Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 16
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fara, en okkur vildi það til, að um leið og við rennum að byrggjunni, snárast maður niður á hana. Ég kann- aðist við manninn, það var Einar Jóns- son, fisksali, hefur auðvitað búizt við að við værum að koma með fisk í soðið handa bæarbúum. Ég bið hann um að- stoð, og þegar ég hef lýst öllu fyrir honum, brá hann undir eins við og útvegaði 6 menn, og bárum við svo kistuna upp á spitala með öllu, sem í var. Einari og hans mönnum borgaði ég kr. 2.00 á mann og voru þeir ánægð- ir með viðskiftin. Það fór nú svo um Guðveigu og litlu dóttur hennar, að hún sjálf lifði þetta af, en hendinni varð ekkí bjargað, hún var tekin af. -Ég heyrði sagt eftir Matt- híasi Einarssyni að hann vildi kenna því um að ekki hafi nógu vel verið búið að blóðeitruninni i upphafi. Litla dóttir hennar lifði líka og var skírð Sæunn. Hún er nú gift kona í Grindavík. Móðir hennar vildi endilega láta mig ráða nafni hennar, en ég baðst alveg undan því. Ég vil að lokum, þó seint sé, leiðrétta þá missögn — eða þá þjóðsögu, sem myndaðist um mig eftir þetta, að ég hafi átt að drýgja einhverja hetjudáð, með að bjarga konunni í barnsnauð. taka á móti barninu og gera, ég veit ekki hvað mikið konunni til hjálpar. Sannleikurinn er svo sem lýst hefur verið, — ég gerði ekkert, það lítið gert var gerði ljósmóðirin, löngu eftir að allt var um garð gengið. — Þar hafa æðri máttarvöld áreiðanlega verið að verki, eins og svo oft bæði fyrr og síðar. En að þessi tvísýna ferð tókst svona vel, er Símoni Kristjánssyni áreiðan- lega eins mikið að þakka og mér, — en þó mest þeim, sem ferðum okkar stjórnar. Ekki vil ég skiljast svo við þessa frásögn, að geta ekki ofurlítið meir Ág. Flygenrings. Eftir að við höfðum lokið þessum erindum í Reykjavík, fórum við auðvitað til Hafnarfjarðar á Vík:ng og komum þangað laust fyrir hádegi. Eftir að hafa gengið frá bátn- um fórum við Símon heim að sofa. Ég gekk við heima hjá Flygenring, það var í leiðinni hjá mér, ég vissi að hann var heima, því nú var hátíðisdagur og ég vildi gefa honum skýrslu um allt ferða- lagið. Ég var ekki kominn meir en fram 5 miðja frásögnina, þegar hann stendur upp og biður mig að bíða. Hann fer BUNDIN SKIP — Fyrir réttum 40 árum kom fyrsta íslenzka gufuskipið af hafi til Reykjavíkur og öll þjóðin fagnaði í hrifningu. Hún fann að nú var af létt einangrun íslands og aldagömiu oki. Þjóðin var í þann veginn að taka í sínar hendur ailar siglingar hér við land og milli landa. Það var vor í lofti og vorhugur í þjóðinni. — Vonirnar rættust. Hinn íslcnzki skipastóll hefir orðið lyftistöng fyrir alla bjargræðisvegi þjóðarinnar. En nú er ekki vorhugur ráðandi. Ilin dauða hönd verkfallsins hcfir stöðvað siglingar og skipin hafa legið bundin tímunum saman. Hér sést hluti af Reykjavíkurhöfn og hinum iðjulausu skipum, sem fylla hana. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). fram og kemur aftur að vörmu spori, með Þórunni konu sína, og biður mig að byrja á frásögninni aftur — og eftir að ég hafði lýst því öllu — helzt hverju smáatriði — segir Flygenring hrærður: „Miklir gæfumenn eruð þið Símon. þið hafið bjargað tveimur mannslíf- um.“ Ég minni hann á hans þátt, hann hafi lagt til bátinn, — og hann hafi drifið okkur á stað og beðið okkur að gera það sem við gæturry „Já,“ svarar hann, „en ég vissi ekki um nema — eitt mannslif." GRÍMUR LAXDAL var forn í skapi. Hann var kallaður sérvitur. Þó mun hafa verið réttara að slfcpt-^ xuxsKeytinu. Hann var skyldur Grími Thomsen, góðskáldinu. Laxdal var ættaður af Suðurnesjum. Var hann heitbundinn Hlaðgerði nokkurri, dóttur góðs bónda þar. Honum var synjað ráðahagsins. Strauk hann þá með Hlaðgerði norður yfir fjöll, kvæntist henni og bjuggu þau síðan allan sinn aldur á Akureyri. Þau efn- uðust vel, þótt þau ættu ekkert, þegar þangað kom, nema brúna hryssu, sem notuð hafði verið til ferðarinnar. Á henni sat Hlaðgerður, en Grímur gekk. (Stgr. Arason: Ég man þá tíð). SELUR Á FJALLI Selir ganga oft á þurrt land, ekki aðeins til að kæpa þar eða hvíla sig, heldur villast þeir stundum margar mílur á land upp, þegar snjór er á jörð, og eg veit með vissu, að selur hittist uppi á allháu fjalli í Sléttu- hlíð við Skagafjörð hér um bil 1870, og var drepinn þar með broddstaf. — (Ólafur Davíðsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.