísindalegri nákvæmni. Það er auðvitað ágætt, að við skulum hafa fengið að vita, að Andersen bjó á mesta öi'birgðartímabili sínu í Kaupmanna- höfn hjá maddömmu Thorgesen í Mar- hnútagötu (nú Bremerholm), en hvaða þýðingu hefur hitt að vera að rekja upplýsingar um manninn hennar sáluga sem kom þó ekki við sögu skáldsins um- fram það að mynd af honum hékk í setustofu maddömunnar og gaf Ander- sen tilefni til að segja barnalega og viðkvæmnislega sögu af því, hvernig hann klíndi eigin tárum í augun á myndinni svo að sá sálaði gæti mildað sína ágjörnu konu, sem okraði á fæði og húsnæði? Vitanlega er það hér sem annars staðar umhverfið kringum skáid- ið, sem ætlunin er að draga upp, en í rauninni segir það ekkert um líf manns- ins, og því getur það ekki vakið áhuga neins nema þess vísindamanns, sem grefur dýpst niður. En ekki okkar hinna! Og þá getur það ekki heldur vakið áhuga venjulegs lesanda að vita, hvers- vegna Andersen hafi skrifað þetta eða hitt. Til eru ýmsar hártogunar-skýring- ar á næstum öllu, sem Andersen hefur samið, hvort heldur eru ævintýri eða sögur. í einni sögunni á hann að hafa viljað reigja sig gegn fjölskyldunni Collin, í annarri hefur hann (ef til vill) lýst vini sínum Edvard Collin, sem sé í „Skugganum". „Hafmeyjan litla“ segja menn að fjalli um sama Edvard Collin og Andersen sjálfan. Það er vin- armissirinn þegar Edvard kvænist, sem Andersen er þar að lýsa, og sjálfur er hann hafmeyjan. Mjög svo ismeygi- legt og rómantískt, en vekur vart áhuga venjulegs lesanda, sem mundi fara að skellihlæja þegar hann hugsaði sér Andersen, þessa löngu horgrind, liggj- andi í flæðiarmálinu með sporð og star- andi hálflu'ktum augum upp á höllina, þar sem prinsinn gengur að eiga sína indælu brúði; öðru nafni Edvard og Jette Collin! Jafntruflandi fyrir hugarflugið og það getur verið að kynnast höfundi, sem hefur hrifið okkur með verkum sínum, jafnspillandi er það fyrir þann, sem les ævintýri Andersens, að láta hálfan beila sinn glíma við hugsanlegan dýpri tilgang með hinni eða þessari sögu, jafnframt því sem hinn helmingurinn nýtur þessarar ágætu sögu og drekkur hana í sig. Þetta ruglar aðeins fyrir les- andanum, svo að hann hefur af hvorugu neina ánægju. * egar einhver maður kemst jafn- hátt og Andersen komst, fer auðvitað ekki hjá því, að allir þurfi að tala um verk hans, persónu hans og útlit. Þann- ig eru til óteljandi lýsingar á því, hvern- ig ytri maður hans orkaði á aðra — allt frá æsku hans og fram á síðustu ár, þegar eldgamlar konur og karlar hafa fengið tækifæri til að lýsa manninum, sem þau hittu í barnæsku — því að Andersen dó árið 1875 — en samt eru þessar lýsingar gefnar af ótrúlegasta minni. Það er sem sé eitt atriði í röng- unni á frægðinni, að allir vilja ná í einhvern smágeisla af frægðarsólinni, og reyna til þess með því að rifja upp endurminningar, jafnvel þótt þær séu ekki sem hrósverðastar. Ein þessara persóna segir í blaðaviðtali: „flestum fannst hann ekki vera með öllum mjalla“; önnur, 87 ára að aldri, man vel „hvað hann orkaði hræðilega á mig. Hann var langur og mjór og með langa handleggi, sem náðu alveg niður á hné, langar, gular tennur, sem héngu út úr múnninum á honum, og hendur, sem voru á stærð við diska“. Hafi menn öðlazt nægilega frægð eru þeir fyrr eða síðar heiðraðir með stand- mynd. Andersen hefur fengið þær marg- ar og sumar þeirra ágætar. Þó er hin síðasta þeirra óheiðarleg undantekning. Kannski hafið þér hreint ekki séð hana ennþá, en hún stendur á horninu á Ráð- hústorginu og H. C. Andersens Boule- vard í Kaupmannahöfn. Tilgerðarlegt verk í miðjum borgarysnum. Sökum staðsetningar sinnar dregur hún sjálf- sagt til sín fleiri ferðamenn en gamla, viðkunnanlega styttan í Rósenborgar- garðinum. Vesalings Andersen, sem gaf okkur svo mikla fegurð, að þurfa að verða fyrir þessu! RABB SVIPMYND I Framhald af bls. 2. Saígon, en embættismenn í Washington komu í veg fyrir það. Sumir hótuðu jafnvel að segja af sér, ef Lansdale ætti aftur að fá völd og áhrif. Skrifstofuliðið og atvinnu-diplómatarnir höfðu sitt fram, og Lansdale fór hvergi. Nú er hann samt kominn aftur til Suður-Víetnam. Johnson, forseti Banda- ríkjanna, sem líkist Lansdale að því leyti, að hann vill nota óvenjulegar að- ferðir og brjóta gamlar reglur, ef það leiðir til einhvers árangurs, hefur nú barið niður alla mótspyrnu og gert Lansdale af sérstökum ráðgjafa Cabots Lodges, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Víetnam. Talið er, að þessi ráð- stöfun sé að þakka varafoirsetanum, Humphrey, sem er mikill aðdáandi Lansdales og aðferða hans. Verkefni hans er augljóst, en enginn veit nákvæmlega hvernig hann hyggst leysa það af höndum, eða hvort honum muni takast það. Hann er formaður sam- vinnunefndar bandarískra og víet- namskra ráðgjafa, sem á að leggja á ráðin um það, hvernig þorp og sveitir, sem nú eru leynt eða ljóst undir áhrifa- valdi Víetcong-skæruliða, verði unnin til fylgis við stjórnina í Saígon. Sums staðar eiga skæruliðar kommúnista sönnum vinum að fagna í þorpunum, en víðast hvar er ástæðan fyrir einhvers konar stuðningi við Víetcong sú, að fólk- ið þorir ekki annað. Hermdarverka- sveitir kommúnista myrða miskunnar- laust alla þá, sem beita sér fyrir and- stöðu við þá eða stuðningi við Saígon- stjórnina, nema ættingja þeirra á brottu og leggja eld í hús þeirra. Eitt örðugasta verkefnið verður að útvega þeim nægi- lega vernd, sem vilja styðja baráttuna gegn kommúnistum. V T erkefnið er ekki hernaðarlegs eðlis, enda er Lansdale borgaralegur embættismaður. Sálfræðikunnátta, áróð- ur og hinn óvenjulegi persónuleiki Lansdales eiga að leggjast á eitt. Þetta er erfitt verkefni, og hið fáránlega er, að hættulegustu andstæðinga Lansdales er fremur að finna í Saígon en meðal Víetcong-manna, a.m.k. enn sem komið er. Hinir borgaralegu embættismenn segja, að hann hugsi eins og hermaður. Herforingjarnir segja, að hann hugsi eins og stjórnmálamaður. Stjórnin í Saígon óttast, að hann sé að leita að nýjum Magsaysay eða Diem. Lansdale segir í nýlegu hefti banda- ríska tímaritsins „Foreign Affairs“, að 1 þessari styrjöld sé mest komið undir afsíöðu hrísgrjónaræktarbændanna, handiðnaðarmannanna og smákaupmann anna. Hann álítur það ekki aðalverk- efnið sitt að vinna stríðið, heldur að vinna fólkið á sitt band og friðinn þar með. Þótt meirihluti landsmanna vilji með engu móti búa við ógnarstjórn kommunista, og milljónir flóttamanna frá Norður-Víetnam hvetji til virkari baráttu gegn stjórninni í Hanoi, sé það ekki r.óg, meðan meirihlutinn sé óvirkur vegna hræðslu við hefndarráðstafanir og mmnihlutinn kæri sig kollóttan og segi, að Hanoistjórnin geti varla verið verri en sú í Saígon. Framhald af bls. 5. ur hafi einhver áhrif á fylgi flokka, en þaö felst vitaskuld í sjálfri kenn ingunni. Þarna á þvt aö staðfesta núverandi ástand, tryggja óbreytt hlutföll, eöa líklega fremur aö stœkka hinn stóra, en minnka hinn smáa. Á bak viö kenninguna gceg- ist fram heldur ógeöfelldur óska- draumur sósíaldemókrata í Svíþjóð k' um aö „perpetúera“ sjálfa sig og k' gera flokk sinn aö eilífum augna- 7 lcarli % sænskum stjórnmálum. Meö / þessum hœtti vœri lýörœöiö smán- I aö, því aö engum kemur víst til ^ hugar aö kenna slíka tilhögun viö lýöræöi. £ Hér á íslandi hefur Alþýöublaö- iö heimskaö sig á því aö taka upp stuðning viö hina nýju kenningu (sbr. grein í því 31. okt. s.l.), og má þaö næsta einkennilegt heita, svo gerólík sem aöstaöa íslenzkra og sænskra sósíaldemókrata er. Blaöiö viðurkennir ekki beint, aö i þaö hlakki til þess aö komast á ríkisjötuna, en kveinkar sér undan því, aö „auömennirnir“ hafi gert „Morgunblaðiö aö stórveldi“. „Pen- I ingamennirnir tryggja sér og flokki 1 sínum aöstööu til áfrumhaldandi 1 valda“. Hugsunin á bak viö þetta | viröist vera sú, aö „peningamenn- j irnir“ sjái um þaö á íslandi, sem j sænsku sósíaldemókratarnir œtla aö láta állan almenning gera í Sví- | þjóö. Auövitaö er nœr, aö áhuga- menn um stjórnmál styrki flokka sína, en aö láta álþýöu manna borga brúsann. Hér á landi yröu þaö aö vísu ekki sósíaldemókratar, sem stœrstan skerfinn fengju af framlögum almennings, en þaö er önnur saga. í niöurlagi Alþýöu- blaösgreinarinnar, sem er e.k. rit- stjórnargrein, segir, aö stjórnmála- starfsemi og blaöaútgáfa stjórn- málaflokka kosti meö hverju ári meira fé, og sú starfsemi megi „ekki vera háö gjöfum og styrkjum frá þeim, sem ráöa yfir fjármagni þjóöarinnar“. Þetta er undarleg setning, því aÖ þaö er einmitt j þetta, sem felst í margumrœddum : fagnaðarboöskap frá Stokkhálmi. ' Því veröur ekki trúaö aö óreyndu, j aö sósíaldemókratar hér á landi I geri þennan boöskap aö sínum, j enda vœri þaö mjög vanhugsaö, og , þeim sjálfum sízt til framdráttar. I „Hinir stóru“ mundu fá stórfmm- lög skv. kenningunni, og œtli „pen- j ingamennirnir“ hœttu aö „styrkja“ þá áfram, eins og Alþýöublaöiö held uv, aö þeir geri nú? Aöstööumun- urinn mundi aukast og biliö enn breikka. Annars má benda Alþbl. á, aö ekki er ýkja langt síöan Mbl. baröist í bökkum fjárhagslega. Hvers vegna skyldi Mbl. hafa náö mestri útbreiðslu íslenskra dag- blaöa, svo aö auglýsendum finnst svara kostnaöi aö auglýsa í því? Þaö œtti aö vera Alþýðublaðsmönn- um umhugsunarefni, hvers vegna Mbl. hefur stærstan lesendahóp ísl. \ blaöa. — Því má svo bœta hér við, að Tíminn gleypti umhugsun- arlaust fyrrnefnda Alþýöublaös- i grein í heilu líki og geröi hana aö / forystugrein í Tímanum s.l. þriöju- ’ dag. \ “ M'Þ' 36. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.