Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 2
246 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verða skipað í vesturheimi; það hlaut nú óumflýjanlega að standa autt um aldur og æfi. Og það var ærið hrygðarefni. Spítalavist mín varð löng og ekki um það að ræða að eg tæki pennann til þess að minnast þessa fallna lífvarðar móðurmálsins. En hvað gerði það til? Margar hend- ur og margir pennar mundu nú á lofti til þess á meðal hinna sjálf- sögðu: blaðamannanna. — Þeir mundu nú þakka — og gera það miklu betur en mér hefir verið unt þó að heill hefði verið. En hvað sem því olli, fór þetta (að því er eg bezt veit) á annan veg. Þögnin var svo mikil og svo almenn að engu var líkara en að þarna hefði fallið frá maður á borð við mig eða hann Jón í Litlakoti, sem hvorugur höfum unnið okkur nokkuð til hróss. Jú, Einars Páls var víst minnst lag- lega vestan hafs, en hérna heima — a. m. k. hér á suðurlandi — hafði enginn tíma til þess að doka við andartak á hraðferð sinni til grafarinnar. Og þó þurfti enginn að óttast að missa af þeim gisti- stað; þar er og verður rúm fyrir alla — alla. Þegar nú allir aðrir þögðu, fór mig að langa til að greiða þá skuld, sem eg þóttist sjá að eng- inn ætlaði að greiða fyrir mig. En eg hikaði; mánuður leið eftii mánuð og misseri eftir misseri. Eg fann að eg átti ekki þá mynt sem gjaldgeng væri. Og var þá ekki betri að sitja og leggja hend- ur í skaut en að rísa á fætur til þess að gjalda í skjaldaskriflum og baugabrotum? Eg veit það ekki. En hitt veit eg, að Einar Páll hafði það hjarta- lag sem fúslega tekur viljann fyrir verkið. Vera má að fátæk- leg tilraun friði samvizku mína. Það er hvorttveggja að mig skortir fróðleik til þess að geta sagt ævisögu hins látna skálds og útvarðar íslenzks þjóðernis, og líka hitt, að þess mun ekki gerast þörf, því það munu aðrir gera einhverntíma og einhverstaðar. Hér nægir að geta þess, að hann var fæddur á Háreksstöðum á Jökuldalsheiði þann 11. ágúst 1880. Voru bræður hans þeir Gísli skáld og rithöfundur í Winnipeg, ísak húsameistari, maður Jakobínu skáldkonu Johnson, og síra Sigur- jón, áður prestur á Kirkjubæ, en náfrændi þeirra bræðra var rit- höfundurinn og tónskáldið Gunn- steinn Eyólfsson. Til náinna frænda má telja fleiri mentamenn og rithöfunda. Er það auðsætt, að þarna hefir verið valinn kynstofn. Þegar Einar Páll hafði aldur til, setttist hann í Latínuskólann hérna í Reykjavík, en eins og fleiri efnismenn, hröklaðist hann þaðan þegar óstandið mikla varð þar upp úr aldamótum. Eftir það dvaldi hann við rýra atvinnu og án efa þröngan kost í Reykjavík unz hann fór til vesturheims sum- arið eða haustið 1913. Þar varð hann áður langt liði starfsmaður við Lögberg og síðan ritstjóri þess til dánardags; var þó að síðustu lengi sjúkur og rúmfastur, en kona hans gerði þá hvorttveggja í senn, að annast hann og sjá um blaðið með tilhjálp hans, því and- legum kröftum hélt hann víst til æviloka. Ekki löngu eftir að hann kom vestur (líklega eftir eitt eða tvö ár) kvæntist hann þar. En ekki veit eg svo mikið sem nafn konu þeirrar er hann eignaðist þá, en hann mun hafa mist hana eftir skamma sambúð. AU-löngu síðar kvænist hann í annað sinn, og þá Ingibjörgu sonardóttur síra Sigur- geirs Jakobssonar, hreinni af- bragðskonu, eins og ráða má af því er þegar var sagt. Skilst mér líka að afkomendur síra Sigurgeirs hafi orðið hið mesta úrvalsfólk. Eftir fráfall Einars Páls voru blöð- in Lögberg og Heimskringla af fjárhagsástæðum sameinuð í eitt, og tókst frú Ingibjörg Jónsson á hendur ritstjórn hins nýja blaðs. Hana hefir hún síðan rækt af svo frábærum skörungsskap að lík- lega má nú telja Lögberg-Heims- kringlu, ef ekki fremst íslenzkra blaða (þegar tekið er tillit til stærðar), þá samt fortakslaust í fremstu röð. Má slíkt merkilegt heita, svo mjög sem þeim fækk- ar nú vestan hafs er á íslenzku rita. Málið á blaðinu er yfir höfuð betra en á hinum, sem hér heima eru gefin út, og lýtin eru innflutt héðan, enda höfum við af þeim ærið nóg til útflutnings. — o — Einar Páll lagði — eins og þeg- ar var að vikið — hina mestu alúð við málfar sitt; hafði og hér heima einkum umgengist þá menn, er svo gerðu, og má þar til sérstaklega nefna Landvarnarmenn, sem hann átti samleið með í landsmálum. Annars gætti hér mjög málvönd- unar hjá blöðunum á síðasta fjórð- ungi nítjándu aldar og fyrsta ára- tugi hinnar tuttugustu, því að rit- stjórar hinna helztu voru allir strangir og kröfuharðir í því efni — áttu þar allir samleið þó að um flest annað greindi þá meira á en æskilegt hefði verið. Það var ekki fyr en síðar að tekið var að veita flóði soramálsins yfir þjóð- ina. Öll þjóðrækni var Einari hið mesta alvörumál, bæði hér heima og þá ekki síður þegar vestur kom, þar sem hann skildi að varnar- staðan var erfið. Voru þar þá miklir forustumenn, eins og t.d.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.