Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 97 - UP Höfundur þessarar greinar er Wolfgangi Langewiesche, flug maður og rithöfundur. Hann gerir hjer grein fyrir því hvernig ýms snögg veðrabrigði verða. GUSTUR fer milli húsaraðanna, Slitur af gömlu dagblaði sveifl- ast úr göturæsinu upp á gangstjett ina, tekst svo á loft og skrúfar sig hærra og hærra, þangað til það er komið á móts við þakskegg hús- anna. Þar sveimar það flatt í loft- inu dálitla stund og svífur svo upp fyrir húsin og hverfur. Fyrir svo sem einum mannsaldri hefði þetta verið talinn mjög ómerkilegur at- burður, en hann er það ekki nú, á dögum fluglistarinnar. Þcssi einfaldi og hversdagslegi atburður, er gott dæmi um einn af eiginleikum loftsins. Það eru sem sje til vindar, sem ekki blása úr neinni átt. hvorki frá suðri nje norðri, hvorki frá austri nje vcstri, heldur bcint upp í loft. Þessir uppvindar eru lausn á mörgum gátum, sem menn hafa verið að glíma við. Hvcrnig stend ur t. d. á því að örn eða mávur geta svifið tímunum saman á út- þöndum vængjum, án þess að hreyfa þá? Svarið er, að fuglarn- ir eru þar sem uppvindur blæs, og láta hann bera sig alveg eins og pappirsblaðið barst upp á milli húsanna. Uppvindarnir eru líka ráðningin á \þeirri gátu, hvernig hægt er að komast hátt i loft upp á svifflugu, sem ekki cr annað en eftirliking á fugli með útþanda vængi. Uppvfndarnir hafa einnig mikla þýðingu fyrir veðráttuna. Þeir gefa, skýringu á því hvernig á því stendur, að stundum er heiðskírt, stundum dimmviðri og stimdum PVINDAR - rigning. Þeir skapa skýin, sjerstak lega þau þykku, hvítu ský, sem oft sjást hnyklast á loftinu seinni hluta dags á sumrin. Og þrumuv. er ekki annað en óvenju æstur upp vindur; regn og hagl. þrumur og eldingar er ekki annað en afleið- ingar af þessum lóðrjetta stormi. Uppvindarnir orsakast af hita. Á einhverjum stað hitnar loftið og leitar upp á við. Þjer hafið sjálf sagt sjeð tíbrá á sólheitum sumar degi. Þetta er ekki annað en ótal heitar loftbólur, sem stíga upp frá heitri jörðinni, sjerstaklega þar sem sendið er. Og þær cru undir- rót uppvindanna. , Á slíkum sumar sólskinsdögum þegar loftstraumurinn er sem mestur beint upp. mundu slíkir uppvindar. ef þeir væru sýnilegir. líta út eins og margra kílómetra háir stólpar á víð og dreif eða cins og ógurlcgir trjástofnar í gisn um skógi. Einn cr máske beint upp af borg, þar sem hann sogar til sín heita loftið a£ malbikuðum götum og húsaþökum; annar rís máske beint upp af sólbökuðum klcttum; hinn þriðji upp af sand- fláka. Hver sá staður, sem tekur betur við sólarhitagjeislunum en aðrir staðir, kemur af stað slíkum uppvindi. Þcssir vindar ná aldrei yfir stórt svæði, heldur eru þeir tiltölulega grannir loftstrókar og vindhraðinn er mikill. Þegar flugvjelar detta. Á slíkum sólskinsdögum lenda flugvjelar í mörgum slíkum strók um. Farþegunum finst þá að flug- vjelin verði fyrir höggi að neðan. En þegar ílugvjelin kemur út úr stroknum og loftstraumurinn hverfur skyndilega, er það alveg eins og hún ætlí að hrapa. Þetta hefir verið kallað „tómloft“ eða „loftgöt“. Það má segja að í gufuhvolfinu sje reglubundnar lofthræringar, og af þeim stafar það, að oft á mánuði koma kaldir loftstraumar frá pólnum inn yfir löndin, þar sem áður hefir verið sól og sum- ar og loftið því heitt. Kalda loftið hlýnar þar sem það fer yfir jörð- ina og afleiðingin verður sú að margir uppvindar myndast. Á slík um dögum er einkennilegt að horfa á reyk upp úr verksmiðjum. í stað þess að spinna sig þráðbeint upp í loftið, slitnar hann sundur í smágiefsur, sem verða eins og! hnettir og stíga upp í háloftin. Yegna þessa er oft bjapt yfir verksmiðjuborgum á slíkum dög- um, þótt reykurinn sje engu minni en endranær. þess vegna cr oft svalt þótt bjart sje veður. Á hinn bóginn kemur það líka fyrir, að heitur loftstraumur leit- ar norður á bóginn. Það loít, sem næst er jörðu. kólnar, verður þyngra cn hitt og staðnæmist. Þá myndast engir uppvindar. Á slíkum dögum slær reyknum nið- ur, svo að borgirnar íyllast af honum. Þá legst bensínsvækjan af bifreiðunum niður að götu. Það er oftast slíkt loflslag sem vcldur hinni illræmdu Lundúnaþoku. Hemlar í loftinu. t Þegar jörðin er heit, en loftið niður við hana kalt, myndast upp vindar. En svo er máske enn hlýrra loft hærra uppi, og þá stað næmast uppvindarnir við það. Þetta kallast öfugstreymi, því að venjan er sú að loftið kólnar meira og meira eftir 'því sem hærra dregur. Það er þetta öfug- streymi, sem mest áhrif hefir á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.