Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 4
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS manna og fórnfúsum vilja fjölda manns. Samtök skógræktarfélag- anna hafa því miklu hlutverki að gegna á næstu áratugum, því að það er nú einu sinni svo, að þjóð- inni er lífsnauðsvn að rækta við og timbur í Iandinu. Nú er markið í skógræktarmál- unum að auka miög uppeldi og gróðursetningu trjáplantna á næstu árum. Starf félaganna verður því á næstu árum einkum fólgið í því að gróðursetia þær á hentuga staði. Til þess að létta undir uppeldinu hefur Alþingi og fjármálaráðherra nýverið gefið heimild til þess að leggja 20 aura aukagjald á nokkr- ar tegundir vindlinga. Þetta fé á að renna í Landgræðslusjóð, en hann er að vissu leyti sameign skógræktarfélaganna. Þó á féð ekki að leggjast á vöxtu í lánsstofnun- um< heldur á að ávaxta það strax í sparisjóði náttúrunnar sjálfrar, með því að láta það standa straum af kostnaðinum við uppeldi trjáplantna að svo miklu leyti sem það hrekkur til. Ef vel tekst til, mun þessi litli skattur fjýta mjög fvrir því, að skógar og lundir breiðist út um landið á næstu áratugum. Og skóg- ræktarfélögin munu væntanlega ekki láta sinn hlut eftir liggja. FYRIR mörgum árum skýrði laekna- tímarit nokkurt í Bandaríkjunum frá því, að tveir geðveikisjúklingar hefði læknazt. Annar þeirra helt sig vera kú og vildi alltaf vera að stanga vegginn með hornunum. Hinn helt að höfuðið á sér væri orðið að járnkúlu, og vildi alltaf vera að velta sér á því eftir gólfinu. Þeir voru látnir í sama klefa í geðveikraspítala, en hvorum fyrir sig trúað fyrir þvi að hinn væri vitlaus og því riði á að hafa á honum glöggvar gætur. Þetta varð til þess, að þeir vöktu hvor yfir öðrum með hinni mestu gaumgæfni og árvekni og hættu þann- ig að hugsa um sjálfa sig eða sitt ástand. Við þetta batnaði þeim smátt og smátt unz þeir urðu báðir albata. OÐDSFJARA í LESBÓK 13. marz var birt frásögn úr Skarðsárannál um sjóhrakning Odds Péturssonar í Vestmanneyum og manna hans, fyrir rúmum 300 árum, og að þeir björguðust vegna þess, að þeir gátu lent á sandfjöru undir Reynisfjalli, þar sem enginn vissi til að sandfjara hefði verið fyr né síðar, heldur aðeins stórgrýtt urð. Út af þessu 'hefur Magnús Finnbogason frá Reynisdal sent Lesbók eftirfarandi grein. Segir hann að enn heiti þarna Oddsfjara, til minningar um björgun þeirra félaga. Hann segir, að það sé alls ekki eins dæmi að þarna sé lendandi, en þó sé það svo stopult, að áratugir geti liðið milli þess. ¥>EYNISFJALL stendur í sjó fram 1 og eru framan undir því, undir venjulegum kringumstæðum, stór- grýtis urðir fram með sjónum, en einstaka sinnum safnast þar neðan undir fjara, þar sem ganga má neð- an við urðirnar alla leið milli Reynishverfis — eða réttara sagt Reynishafnar og Víkur, nema yfir einn klakk sem stendur í sjó fram, og heitir Þórshafnarklakkur. Er hann í mörkum milli Víkur og Reynishverfis. Þó getur f jaran orð- ið svo mikil að sundið milli fjalls- ins og dranganna fyllist. Ég man nú orðið full 70 ár og hefur aldrei safnazt svo mikil fjara í kringum klakkinn öll þessi ár að fyrir hann verði komizt. Út af fremsta horninu á fjallinu eru Reynisdrangar. Um þá er sú þjóðsaga, að þarna hafi verið á ferð seglskip þrímastrað. Heitir sá drangur Langhamar, en nær landi eru og 2 drangar, heitir annar Skessudrangur, en hinn Land- drangur. Það voru tröllahjón, og voru þau að elta skipið, sem var að sigla frá landi, en urðu of sein að ná í það áður en dagur rynni, svo allt varð að steini. Austan undir dröngunum er ágætt skjól í vestan átt og ládeiða austur með landinu. En eins og áð- ur getur safnast þarna mikil fjara, helzt þegar langvarandi vestanáttir eru. Svo mikið getur að þessu kveðið, að ganga má þurrum fót- um út í drangana, og hef ég borðað söl sem ég tíndi utan úr Land- drangnum. En svo eru þessar breyt- ingar snöggar, að öll fjaran getur sópazt burtu á 1—2 dögum. Svona hefur staðið á þegar Oddur lenti þar. En frásögnin um, að þeir hafi komizt upp á bjargið, nokkuð vafa- samari, því ég held að það hafi engum manni verið kleift. — Ég stundaði í áratugi fuglaveiði þarna í fjallinu, og get varla hugsað mér að þær breytingar hafi getað orðið á þeim leiðum, sem hafi valdið því að þetta hafi getað átt sér stað. Þó er sízt að þvertaka fyrir það. Hitt þykir mér miklu líklegra að þeir hafi getað komizt vestur með fjallinu, því þegaar Oddsfjara er mikil, er venjulega fjara neðan- undir urðinni fyrir vestan, og venjulega má komast þessa leið um fjöru, ef ekki er því meira brim. En svo mikil fjara getur safnazt þarna, að sett hafa verið skip úr Reynishöfn austur á Oddsfjöru, og skulu þessi dæmi nefnd: CÉRA Jón Steingrímsson bjó í Hellum, sem var næsti bær við Reynishöfn, á árunum 1755—1761 og var þá formaður. í ævisögu sinni segir hann frá því, að eitt árið varð ekki róið vegna ógæfta fyr en kom-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.