Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 12
232 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sumir segja að það hafi hafið göngu sína í demantanámunum hjá Johannesborg og Kimberley. En þó eru meiri líkur til þess að það sé upp runnið í Natal á austurströnd- inni. Eru sannanir fyrir því að það var orðið mjög algengt þar árið 1908. Þaðan mun það svo hafa bor- izt til demantanámanna og gull- námanna, og síðan dreifzt þaðan út um alla Suður-Afríku og Mið- Afríku, allt norður undir Eþíópíu. Fanagalo þýðir í sjálfu sér „sama sem“ eða „þannig“, en það hefur ýmis önnur nöfn og er kennt við mál Kaffa, Bantunegra, Zúlúa o. s. frv. Venjulegast er það þá nefnt „stofn-bantu“, og undir því nafni er það meira að segja kennt í tækni -skólum. En eins og fyr er sagt, eru Bantúmálin mörg, og að stofni eru þau óskyld hvert öðru. Það er því ekki hægt að tala um „stofnbantu". Og þótt mörg orð sé tekin úr Bantú málum upp í Fanagalo, þá er það myndað á allt annan hátt, og mál- fræðilega séð á það ekkert skylt við bantúmálin. Til dæmis má geta þess, að í staðinn fyrir forsetningar er þar kominn ákveðni greinirinn, sem Evrópuþjóðir nota svo mjög. Fanagalo er ekki byggt á nein- um málfræðireglum. Það er sem sagt hrærigrautur orða, sem hlaðið hefur verið saman úr ótal málum, og tilgangurinn hefur ekki verið neinn annar en sá, að ráða á sem auðveldastan hátt fram úr því að menn gæti gert sig skiljanlega. Margir halda því fram að hin mesta nauðsyn hafi verið á þessu máh. Þeir telja það hina beztu lausn á vandræðunum, sem voru vegna ótal mála, því að nú geti allir gert sig skiljanlega. Einn af for- svarsmönnum þess hefur sagt: „Fanagalo er ekki vísindalega sam- ið mál eins og Esperanto. En vax- andi útbreiðsla þess stafar af illri nauðsyn og svo hinu, að stórum auðveldara er að læra það heldur en nokkurt annað mál. Og þetta er lifandi mál, sem stöðugt er notað og breiðist óðfluga út“. Annar seg- ir: „Norðurálfumenn þurfa að vera nokkur ár í Afríku til þess að læra að tala Zúlúmál t. d. En á stuttri stundu geta þeir lært að nota þetta nýa mál og geta gert sig skiljanlega þótt þeir læri ekkert í Svertingja- málunum.“ Enginn efi er á því, að Fanagalo hefur bætt úr brýnni nauðsyn. Það er tengiliður milli hinna hvítu hús- bænda og hinna blökku verka- manna. Áður risu ýmis konar vand- ræði af alls konar misskilningi. Nú er að miklu leyti úr því bætt. Á hinn bóginn hafa ýmsir mikið út á þetta nýa mál að setja. Þeir segja að ekki geti komið til mála að þetta verði allsherjarmál um alla Suður-Afríku. Það getur ekki túlkað hugsanir manna, vegna þess að orðaforði þess er ekki nema um 2000. Afleiðing þessa takmarkaða orðafjölda er sú, að menn verða að endurtaka sömu orðin hvað eftir annað í ýmsum samböndum við önnur orð, og segja þannig heilar setningar, þar sem eitt orð nægir í tungum menningarþjóðanna. — Notkun Fanagalo verður því til þess að heimska menn, því að það hefur ekki svigrúm fyrir neinar nýar hugsanir. Það væri því að fara úr öskunni í eldinn fyrir Svert- ingjana að leggja niður tungur sín- ar og taka það upp í staðinn. Sumir segja að Fanagalo geti orðið hættulegt fyrir samskifti hvítra manna og svartra. Til þess að geta skilið einhverja þjóð eða þjóðflokk fullkomlega, verða menn að læra mál hans til fullnustu. Mál- ið er eini lykilhnn að hugsunum manna og menningarstigi. Án þess er ekki hægt að búast við gagn- kvæmum skilningi. Margir halda því þá líka fram, að þrátt fyrir' það að yfirmenn geta nú gert 'verka- mönnum fyrirskipanir sínar skilj- anlegar á Fanagalo, þá hafi notkun þess orðið til þess að hindra gagn- kvæman skilning. — Bantúnegrar halda að þeir tali ensku, þegar þeir tala Fanagalo, og hvítir menn halda að þeir tali mál innfæddra. Af þessu sést ljósast að hér getur ekki verið um þá tungu að ræða, er túlki hugsanir manna og skoðanir, og gagnkvæm kynni verða engin. Hér er rétt að geta þess, er D. T. Cole prófessor við Witwatersrand háskólann í Jóhannesborg hefur sagt um notkun þessa nýa tungu- máls: „Eins og nú er ástatt í land- inu bætir Fanagalo úr brýnni þörf í námunum og við ýmis önnur fyr- irtæki, þar sem ægir saman ótelj- andi mállýzkum. Það greiðir fyrir öllum vinnubrögðum, afstýrir slys- um og gerir mönnum fært að tala saman, þótt þeir skilji ekki móður- mál hvor annars. En þar sem unnt er að komast af án þess, þá ætti menn ekki að nota það. Framtíð Suður-Afríku er undir því komin að gagnkvæmur skilningur og gagn kvæm virðing ríki meðal þjóð- flokkanna. En frumskilyrði þess eru þau, að hvorir læri mál ann- arra. Það væri því hin mesta nauð- syn á að kenna Bantúmál í skól- unum, en þangað á Fanagalo ekk- ert erindi.“ Hvernig fer um Fanagalo í fram- tíðinni? Verður það allsherjarmál eða verður því varpað fyrir borð. Tíminn sker úr því. JÁRNBRAUTARLEST í smábæ nokkr- um var alltaf á eftir áætlun, og þannig hafði þetta gengið í mörg ár. En einu sinni kemur hún á réttum tíma og urðu þorpsbúar þá svo glaðir að þeir skutu saman fé til að gefa lestarstjóranum i viðurkenningarskyni. En þegar þeir ætluðu að afhenda honum gjöfina, vildi hann alls ekki taka við henni. Og eftir nokkrar vífilengjur sagði hann þeim ástæðuna: „Þetta er lestin sem átti að vera hérna í gær.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.