Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 247 þeir prestarnir Jón Bjarnason, Friðrik J. Bergmann, Rögnvaldur Pjetursson og Björn B. Jónsson, sem allir rituðu afbragðs-góða ís- lenzku, síra Jón líklega þróttmesta þó að mýkri væri hún hjá öðrum. Skáldin sem fyrir vorú vestra þeg- ar Einar bættist í hópinn, sýndu móðurmálinu öll hina mestu rækt, og þó að það gæti hent konung þeirra, Stephan G. Stephansson, að bregða fyrir sig orðum sem voru hrein vitleysa, eins og t d. „skelja- bobbi“, sem er meira að segja grát -hlægileg vitleysa, þá verður hann samt alla tíð einn þeirra er hæst gnæfa af merkisberum tungunnar. Ekki mun gerandi ráð fyrir að neitt það er Einar Páll ritaði í óbundnu máli geymist komandi kynslóðum. Það var alltsaman blaðagreinar, og þær falla jafnan í gleymsku, enda ritaðar vegna líðandi stundar. Þar skildi með þeim bræðrum, honum og Gísla, að Gísli ritaði margar og stór- merkar tímaritsgreinar, sem hafa varanlegt bókmenntagildi og við mundum varðveita frá gleymsku ef við kynnum að gæta sæmdar okk- ar. En annað er það frá hendi Einars sem óbærilegt er að hugsa til að látið verði týnast, og það eru ljóð hans. Og meðan þeirra er gætt, má segja að ísland eigi hann, því að í þeim ætla eg að hann sé í rauninni allan að finna. Þar var snilld hans miklu mest, enda eru mörg kvæða hans hrein- ar perlur. — o — Einar Páll var þá unglingsmað- ur er smákvæði eftir hann tóku að birtast, og þó að eg væri honum enn yngri, gat eg frá öndverðu ekki hjá því komist að veita þess- um litlu kvæðum gthygli. Hjá því gat, að eg hygg, enginn sá kom- ist, er eyra hafði fyrir ljóðlist; það var svo greinilegt að þar orti skáld, sem fengið hafði gáfuna í vöggugjöf. Langoftast reynast þau kvæði dægurflugur, er svo ungir menn birta, og oftast mundu þeir síðar óska þess að þeir hefðu ó- prentað látið. Svo var ekki hér. Eftir allt að því sex áratugi varða þessi kvæði enn í dag sætin sín, þó að vitaskuld séu þau ekki ort af þeim þroska er höfundur þeirra náði síðar. Einhverntíma heyrði eg að svo mundi það einnig vera um óprentuð kvæði Einars Páls, þau er geymast í bekkjarblöðum Latínuskólans, en ekkert get eg um þau sagt af eigin lestri. Tvö ljóðasöfn birtust eftir Ein- ar: Öræfaljóð í Winnipeg 1915 (nú mjög torgæt bók), og Sólheimar, prentað í Reykjavík ártalslaust, eftir tízku ómerkustu forleggjara. Líklega hefir bókin komið út ein- hverntíma á árunum 1941—45. Nálega má segja að í henni sé hvert kvæðið öðru betra, enda þótt ekkert þeirra sé stórfenglegt. Ekki er neitt efnisyfirlit við hana, og þá náttúrlega þaðan af síður registur, en þá hugulsemi hefir forleggjarinn haft að binda aftan- við hana tvö blöð auð, og mér reyndist svo, að með því að skrifa mjög þétt, mátti koma fyrir á þeim registri. Má ætla að fleiri en eg hafi notað þau þannig. Bók- in ætla eg að sé enn á markað- inum. Kvæðin í bókinni munu vera nokkuð á annað hundrað og eru víst öll ort eftir að höfundurinn fluttist vestur, og kvæði birtust eftir hann vestra eftir að hún kom út. Geta má nærri, svo þjóðræk- inn maður sem Einar var, að meg- inþorri kvæðanna er .beint eða ó- beint tengdur ættjörðinni. Ekki veit eg hvort nokkurt skáld ann- að hefir ort svo mörg íslandsminni sem Einar Páll, en ekki þykir mér það sennilegt, og hitt þó jafnvel með meiri ólíkindum að nokkur mundi leika það eftir, að yrkja þau svo mörg, og gera þó úr hverju þeirra gott kvæði og frum- legt. Sá er ekki snauður að hug- myndum er svo gerir. Og í hverju þessara mörgu kvæða er „hjarta með sem undir slær“; hvernig sem breytt er um myndir og af hvaða sjónarhól sem skáldið horfir, verð- ur kvæðið innblásið af heitri til- beiðslu. Þess var að vænta, svo mjög sem Einar elskaði föðurland sitt. Það þurfti ekki að vera ís- lendingadagur landanna vestra til þess að hann gæti sagt með sanni: Bjarminn út frá Egils Ijóði eggjar heitt í dag. Stórra verka minning mótar morgundagsins lag. Tœrra linda langspil vekur Ijóðaþjóö til starfs, slær í takt viö himinhelgi hjarta norrœns arfs. Allir draumar, allir straumar ávallt leita heim. Viljinn brúar állra átta, allra vídda, geim. Nei, svona var það víst hvern dag; þeir endurspegluðu hver og einn ættlandið sem skáldið þráði svo óaflátanlega, þó að örlögin dæmdu hann til að lifa lífi sínu í útlegð sem hann hafði orðið að velja sér af því að þessi elskaða ættjörð hafði ekkert að bjóða hon- um. En þvílíkar hillingar sem svifu honum fyrir augum: Um Sóley % norðri sumar skín, frá sæ inn aö dalsins kynni. Hver jökull er búinn í brúðarlín sem blikljós af móður sinni; þótt köld sýnist ytri ásýnd mín, bjó eldfjall » sálu minni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.