Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 6
250 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS / deiglunni Sjálfiö rís einstœtt úr dimmbláu djúpi þagnar í dögun, er lífiö fer höndum um gróandi frœ, og vorkunn er þeim, sem veröa þá kraföir sagna, en vita’ aö þeir köstuöu sannleikans perlu á glœ. En höfundi lífsins mun utan úr auöninni berast hver andvökustuna, ef sálin er nakin og þjáö, því handan viö dauöann er alltaf eitthvaö aö gerast sem úrslitum ræöur, svo takmarki lífsins sé náö. Frá upphafi Ijósiö guös eilífu miskunn geymir, eins þeim, er sannleikans perlu í duftinu gleymir. DÓTTIR JARÐAR. sem vordögg um sál mína fer; við daglega önn veröa átökin létt, þvi allt saman mynd þina ber. Um sumar og vetur aö síöustu tíö í sólheimi bý eg meö þér. — o — Mér er það ekki gefið að lesa í hug annara manna. Því veit eg ekki hvað meint kann að vera með öllu hjalinu hér um eldheitan áhuga okkar á þjóðræknisstarfi fs- lendinga í Vesturheimi. Það varð hlutskifti mitt að fæðast efunar- maður og að lifa (ugglaust líka að deyja) efunarmaður. Ávöxt allra játninga vil eg helzt sjá í verkun- um. EJd ef það skyldi vera satt (hér skal enn endurtekin efasemi mín) að þetta starf landanna vestra sé okkur svona mikið hjartansmál, þá hljótum við að vera ákaflega þakklátir þeim mönnum sem af mestri alúð og kostgæfni hafa unnið það. Ella værum við mannleysur eða eitt- hvað ennþá lakara. Og ómögulega getum við komist hjá að sjá það og viðurkenna að þarna stóðu þeir bræðurnir, skáldin Einar Páll og Gísli Jónssynir, lengi í fylkingar- brjósti og leystu af hendi alveg ómetanlegt starf. ísland hlýtur því að standa í þakkarskuld við þá — og þar með minningu þess, sem nú er genginn og getur ekki leng- ur tekið á móti neinum launum úr okkar hendi. Hinn er nú hálf- níræður og nær sjónlaus. Bráðum hlýtur hurðin því einnig að skella á hæla honum. En hvað vill maðurinn þá að við gerum? mun einhver spyrja. Ósköp lítið, svara eg; ekki annað en rétt að gæta okkar eigin sæmd- ar. Eg ber ekki fram annað en lágmarkskröfuna í því efni. Minn- ing þessara mikilhæfu manna, þessara einlægu ættjarðarvina, geymist og lifir í verkum þeirra, ef við bara viljum sjá um að þau varðveitist komandi kynslóðum. Gísli hefir nú sjálfur séð um að svo verði um ljóð hans — gert það á eigin kostnað, en ekki okk- ar. Eftir hann hafa komið út tvö ljóðasöfn, Farfuglar (Winnipeg 1919; enn fáanleg hér) og Fardag- ar (Winnipeg 1956). Af síðari bók- inni voru að vísu prentuð aðeins fá eintök, sem höfundurinn gaf góðvinum sínum, og hún verður því ætíð í fárra höndum. Ritgerð- um sínum (sem margar eru harla markverðar, eins og áður var að vikið) hefir hann fyrir annara áeggjan, safnað saman og þær eru þannig tilbúnar til prentunar, ef einhver fyndist forleggjarinn. íslenzka ríkið (og þetta vitum við að er stórt orð) hefir í nokkra áratugi rekið sitt eigið bókaforlag, og ekki er til neins að neita því að borið hafi við að þessu forlagi þætti hafa mistekist bókavalið. Tjáir ekki að sakast um það sem orðið er, en til þess eru vítin að varast þau, og þegar að þeim er vikið, ber ekki síður að muna hitt, að stundum hefir ágætlega tekizt. Mundi nú ekki ýmislegt mæla með því, að bókaforlag rík- isins minntist þessara mætu út- varða þjóðernisins með því að gefa út rit þeirra, heildarútgáfu af ljóðum Einars Páls og ritgerða- safn það, er Gísli hefir tilbúið? Aldrei ætla eg að drengskapar- menn mundu víta þá ráðstöfun. í sómasamlegri útgerð yrðu bækur þessar hinar eigulegustu, og með þessu væri sýndur ofurlítill vott- ur þess, að við mátum starf höf- undanna að nokkru. Ekki geri eg ráð fyrir að þetta yrðu hraðsölu- bækur (fátt annað en hroðinn lendir nú í þeim flokknum), en eg geri ekki heldur ráð fyrir að ríkis- forlagið miði val sitt við líkindin á hraðsölu, heldur ráði þar önnur sjónarmið. Hvað um það, tillögu mína legg eg fram þeim til athug- unar, sem í þessum málum ráða öllu. Um eitt verður ekki deilt — þakkarskuld okkar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.