Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 10
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Salamandra heima ýmsar furðulegar verur, bæði í líki manna og dýra. Það voru ekki margir ferðamenn, er höfðu komið til þessara landa, en þeir sögðu þaðan sögur af ýmsu furðulegu, er fyrir augu þeirra hafði borið og blönduðu þar sam- an við goðsögnum og þjóðtrú. Spunnust svo af þessu hinar furðu legustu frásagnir, þegar aðrir fóru að færa frásagnir þeirra í stílinn. Menn þekktu þá svo lítt til dýra- lífs jarðarinnar, að öllum kynja- sögum var trúað. Á miðöldunum breyttist þetta svo þannig, að í stað þess að rann- saka hvort þessi dýr væri til, reyndu menn að draga alls konar trúarbragða líkingar af útliti þeirra og ímynduðu innræti. Bæk- ur voru ritaðar um dýrin, þar sem venjulegum dýrum var blandað saman við furðudýr Grikkja og Rómverja, þeim gefið mannvit, og hættir þeirra heimfærðir til trú- arkenninga. Þannig var því haldið fram, að ljónshvolpar fæddust and vana og lægi þannig þrjá daga, en þá blési faðir þeirra lífsanda í nasir þeirra. Þannig urðu þeir tákn endurfæðingar. Og Einhyrn- ingurinn varð tákn Krists og horn hans tákn sannleikans boðskaps. Það var grískur maður, Ctesias að nafni, er fyrstur skráði frá- sögn um Einhyrninginn. Segir þar, að einu sinni hafi verið til í Ind- landi hvítt dýr á borð við ösnu, en það hafi haft langt horn fram úr miðju enni, og þetta horn hafi verið rautt, hvítt og svart á lit; væri bikarar gerðir úr horninu, eyðilegðu þeir áhrif eiturs, þótt í þá væri blandað. Rómverjar áttu einnig sögur um ýmis einhyrnd dýr, og má vera að þær sögur hafi verið að rekja til nashyrnings, sem hafi tekið myndbreytingum í með- ferð sagnanna af honum. Þegar Gamla Testamentið var þýtt á grísku og latínu og önnur mál, varð villiuxi að Einhyrning: „Hans horn sé sem Einhyrningshorn, sem hann stangi allar þjóðir með, allt til landsins endimarka“ (5. Móse- bók 17). Og þá komu fram nýar hugmyndir um þessa kynjaskepnu. Meðal annars var sagt að hún væri kvenelsk og legði höfuð í kjöltu kvenna, enda þótt hún væri grimm við karlmenn. Trúin á það, að horn Einhyrn- ingsins hefði mátt til þess að eyða eitri helzt í Frakklandi fram til 1789. Þá voru þar við hirðina hornstiklar, sem taldir voru af Einhyrningi, og var konunginum færður drykkur í þeim til þess að öruggt skyldi að honum væri ekki byrlað eitur. Að vísu voru þetta horn af nashyrningi. Og í Kína er því enn trúað að nas- hyrningshorn hafi yfirnáttúrulega eiginleika. Ljónið og Einhyrningurinn eru í skjaldarmerki Englands. Basiliki Salamandra er eðlutegund, en snemma mynduðust ýmsar kynja- sögur um hana. Aristoteles segir um hana að hún geti vaðið eld og slökkt hann um leið, og því var trúað um aldir. Þess vegna kom og upp sú trú, að bergull (asbest) væri salmöndruhúð, vegna þess að hún gat ekki brunnið. Um 700 stað hæfði enskur biskup að sala- mandran lifði í eldi. Úr því varð svo sú sögn, að hún lifði á eldi. Og löngu seinna sagði enskur rit- höfundur að augu hennar væri svo hvöss, að með augnaráðinu einu saman gæti hún blásið epli af trjánum. Hér er farið að rugla henni saman við basiliska sem átti að geta drepið menn með augnaráði sínu einu saman. Hann var einnig svo eitraður, sagði Pliny, að ef riddari stakk á honum spjóti sínu, lagði eitrið upp eftir spjótinu og drap bæði mann og hest. Menn voru þó ekki vissir um hvernig þessi skepna væri, en á 13. öld kom maður að nafni Kentaur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.