Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 14
258 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Þorsteinn Jónsson, ÚlfsstöÖum; Vísindalegur framhaldsskilningur MJÖG þykir mér þakkarvert að vakið sé máls á því, eins og Snæ- björn Jónsson gerði í Lesbók Mbl. fyrir nokkru, hvað við tekur eft- ir dauðann, og mun mörgu hugs- andi fólki vera þetta hugleikið umræðuefni. Og sammála er ég þeim, sem halda því fram, að sannanir séu þegar fengnar um raunveruleik framlífs og að neit- anir gegn slíku byggist ekki á öðru en því, að menn hafi ekki kynnt sér þær sannanir nógu vel. En hitt, að hinar spíritísku skýr- á að lifa ljós alla daga og allar nætur, og þar gefur að líta högg- mynd af þeim hjónunum, er settu mestan svip á Siglufjörð að öðr- um ólöstuðum. Á þessum stað munu þér berast ómar fallegra tóna: „Ég vil elska mitt Iand“, „Systkinin“, „Nú vagga sér bárur“ eða „Gissur ríð- ur góðum fáki“, svo lítið eitt sé nefnt af tónsmíðum snillingsins. Niður á bryggju mætum við karli, sem slær með díxli sínum til síldartunnu og kveður við raust: — „veltir aldan vargi hlés, við skulum halda á Siglunes“. — Gæti það verið, að þeir hafi feng- ið sér glas saman, eftir að vera búnir að skíra barn, séra Bjarni og hann. Hver veit? Prófessor séra Bjarni Þorsteins- son hafði mikil áhrif á siglfirzka æskumenn, og því vil ég minn- ast hans með virðingu og það mun þjóðin öll gera um ókomn- ar aldir. — ingar séu þar hinar einu hugs- anlegu, hinar einu, er sami heil- brigðri skynsemi, er aftur á móti hreinn misskilningur. Sannleikur- inn er einmitt á hinn veginn, að spíritismi eða andahyggja getur þar á engan hátt komið til greina sem nein skýring, og stafar það af þeirri einföldu ástæðu, að spíritísmi er ekki í neinu sam- ræmi við þá raunverulegu þekk- ingu, sem menn hafa öðlast á heimi og lífi. Að tala um það, sem ekki sé af þessum heimi og eigi sér jafnvel stað fyrir utan rúm og tíma, er auðvitað alveg þýðingarlaust. Utan rúms og tíma er vissulega engin tilvera hugsanleg, og þýðir því auðvitað ekki að reyna að koma þar nein- um skilningi að. Og um anda og andaheim gildir í rauninni hið sama. Þar er ekki neitt, sem unnt er að ræða á grunni neinnar raun- verulegrar þekkingar, og má vera, að margur geti þó ekki gert sér það ljóst. Þar sem misskilningur- inn ríkir, þar þykir ekki hugs- anlegt annað en hinn ríkjandi misskilningur og það, sem er í samræmi við hann, og væri auð- velt að benda á dæmi því til sönn- unar. En hver er hún þá hin raun- verulega skilningsleið í þessu efni? Það mun nú fara að verða hálf öld liðin síðan dr. Helgi Pjeturss fór fyrst að halda því fram, að lífssamband muni eiga sér stað á milli lifenda, ekki einungis hér á jörðu, heldur einnig á milli jarð- arbúa og íbúa annara hnatta. En þótt enn sé kenningu þessari lítill gaumur gefinn og reynt virðist jafnvel að þegja hana dauða, þá er það einmitt þar og hvergi ann- ars staðar, sem lausn er að finna á gátu framlífsins. Með því að uppgötva lífsgeislanina á milli hnattanna, með því að gera sér ljóst, að lífið er á hverjum stað vakið og vaxið fram fyrir sam- band við enn aðra staði, varð það fyrst í aðalatriðum Ijóst, hvað lífið í rauninni er. Lífið er ákveð- in samskipan efniseinda, ákveðin samstilling þeirra til víðtækari og að öðru leyti fullkomnari heim- sambanda en átt geta sér stað í hinu líflausa efni, og verður, þeg- ar komið er á þessa skilningsleið, aldrei framar þörf á því að leita til skilnings út fyrir þenna heim, sem menn þekkja nú að vísu ekki nema að litlu leyti. Undirstaða alls verður æfinlega hin sama, efniseiningjar og sambönd efnis- einingja, og breytir þar engu, hvaða niðurstöðum sem menn komast að um það, hvað efnið í rauninni sé. Munur fullkomnunar og ófullkomnunar er og mun alt- af verða falinn í hinni mismun- andi samskipan efniseininga og breytir þar engu, hvaða niður- stöðum sem menn komast að um það, hvað efnið í rauninni sé. — Munur fullkomnunar og ófull- komnunar er og mun alltaf verða falinn í hinni mismunandi sam- skipan efniseininga og hluta, en ekki hinu, að eitt sé af þessum heimi og annað af öðrum. Mis- munur fagurrar hugsunar og ó- \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.