Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 251 Bætt rithönd æskileg, segja Bretar í ENGLANDI virðist nú vaknað- ur talsverður áhugi fyrir því að koma á betri skriftarkennslu og taka upp svonefnda „ítalska skrift“. Var stofnað félag fyrir tíu viudjtrAMt it n, l k»\rw, vtvy quxtk* hrr^rn jrx J gA Utut vt sfvrvns Sýnishorn af skriftinni árum til þess að berjast fyrir þessu máli, og kallast það „The Society for Italic Handwriting“. Síðan hafa þúsundir manna lært þessa rithönd. Fyrirmyndina er að finna í handritum frá Flórenz á 14. og 15. öld. í British Museum eru nokkur handrit með þessari skrift. Þau eru orðin 500 ára gömul, en þykja læsilegri heldur en ýmis bréf nú á dögum. Skriftin er ekki dráttskrift, en notað>ur er þveryddur penni, sem gerir bæði feit og fín stryk, eins og sjá má hér á sýnishorninu, og stafirnir eiga að vera sem allra einfaldastir. Þess vegna er skriftin svo læsileg. Og nú eru komnir á markaðinn sjálfblekungar með þveryddum penna handa þeim, sem skrifa þessa rithönd. í barnaskóla í Cheshire er þessi skrift kennd einvörðungu og skólastjórinn hefir látið svo um mælt: „Vegna þess að börnin eru farin að skrifa betur, hafa þau fengið meiri áhuga fyrir skriftar- kennslu. Þau læra meira og eru fljótari að læra“. Það eru nokkur meðmæli með skriftinni.------- Hér á íslandi mun þessi rithönd ekki tí&kast nú. En íslendingar hafa kunnað hana áður, eins og sjá má á Konungsannál, sem tal- inn er ritaður um 1300. Hér er sýnishorn af þeirri skrift. Er hún að vísu ekki auðlesin, vegna þess að stafagerð var þá önnur en nú og svo er skammstafað og bund- ið. En þetta stendur á blaðinu: (Dáin) „Kristín dóttir Hákonar kon ungs, út á Spáni. Ólafr Grænlend- ingabyskup kom til íslands. Eldr í Sólheimajökli. Myrkr mikil, svá at fal sól. (1263) — Vígðr Brandr byskup til Hóla, en Gillibert byskup til Hamars. Útkváma Brands bysk- ups. Þrír byskupar á íslandi. Á þessu sama ári játuðu Oddaverjar Noregskonungum skatti fyrir aust- an Þjórsá um Sunnlendingafjórð- ung. Ok þann vetr um allra heil- agra messuskeið svarði Þorvarð- ur Þórarinsson Brandi byskupi, föðurbróðr sínum, at fara á kon- ungsfund at sumri, ok svá gerði hann. Lafalin Bretakonungr sigr- aði Englismenn“. Brot úr Konuugsannál. Þetta handrit mun nú vera meðal þeirra, sero heún eiga að koœa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.