Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 8
100 "5* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - ÓKUNN LÖND - MILLI Nabon og Ona eru að eins átján mílur, en enginn getur gert sjer í hugarlund ‘hvernig leið- in er. Neðst í hinum þrönga dal var einstakur hár tindur og sá ekki upp á kollinn á honum. Þeg- ar jeg leit aftur nokkrum klukku- stundum seinna, þá horfði jeg nið ur á hann og var hann þá að sjá cins og hundaþúfa. Eftir erfiða göngu í fjöllunum kom jeg fram í hátt skarð og við mjer blasti annar dalur. Eftir klukkustundar göngu var jeg kominn til Ona og fór rakleitt heim til prestsins. Ráðskonur hans, tvær laglegar kynblendingsstúlkur, tóku á móti mjer með sama kuldanum og kæruleysinu, sem einkennir fram- komu fólks þarna gagnvart ókunn ugum. Þær sögðu að presturinn hcfði „farið upp í fjöllin“, en hann gæti kornið „á hverri stundu“, sagði'önn’ur" og það þýddi auðvit- að~að' hann gæti komið þá um kvöldið, eða ekki fyr en eftir viku. Þarna voru nokkrir moldai'kofar, en jeg sá það, að jeg mundi hvergi geta gist annar staðar en hjer. Myrkrið var að skella á og mjer leist ekki á blikuna. Að lok- um sagði önnur þeirra, að hann mundi „líklega koma í kvöld“ og að þeir skyldu leita að einhverju matarkyns, ef jeg vildi biða. Jcgi var nú orðinn þaulvanur því. í kofanum var moldargólf og moldarveggir. Þar inni voru páfa- gaukar, sem kölluðu og grenjuðu á stúlkurnar með nafni. Þar var api bundinn og ósköp niður dreg- inn að sjá, og þar var ýmislegt annað furðulegt. Á miðju gólfi stóð óheflað borð, og eftir góða stund baru þær fram matinn, ýmsa rjetti, en alla a sama disk, IX. Hjá prestinum í Ona og var bætt á hann í hvert sinn, sem hann var hroðinn. Ekkert brauð var á borðinu, en svo nóg‘ af öðrura mat, að jeg fylti vasa mína, því að jeg vissi af fyrri reynslu, að það gat komið sjer vel. Allir voru rjettirnir kaldir, en loguðu uppi í manni vegna þess hve mikið var í þeim af grænum pipar, sem Andesbúar hafa í allan mat. ’Nokkru seinna kom hópur ríð andi manna utan úr myrkrinu og staðnæmdist við kofann. Jeg var hálfsofandi, en staulaðist nú á fætur. Þarna var presturinn kom- inn. Hann var risi að vexti, fullar þrjár álnir á hæð og þrekinn að því skapi. Hann var með konga- nef og mjög hörundsdökkur. Klæðnaðurinn var skósíð svört hempa og Panamahattur. ákaflega vandaður og hefir eflaust verið gjjöf frá einhverjum fjallabúa. Logandi vindlingur var milli var- anna^ og vikugamalt skegg á vöng um. Það var auðsjeð á prestinum að hann hafði mikla reynslu í þessa heims málum. Rödd hans var há og hvell eins og stærstu kirkjuklukkunnar í Quito. En hann var smeðjulegur í fram- komu. Hann faðmaði hvern að sjer með blessunarorðunum: „Ó, kæri, besti vinur!’* „O, Jesecito cholito, hijito mio!“ Og milli orð- amia laut hann niður og kysti fólk ið, svo að fullkomin hræsni virt- ist vera, en var þó ekki. Mjer lieils aði hánn á sama hátt, eins og lengi þráðum vini, og fullvissaði nng um það að kofmn og alt sem þar var værí mitt. Hann barmaði sjer út af því að hann liefði sent „báða grammofónana sína“ til Cuenca og 5000 dollara virði af öðrum gripum. Hann ætlaði bráðum að flytjast til Cuepca. Húsakynni hans voru gott sýnis horn af prestsetri í Andesfjöllum. Leirklíndir veggir og torfbekkir í stað legubekkja. Á veggjunum hengu til skrauts ótal litprentað- ar auglýsingar um whisky og vind linga, og á flestum þeirra naktir kvenmenn. Undir borði hans var stór poki af tóbaki, settur þar til þess að tóbakið gæti þornað, og hann var altaf að fara í pok- ann og ná sjer í tóbak til að vefja úr vindlinga, leit þó aldrei af gest- um sínum og malaði í sífellu. Tveir menn voru þarna auk okkar og báðir af Indíánakyni. Annar var lögreglustjórinn, en hinn bar borgarstjóratitil. Sá fyrri var með gítar, en hinn með áfeng- isflösku. Báðir voru þeir hálffull- in og ekki síður háværir en prest- urinn. í þrjár klukkustundir sátu þeir þarna sem aldavinir og drukku stöðugt hver á annan. Þeir vildu fá mig til að drekka með sjer en eftir þrjá sopa fanst mjer jeg allur log|a að innan. Prestur var hrókur fagnaðar, enda var hann mestur fyrir sjer og þoldi drykkinn best. Hávaði var nógur af tali þeirra og gítarnum, og svo var dimt þarna inni af tóbaks- reyk, að naumast sáust handaskil. Prestur talaði frönsku, því að hann háfði á yngri árum stundað nam í franska klaustrinu í Riobamba, og hann vildí altaf vera að tala frönsku við mig. Logreglustjorinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.