Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 2
94 ■ J « i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS konar böð, margrjettaðar máltíðir, samkvæmisklæðnað í miðdegis- verðinum, skemtanir með úrvals listamönnum á skránni, baðher- bergisklefi með hverju herbergi, fimleikasalur og vitanlega tennis- brautir. Þessi gistihús eru dýr í rekstri og þó að verðið sje eig'i við hæfni annara en auðkýfinga, reyn ist að jafnaði erfiðara að láta þau bera sig en ódýrari gistihús. — í Sviss er mikið af slíkum gistihús- um, en í Noregi eru þau ekki nema örfá (Stalheim. Hosbjör o. fl.) Langflest sveitagistihúsin norsku eru miðuð við almenningshæfi og laus við íburð. Herbergin að vísu nokkuð misjafnlega dýr, eftir stærð og legu í húsinu og eftir því hvort þau hafa sjerbað eða ekki. Máltíðirnar eins og gerist í góðum matsölustöðum en ekkert borið í. Rúmgóðar setustofur og lesstofur. Fyrir stríð var hægt að dvelja á þessum gistihúsum fyrir 10 krónur á áag, en nú mun dvalarkostnaður inn vera 16—18 kr. norskar. Er þá miðað við vikudvöl eða lengri, en umferðagestir borga meira. Á þcss um stöðum eru að jafnaði kvöld- skemtanir og dans fyrir gesti, án aðfengiima skemtikrafta. Og gisti- liúsin aldrei minni en fyrir 30 gesti. Þá tekur við í Noregi flokkur gistihúsa, sem ekki hafa leyfi til að kalla sig „hótel“ en ganga und- ir nafninu „gjestgiveri“. Þar er gisting og greiðasala að jafnaði rckin ásamt annari atvinnu, oftast Landbúnaði, og staðurinn getur liýst 10—15 manns. Þessir staðir liafa oft eins góðan mat og hin stærri gistihús en eru um þriðj- ungi ódýrari, enda er húsnæðið ó- fullkomnara. Gististaður liefir t. d. ekki rjett til að kalla sig „hótel“ nema vatnsþjiðsla sje í gistiher- bergjunum og yfirleitt þarí að full nægja ýmsurn skilyrðunr til þess að fá að nota „hótel“-nafnið. En hinn lægri flokkur verður líka að hlýta ýmsum fyrirmælum bæði um matsölu og sjerstaklega um her bergi þau, sem seld eru á leigu. Loks eru sæluhúsin. Þeim má skifta í tvennt; staði sem eru und- ir umsjá og hægt er að fá að liggja á dýnu og fá leigt teppi yfir sig og jafnvel lök til að liggja við, og hin eiginlegu sæluhús. sem standa mannlaus og undir vernd þeirra gesta, sem að garði ber. Hin fyr- nefndu. sem kalla mætti jerða- mannahæli, eru að jafnaði á eða nálægt bygðu bóli, en sæluhúsin á óbygðu. Svíþjóð hefir verið braut ryðjandi að því er ferðamannahæl- in snertir o^ eru þau um land alt og einkum notuð af æskulýð, sem notar sumarleyfin til að fara hjól- andi um landið og fæðir sig sjálf- ur. Hjá umsjónarmanninum á ferðamannahælinu getur gesturinn leigt sjer lök og ábreiður, keypt sjer heitan drykk og fengið hitað- an mat sinn. Hann sleppur þannig við að hafa með sjer viðleguútbún- að, sem mundi þyngja hann niður. Svenska Turistföreningen hefir haft forgöngu * að því að koma upp ferðamannahælunum, sem Svíar nefna „vandrerhem“ og er talið að þau spari sænsku ferða- fólki margar miljónir króna á hverju sumri. Loks eru sæluhúsin, hæli óbygð- anna. í Noregi og Svíþjóð eru þau svipuð og sæluhúsin, sem Ferða- fjelagið hefir látið gera lijer, — síst betri. En bæði Norðmenn og Svíar hafa auk þeirra komið upp fjallag^istihúsum, sumum stórum, þar sem fólk getur dvalið og feng- ið alt keypt, sem það þarf til dag- lcgra þaría. , Gistihússreksturinn er með öðrum oröum lrominn inn í óbygðirnar. sem aðallega tíðkaðist utan borga í Skandinavíu og einkum eru mið- aðir við skemliferðafólk. bæði inn- lent og útlent. Það er sennilegt að farið verði að miklu leyti eftir fordæmi þessara landa þegar farið verður að skipa þessum málum hjer á landi, þannig að tillit sje tekið til aðstöðunnar hjer og þar. Gistihúsmál Noregs og Svíþjóðar mega teljasb \ mjög góðu horfi og dvalir erlendra ferðamanna er í Noregi orðinn einn veigamesti liðurinn í „útflutnin^sverslun“ Norðmanna. í Svíþjóð gætir miklu minna munarins að gistihúsadvöl innlendra og útjendra ferðamanna. Hjer verður aðallega rætt um gistihúsaþörfina með tilliti til væntanlegrar komu erlendra gesta þó að hinu megi ekki gleyma, að skemtiferðir innlendra hafa auk- ist stórkostlega á síðari árum og; munu enn aukast, vegna sumar- leyfislöggjafarinnar. Sú hefir ver- ið reynslan undanfarin sumur, að fólk hefir verið í sfórvandræðum með að fá inni nokkra daga í sveit að sumrinu, og öll pláss þeirra sumar^ististaða sem um hefir ver- ið að ræða, hefir verið upppantað löngu áður cn gistihúsin tóku til staría. Þörfin fyrir ný gistihús er. því orðin brýn, þó að engum út- lendum ferðamönnum væri til að dreifa. Það má ckki gleyma því/ að meiri hluti íslensku þjóðarinn- ar á nú heima í bæjum. Þó að eigi kæmist „á gras“ ncma annarhver Reykvíkingur, eina viku samlals. þá cr samt um að ræða yfir 20,000 vikudvalir, sem aðallega koma á tvo mánuði ársins eða segjum 10 vikur. Svarar það til 2000 gesta að jafnaði yfir sumartímann. Og lang- flestir þessara gesta vilja ekki fara lengra en austur í sveitir eða í Borgarfjörð. Nþ ætlast enginn til að gistihús sjeu til fyrir alt þetta fólk. Sumt af V#' HJER að íraman heíir verið drep ið á fimm stig gististaða þeirra, —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.