Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 14
234 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS stormi, og snúum þar við og and- æfum upp í vind og báru. Eftir dálitla stund sjáum við, okkur til mikillar gleði, að bátur kemur und- an skugganum, út úr brimgarðinum. Við snúum við á ný og förum á mó*i bátnum, eins nærri landi og við þor- um, þar til við náum sambandi við hann og við getum fest taug í hann og andæfum með hann beint í vind- inn — frá landi, sem okkur fannst við vera komnir allt of nærri, ef eitthvað bæri út af. ★ Það verð ég að segja að okkur Símoni brá heldur í brún, þegar við sáum að konan veika, sem við áttum að taka, var í stórri kistu rekinni saman úr heilum borðum, sýnilega búin til fyrir þennan flutning — og náttúrlega búið um konuna sem í rúmi. Það var úti- lokaður möguleiki að koma kistunni neins staðar undir þiljur á Víkingi, en að hafa hana upp á dekki, í því veðri sem var, fannst mér ekki koma til mála. Ég hafði orð á því við Þórð Þórðarson, sem kom út með bátnum og ég vissi að var í umboði oddvita að sjá um umbúnað og flutning á konunni. Ég sagði honum að kistan væri svo stór að það væri ómögulegt að koma henni undir þiljur, en að hafa hana uppi á dekki í þessu veðri — og vænt- anlega í mikilli ágjöf eftir að farið væri að stíma á móti, það væri alveg ófyrir- gefanleg flónska, svo við gætum ekki tekið þá ábyrgð á okkur — af því líka ekkert væri einu sinni til að breiða yfir kistuna á dekkinu. Þórður segir: „Þið verðið að taka konuna hver sem afleiðingin verður, það er ekkert um annað að gera, konan verður að kom- ast undir læknishendur, ekkert annað getur bjargað lífi hennar, takist það ekki er alveg vonlaust að hún lifi, að sögn læknis.“ , Eg ætlaði að halda áfram að mót- mæla Þórði, en þá flugu mér í hug, eins og til mín væri hrópað í gegnum storminn, síðustu orð Flygenrings: „Ég treysti ykkur að gera það sem þið getið“. — „Jæja, látið þið kistuna þá koma upp í herrans nafni.“ Það var gert, kistan var rétt upp og við skorðuðum hana stjórnborðs megin milli lestarlúgunnar og lunn- ingar og fyllti hún næstum alveg i það bil. Ég tók seglið af gafflinum og breiddi það eins vel yfir og hægt var. Því næst kvöddum við mennina úr landi. Þeir báðu okkur alls velfarnaðar og lensuðu í land, en við heldum á stað móti veðri og vindi og ferðinni er heitið til Reykjavíkur. Eftir að báturinn er farinn í land og menn þeir, sem á honum voru, og mesta umstangið við að ganga frá sjúkrakistunni er liðið hjá, tek ég eftir því að fleiri höfðu komið út með bátn- um en þeir sem í land fóru. Það voru tvær konur og tveir karlmenn: Oddný Guðmundsdóttir ljósmóðir og Jarþrúð- ur Árnadóttir úr Garðinum, maðu’’, sem ég ekki þekkti og Bjarni Jónsson maður Guðveigar Eiríksdóttur, en það var veika konan, sem var í sjúkra- kistunni. Mér fannst ekkert athugavert við komu þessa fólks, því það var alvana- legt, þegar sjóferð fell til Reykjavíkur, að fleiri eða færri farþegar fengi að vera með. ★ Eins og áður er vikið að, var ekkert afdrep uppi á Víkingi, svo ekki var um annað að ræða en kúldra konunum niður í lúkar. Hann var lítill, aðeins 2 hvílur, en konurnar treystust ekki til að komast upp í þær, heldur hreiðr- aði ég um þær á gólfinu og breiddi undir þær segldruslu, því gólfið var ekki tiltækilegt að leggjast niður á það. Ég sagði þeim að liggja þétt sam- an, svo þær nytu hlýu hver af annarri, en lúkarinn var óupphitaður, og upp- ganginum varð að loka alveg, vegna ágjafar. Um karlmennina hugsaði ég minna; Bjarni var kápulaus en Símon gat lánað honum stuttkápu. Ég sagði honum að fara niður í vélarrúm þó þröngt væri, því þar væri þó hlýtt Um hinn manninn hugsaði ég minna, enda var hann í kápu og hélt sig mikið uppi þangað til honum var orðið kalt. Tróð hann sér þá líka niður í vélarrúm. Símon gætti vélarinnar af stakri alúð svo fyrir hana kom ekkert, enda reið allt á því. Ég stóð í vélarrúmsgatinu svo rúmlega höfuðið stóð upp fyrir, og stýrði. Við sáum fljótt eftir að komið var af stað, að ekki mundi vit í því að taka stefnu beint á Reykjavík, báran var svo kröpp og mikil, og égjöfin að því skapi, því veðrið fór heldur versnandi, svo við afréðum að taka stefnu á Álfta- nes, og reyna að komast til Hafnar- fjarðar. Þannig lá stefnan betur við bárunni. Símon hugsaði um vélina, en ég reyndi að verja bátinn áföllum. Við erum ekki búnir að stíma mjög lengi þegar ég vek máls á því við Bjarna, að fara upp og vita hvernig konunni líði. Honum tekst að komast til hennar og líta undir seglið, kemur að vörmu spori aftur til mín og segir: „Nú er ekki gott í efni, konan er að eiga barn, og hún er í heilum buxum.“ „Hvað er þetta, maður,“ svara ég snöggt, „farðu undir eins og skerðu utan af henni buxurnar." Mér er í minni hvað Bjarni færðist í herðarnar, þegar hann var að opna sjálfskeiðing með tönnunum, með fingrunum gat hann það ekki, hann var svo loppinn. Og í munninum varð hann svo að bera hnífinn til að geta haldið sér með höndunum þegar bát- urinn hentist til. Hann fer samt og framkvæmir það, sem íyrir hann var lagt, og kemur að því búnu niður i vélarúm. Eftir nokkra stund bendi ég Bjarna á að fara og vita um konuna, — sem hann og gerir. Þegar hann kemur aft- ur, eftir litla stund, spyr ég hann að hvernig konunni liði. Hann segir að konan segi að sér líði bærilega, og haldi að hún sé búin að eiga barnið. Ég svara því til, að eins og hann sjái getum við ekkert gert í þessu veðri, við verðum að treysta Guði, að hann leiði þetta allt til góðra lykta. Nú fer ég að skilja, í hvaða tilgangi Oddný ljósmóðir var höfð með í ferð- inni, — og Jarþrúður, sem var mjög nærfærin við veika og þá einnig sæng- urkonur, hún hefur átt að vera nokk- urs konar vará-ljósmóðir. Það hefur líklega verið happ að ég vissi ekki hvernig stóð á fyrir kon- unni. Hefði ég vitað hvernig ástatt var hefði ég aldrei lagt upp að flytja hana. og sízt í þessu veðri. Hér var ekkert hægt að gera — eins og á stóð, nú var það náttúran, sem tók í taumana. Við vorum stödd út á sjó í stormi og húðar- ágjöf. Þetta varð alveg að hafa sinn gang, eins og náttúran ráðstafaði því. Geta má nærri hvernig konunni hefur liðið undir seglinu þegar bárurnar skullu á því. Við höldum áfram eins og hægt er, en ferðin gengur heldur seint, eða svo fannst okkur Símoni, með þennan vandræðafarm innanborðs, en í áttina þokast þó. Við höfum stefnu á Bessa- staði, sem eru nú farnir að skýrast, enda var nú farið að birta. Bjarni fór oft að vitja um konuna, og hún tjáði honum alltaf að sér liði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.