Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 11
LESRÓK MORGUNBLAÐSINS V.MÉW^ ♦!> ■ fi* * 103 NÝUNGAR [ KL/EÐAGERÐ Eítir Lloyd Stouffer ELSTI DÚKUR, sem menn þekkja, er ofurlítil ljereftspjatla úr líkklæði, sem vafið var utan um egypska múmmíu, 4000 árum áð- ur en Kristur fæddist. Þessi ljer- eftspjatla hefir verið gerð á sama hátt eins og dúkar eru gerðir enn í dag, efnið hefir verið kembt og( spunnið og síðan ofið í vefstól. Dúkar hafa aldrei verið framleidd ir á annan hátt, þangað til nú fyr- ir skemstu að ný aðferð er komin til sögunnar. í öndverðum október 1945 var jeg staddur í Chicopec-verksmiðj- unum í Milltown í New Jersey og horfði á vjelar, þar sem bómull var látin í annan endan, en út úr hinum kom klæði, sem hvorki hafði verið spunnið nje ofið. Þessi . verksmiðja og aðrar slíkar munu hafa framleitt rúmlega 2 miljónir metra af slíkum dúkum á þessu ári. Hjer er um að ræða algjörlega nýa og frumlega aðferð við klæða gerð — fyrsta breytingin, sem þar hefir orðið á um 6000 ára skeið. Og það er líklegt að hún valdi enn meiri byltingu í framleiðslu held- ur en sjálfvirki vefstóllinn gerði á sinni tíð. Nú munu vera 6193 klæðaverksmiðjur í Bandaríkjun- um, með 26,5 miljónir spunasnælda og 470,000 vefstólum. Með þessari nýu aðferð er mest af þessu orðið úrelt, því að hinar gömlu klæða- verksmiðjur geta ekki kept við þær nýu. Með gömlu aðferðinni er það snúðurinn, sem heldur hárinu saman, en nýa aðferðin notar sjer- stakt lím eða kvoðu til þess. í vjelunum í Chicopec er bómull in kembd í stóra samhangandi kembu, sem er um einn meter á breidd og 7 mm. á þykt. Þessi kemba fer svo undir kefli sem þjappar henni saman svo að hún verður ekki þykkri en venjulegur dúkur, og jafnframt er borið lím í hana. Um leið er hægt að lita dúk- inn eftir vi]d og setja í hann randir eða víindi, eftir því sem menn vilja. Alt er það gert með sjerstökum völturum í vjelinni sjálfri. Síðan er dúkurinn þurkaður á heitum völturum og síðan vafinn upp á kefli, og er þá tilbúinn. Þannig er bómullinni á svipstundu breytt í tilbúna voð. Þessir nýu dúkar, sem hvorki eru úr garni nje ofnir, verða miklu ódýrari en aðrir dúkar, bæði vegna þess að mikil vinna sparast, og eins vegna hins að langt um minna efni fer í þá. Úr einu kg. af bómull fæst þrisvar sinnum lengra klæði heldur en með eldri aðferðinni. Nýa klæðið er alveg sljett og mjúkt viðkomu, en ofnir dúkar eru venjulega snarpir, enda þótt þeir sjeu þjett ofnir. Jeg skoðaði „Masslinu“-hand- kjæðadregil úr vjelinni í Chicopec- Að útliti líkist hann mest þunnu hvítu flónel og var jafn voðfeldur. Hann dró í sig vætu á svipstundu, eins og þerriblað. en það hafði engin áhrif á styrkleik hans að vökna. Framleiðslan þarna er altaf að aukast, en fullnægir þó hvergi nærri eftirspurninni. Sem stendur. er þessi óofni dúkur mest notaður í handdúka fyrir tannlækna, blæj- ur, mjólkursíur og alls konar fóð- ur. Víða kemur hann í staðinn fyr- ir pappír, því að það er miklu skemtilegra að fara með hann held ur en pappír. og svo þolir hann vætu, sem pappír þolir ekki. Og hann er líka ódýrari en pappír. Bráðum fáum við bómullarmunn- dúka, handklæði og gluggatjöld, sem verða svo ódýr, að það borgar sig að fleygja þeim eftir notkun. Chicopice-verksmiðjan hefir þegar framleitt þúsundir af barnablæj- um, sem eru ódýrari en þvottur á notaðri blæju kostar. Enn sem komið er eru hinir nýu dúkar ekki nógu sterkir til þess að nota þá í skyrtur og rúmlök. Þeir eru sterkir á annan veginn, en rifna auðveldlega á þann veginn sem bómullarhárin liggja. En nú er verið að ráða bót á þessu með því að leggja þræðina í kross (eins og trje í krossvið) og vantar nú að eins vjelarnar til að vinna þannig gerða dúka í stórum stíl. í Kendall-verksmiðjunum í Massachusetts sá jeg dúka, sem framleiddir voru á annan veg, og hægt að gera úr þeim fatnað án þess að nota nál og þráð. Kendall kembir saman bómull og tægjur, sem gerðar eru úr lími. Dúkur úr þessu getur orðið næfur- þunnur, eins og silkipappír. Vegna límsins, sem í honum er, er haégt að skeyta haon saman með hita og fargi í staðinn fyrir að sauma hann saman. Sú kemur tíðin, að húsmæður þurfa ekki á saumavjel um að halda. Þær „sauma“ kjól- ana sína með „krullujárni11! Þessi aðferð, að framleiða óofna dúka, er aðeins sýnishorn af þeim framförum, sem nú eru að verða á þessu sviði. Á einum stað sýndu menn mjer tvo ullarsokka af sömu stærð. Það var enginn sjónarmunur á þeim, en í ullina á öðrum hafði verið sett

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.