Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS g|SSS!g?!§llSj& *i 'U"&* 105 Skrímslin í Lagarfljóti FYRIR SKÖMMU barst blöðun um hjer fyrirspurn frá erlendum fræðamanni viðvíkjandi skrímslun um í Lagarfljóti. Það er nú svo langt síðan á þau hefir verið minst hjer á landi, að þau voru nær gleymd. Mun það hafa verið Guð- mundur heitinn Bárðarson er kom þeim fyrir kattarnef, er hann sann aði að þau væri ekki annað en rót- arhnyðjur og annað rekald. En úr því að fræ^ð þeirra lifir enn er- lendis, hafa menn máske gaman af að sjá hvað Hans sýslumaður Wium sagði um þau. Frásögn hans er á þessa leið: — Hvað þau (skrímslin) áhrær- ir, þá hafa þau alt frá því í fyrra- vor (1749) sjest að öðru hverju af valinkunnum mönnum, svo sá hlutur er að öllu sannferðugur. 1. Sást eitt af lögsagnaranum Pjetri og tveim eða þremur frá Ketilsstöðum á Völlum, langt' til. Öngva mynd sáu þeir á því. 2. Aðrir tveir menn samdægurs og hitt skeði urðu samferða uþp eftir Hellunum og sáu fyrir. utan Arnheiðarstaði skrímsli fara upp eftir fljótinuí á vöxt við stór-‘ an'sexræðing, með mjög harðri rás. Það sá og alt fólkið í Hrafnsgerði sem er bær þar skamt frá. Sá þriðji fór og út eftir greindum mönnum, einfara; hann segist sjeð hafa skamt undan landi sem sel, er útlítandi á belginn sem á skötu nær úr sjó dregst, sem strax hafi stungið sjer með miklum boðaföll um. Þessir þrír menn komu allir að Arnheiðarstöðum um kvöldið og fortöldu Árna Þórðarsyni þess ar sjónir. En mitt í því sáu þeir allir eitt þar niður undan bænum, víst 30—40 faðma, með háum hnút upp úr bakinu, og einn þeirra sagðist sjeð hafaúr, því anga fram- an og aftan, sem legið hefðu langt út í Fljótið. Alt voru þetta frómir og ráðvandir menn, sem þetta sáu. Hjer fyrir utan hefir það sjest heil oft af öllu fólkinu á Arnheiðarstöð um bæði nærri og fjarri landi stundum, en hefir þó aldrei getað sagt frá þeim skapnaði ánægilega. 3. Eftir þetta fyr á minst sá alt fólkið frá Hrafnsgerði þrjá hnúka upp úr fljótinu, og meina nærri heilan dag sem vatnaði yfir í milli hnúkanna, mörg hundruð faðma eftir sem bóndinn, ráðvandur mað ur sagði mjer. Nær jeg flutti mig í fyrravor út hingað var jeg um nóttina á Arn- heiðarstöðum. Þá sáu um morgun- inn prestarnir sjera Hjörleifur, sjera Magnús og sjera Grímur, sem þar voru með mjer, ásamt öðr um í stillilogni og besta blíðviðri, blástur rjett yfir undan í Fljótinu sem hvalablástur, en þó meiri all- ur. Þá voru menn farnir út eftir fljótinu í flutning; sáu þeir skamt þaðan sém blástur, en var viðlíkt ojg vörðuí upp úr Fljótinu, sem eftir það þeir höfðu horft á það nokkra stund, tók það rás upp að landinu. En nú í vor og sumar hefir yfir tekið. Skrímsli hafa nú sjest í ánni upp frá Fljótinu, upp frá Hrafn- kelsstöðum og í hestmynd með burst upp úr hnakkanum og hend- ur á hryggnum, svört tilsýndar; hafi rjett upp tvær trjónur og' vatnaði yfir í milli. Þetta ætla jeg satt muni vera, því þetta er ráð- vant fólk sem þetta sá. Hjer að auk lagðist eitt á (land) fyrir ut- an Víðivelli, sjeð af þrem mönn- um, og annað hafði lagst á land hjá Hreiðarsstöðum, sem húsbónd inn segir verið hafa sem stórt hús. Fleiri látast þetta og annað sjeð hafa, en- jeg hirði ei þar um að skrifa, því jeg óttast fyrir, að til þessa tals sem margs annars, kunni af þeim er gjöra vilja, lagt verða Aliquid plus Ultara; samt er ei að efa, að þetta, sem jeg skrifað hefi, er sannferðugt. (Lbs. 379, 4to). — Þjer komið mjer svo kunnug- lega jyrir sjónir. Það skyldi þó aldrei vera, að við hejðum verið á dansleik sarrían, þegar við vor- um ung. — Nei, jeg trúi ekki þ'essu með storkinn. Það ér eins og með jóla-' sveininn, það er hlutur, serii þuVBi hejir komið í kríng.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.