Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 12
258 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vík, seldist bók eftir prófessorinn og prestinn Bjarna Þorsteinsson, tónskáld, sem skipaður var sálu- sorgari í Siglufirði og nágrenni 22. sept. 1888 og var þar þjónandi prestur í tæp 50 ár. Bókin seldist á tæpar 1000 krónur. Bókin heitir „íslenzk þjóð- lög“. — Bók þessi er prentuð í Kaupmannahöfn hjá prentsmiðju S. L. Möller á árunum 1906 til 1909 og gefin út á kostnað hins gamla góða Carlsbergssjóðs, sem ætíð hefir lagt góðu menntandi málefni lið. — Mér er nokkuð hugleikið að skrifa um þetta verk séra Bjarna Þorsteinssonar, vegna þess að hann og faðir minn voru miklir kunningjar. Séra Bjarni kenndi mér kristin fræði, tók mig til spurninga sem svo er kallað og fermdi mig. — Ég var sendisveinn á símstöð- inni á Siglufirði þegar séra Bjarni var kjörinn heiðursprófessor við Hákóla íslands og ég færði honum þá tilkynningu. Mér er það ó- gleymanleg stund. Skeytið var á þá lund hvort hann vildi sam- þykkja þessa ákvörðun háskóla- ráðs. — Séra Bjarni opnaði símskeytið með gætni, las það yfir tvisvar sinnum, seildist ofan í vasa sinn og rétti mér brjóstsykursmola. Það var tár í öðru auganu á hon- um, þegar hann rétti mér hönd- ina og bað mér blessunar. Þetta var fallegt augnablik og mér ó- gleymanlegt. Séra Bjarni hlaut prófessors- nafnbót fyrir þetta verk sitt. ís- lenzk þjóðlög er mikil bók, tæpar 1000 blaðsíður, prentaðar á vand- aðan pappír og útgáfan falleg. Saga þessa starfs er þó skuggum vafin. Reykjavíkurdeild Þjóðvina- félagsins íslenzka kaus að vísu þriggja manna nefnd til að at- huga handritið og gera tilögur um málið og útgáfuna, og er að mínum dómi lítill sómi að störf- um hennar. — Loks varð það úr að Reykjavík- urdeildin (önnur deild Þjóðvina- félagsins var starfandi í Kaup- mannahöfn) samþykkti að gefa þjóðlagasafnið út, en að því til- skildu að styrkur fengist frá Kaupmannahafnardeildinni svo og landssjóði, en jafnframt það að höfundurinn áskildi sér engin ritlaun. Slíkar voru undirtektir merkra manna fyrir 25 ára þrot- laust og fyrirhafnarmikið starf í þágu íslenzkrar tónmenningar. Með þessu runnu vonir höfund- arins út í sandinn — um útgáfu íslenzkra þjóðlaga. Þegar svo var komið málum koma til sögunnar hinir merku tónlistarmenn, dr. Hartmann og Wennerberg og höfðu með sér til aðstoðar hinn gamla og kunna Carlsbergsjóð. Dr. Hartmann og Wennerberg lýsi ég ekki frekar, því tónlistarunnend- ur munu þekkja þá af sálmalög- um sínum, sem ég ræði ekki frek- ar hér. — Séra Bjarni Þorsteinsson lagði mikla vinnu í að safna að sér efni í „Þjóðlagasafnið“. — Hann fór tvisvar til Kaupmannahafnar til að skoða Árnasafn og ýmsar forn- bókmenntir íslenzkar, sem þar eru til varðveizlu. Meðal annarra þjóðlaga fann hann í skinnhand- ritum forn nótnamerki, er hann þýddi og færði í nútímastíl (nú- tíma nótnaskrift). — Það kom á daginn, þegar séra Bjarni fór að bera þessi handrit undir ýmsa hér heima, að þeir könnuðust við stefin úr þessum lögum og notfærði hann sér það. Hann stóð í bréfasambandi við geisifjölda eldri íslendinga, bæði þá sem komnir voru vestur til Ameríku og hina sem voru hér heima og notfærði hann sér það. Frá þessu fólki fékk hann sand af gömlum vísum, vikivökum og rímnalögum ásamt uppruna þeirra. Þannig var t. d. Benedikt Jónsson frá Auðnum í Þingeyjar- sýslu honum mikil náma. Eftir að séra Bjarni var kom- inn til Siglufjarðar opnaðist hug- ur hans enn betur fyrir því að alls staðar var eldra fólk, sem kunni gömul þjóðlög og stemm- ur. Sumt af þessu fólki hafði séð skrifaðar nótur og benti honum á hvar þetta eða hitt væri að finna. Öllu þessu safnaði hann saman og vann ötullega að því. í svo stuttu máli sem þessu er ekki hægt að gera þessu máli þau skil sem þyrfti að gera, en mig langar til að nefna einn þátt- inn sérstaklega í Þjóðlagasafninu, sem mér virðist að íslendingar hafi nokkuð vanrækt — en það eru rímnalögin. Rímnalögin eru algerlega ein- kennandi fyrir ísland og íslenzk- ar bókmenntir. Með þeim þætti verksins hefir séra Bjarni bjarg- að ómetanlegum fjársjóði frá gleymsku. Mjög lengi framan af hafa rímurnar gengið munnlega frá manni til manns. Voru hafð- ar yfir og kveðnar á kvöldvök- um og í samkvæmum — og kunnu margir mikið af þeim utanað. — Elzt þeirra ríma, sem við þekkj- um er venjulega talin „Ólafs- ríma“ eftir Einar nokkurn Gísla- son og orkt árið 1350 — hún er ferskeytt og mansönglaus 65 er- indi um Stiklastaðarorustu. Fyrstu rímur, sem prentaðar eru á ís- landi eru Úlfarsrímur, eftir Þor- lák Guðbrandsson og Árna Böðvarsson — prentaðar í Hrapps- ey 1775. — Vikivakar og dansar eru mjög gamlir á íslandi og tíðkuðust jafn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.