Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 235 IMorræna lisfsýningin í Rém I>eir cr sáu um uppsetningu og undirbúning að Rómarsýningunni þar syðra voru listamenn frá öilum Norðurlönriun- um. Auk þeirra lögðu ítalir til sérstaka aðstoðarmcnn fyrir hvert land o? voru það allt listfræðingar, sem oru í þjónustu þess opinbera þar í landi. Hér birtist hópmynd af norrænu listamönnunum og hinum ítölsku aðstoðar- mönnum þeirra. Talið frá vinstri: Myndhöggvarinn Nils Flakstad frá Noregi, myndhöggvarinn Saikkonen írá Finn- landi, myndhöggvarinn Adam Fischcr frá Danmörku, málarinn Lcnnert Segerstralc frá Finnlandi, málarinn Rcidar Aulic frá Noregi, málarinn Flemming Bergsöe frá Danmörku, málarinn Tage Hedqvist frá Svíþjóð, prófessor Kmilio Lavagnino, framkvæmdarstjóri sýningarinnar af ítala hálfu, svartlistarmaðurinn Knut Rumohr frá Norcgi, i)r. Italo Faldi, aðstoðarmaður Dana, frú Luisa Mortari, aðstoðarmaður íslendinga, frk. Luciana Ferrara, aðstoðarmaóur Svía, Gino Fillipetto, aðalritari sýningarinnar, myndhöggvarinn John Lundqvist frá Svíþjóð, frk. Salerno, aðstoðarmaður Finna, Valtýr Pétursson frá íslandi. Á mynd þessa vantar Svavar Guðnason listmálara er var fjarverandi vegna veikinda. , ^ bærilega. Henni hefur sannarlega ekki verið fisjað saman þeirri konu. Þegar við loksins komum inn á fjarðamótin, þ. e. opinn Hafnarfjörð, fór heldur að draga úr veðrinu, og þegar við eigum stutta leið eftir undir Álftanes, komum við í logn og sólskin, en dálítil kvika var. Vindurinn lá við, eins og kallað er, það var logn í landi þó stormur væri þegar frá landi dró. Við breýtum strax um stefnu og förum grunnleið, það er milli lands og skerja á Skerjafirði. ★ Þegar við komum inn á Skerjafjörð í logn og glaða sólskin fannst mér vera kominn timi til að reyna að sinna veiku konunni eitthvað. Ég fer fram i lúkar að ná í ljósmóðurina. Þeirri sjón, sem þar blasti við, ætla ég ekki að lýsa; báðar konurnar höfðu verið mikið sjó- veikar, sem ekki var furða, og kastaö upp án tillits hvar það lenti. Oddný var þó það hress að hún gat með hjálp komizt upp á dekk. Ég sagði henni hvernig ástatt væri hjá veiku konunni, og henni þyrfti eitthvað að hjálpa ef mögulegt væri. Oddný gat, þó aðstæður væru ekki góðar, eitthvað liðsinnt henni, mikið hefur það ekki verið, því hún var fljót, allt um garð gengið fyrir löngu, barnið fætt og allt í bezta lagi, eftir því sem Oddný sagði. Það var haft eftir Guðveigu að hún hafi varla orðið þess vör, að hafa fætt barn, á þennan hátt, á móti kvölunum í hend- inni og sjóveikinni. Allt var látið eiga sig í kistunni, eins og það var og haldið áfram tafar- laust inn i Reykjavíkurhöfn og lent við Duns-bryggju kl. að ganga 7 að morgni 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Var bá logn og sól- skin í Reykjavík, — og þessi sögulega sjóferð á enda. Við fórum nú að svipast um eftir aðstoð, að koma kistunni upp á Landa- kotsspítala, því þangað átti konan að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.