Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Page 16
260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A Á 10 4 2 ¥ 19 ♦ Á K 10 * Á D 10 7 5 A 8 V ÁK 9 6 4 3 ♦ D 2 + 9 8 6 4 A D G 6 V D 8 7 5 4 G 8 6 3 * K 2 A K 9 7 5 3 ¥ G 2 ♦ 9 7 5 4 A G 3 Suður sagði 4 spaða. V sló út HÁ. En hverju á hann svo að spila? Hann sá fljótt í hendi sér að engin von væri til þess að hnekkja spilinu, nema því aðeins að A hefði LK og gæti fengið slag í trompi. Og þó var það ekki nóg, þeir urðu að reyna að fá slag á tígul líka, og það var hugsanlegt ef A hefði gosann. Og þá var bezt að reyna það strax. — Hann sló út T2 og hann var drepinn með ás. Nú tók S slagi á SÁ og SK og hugðist síðan svína laufi. En A fekk slaginn og sló út tigli og þar fór drottning og kóngur. S tók nú slag á LÁ og sló enn út laufi, en þann slag trompaði A og fekk svo slag á TG. — Spilið var tapað. SVIPMYND FRÁ REYKJAVÍK — Þessi einkenni- lega jmynd var tekin inni í ein- um af nýustu strætisvögnum Reykjavíkur. — Gluggar í þeim eru með öðrum hætti en verið hefir í strætis- vögnum, og útsýn því betri. Húsið, sem hér blasir við, er Hótel Borg. — (Ljósm. Ól. K. Magn.) Sigurður Breiðfjörð orkti rímur af Gísla Súrssyni með- an hann bjó á Grímsstöðum í Breiða- vík. I mansöng fyrir 8. rímu minn- ist hann fornu handritanna á þenn- an hátt: Feðra dæmi forn að skilja, fyrri tíða heill og þrá, skerpir næmi og vekur vilja verkin íríð er stunda á. Ef engin myndum dæmi af dauðum dofna fyndist hyggjan smá, værum blindir, verri sauðum, við kvikindum líktumst þá. Því eg kalla þarflegt vera þegna hveim ,er mennt til bar, rímna spjall á borðið bera svo betur geymist sögurnar. Hér á grundast heiður þjóðar heims um stundir langvinnar. Danir undrast ellifróðar ísa-grundar skræðurnar. Því ei leyna hlítir heimi, heiður vorn að auka kann, sig hjá einum okkur geymir eðalborna norrænan. Hreindýrarauður. Þegar séra Ásmundur Gunnlaugs- son bjó á Hvanneyri (1820—1825), átti hann hest þann, er hann nefndi Hreindýrarauð. Honum var svo lýst, að hann væri mjög mjóvaxinn, tagl og fax nær ekkert, og sterturinn frekast sem stuttur dindill; fætur háir, en mjög grannvaxnir, og allir hófar klofnir og líktust helzt klauf- um. Hestur þessi var ávallt hold- grannur, en vöðvar og sinar hart og stælt sem tré. Hesturinn var dumb- rauður eða sem næst jarpur að lit. Það var mál manna, að hestur þessi væri undan hreintarfi í föðurættina. Hesti þessum reið séra Ásmundur yf- ir hinar illræmdu Nesskriður, og gerði hann það til frægðar sér og hestin- um. Sló hann í Rauð þegar hann kom að Skriðunum, en Rauður tók þegar sprettinn og helt honum út á Geita- nes og skrikaði hvergi fótur, enda hefði þá bæði manni og hesti verið voði búinn. (Siglufjarðarprestar).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.