Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 4
I 96 T • *» Í1 íl) LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ' og rekstur þeirra yrði undir öllum kringumstæðum háður nánu eftir liti hins opinbera. Það er vafa- laust að eitt stórt fjelag gæti rek- ið gistihúsin betur en mörg fje- lög, sem stofnuð yrðu hvert um sitt gistihús. Því að þó að gisti- húsafjelögin yrðu mörg þá falla hagsmunir þeirra í svo mörgu sam an, og kostnaður við landkynn- ingu og fyrirgreiðslu ferðamanna yrði sameiginlegur kostnaður, sem jafna þyrfti niður á gistihúsin. Allur kostnaður með ferðaauglýs- ingar á vitanlega að leggjast á þau fyrirtæki, sem hafa atvinnu af ferðalögunum á einn eða annan hátt, en ekki verða skattur á al- menningi, sem ferðaðist með sjer- leyfisbifreiðum, eins og var í tíð hinnar gömlu ferðaskrifstofu. En það er meira en gistihúsin sjálf sem vantar. Líka vantar kunnandi starfsfólk handa þeim, alt frá hótelstjórum niður í vika- drengi. Því að hversu gott hús- næði sem er, nægir ekki eitt fyrir sig, ef gestrisnina vantar eða mat- urinn er ekki viðunandi. Þó að áður nefnd gistihús gæm- ust á fót veitir ekki af að haldá við gistihúsum þeim og heimilum, sem nú eru starfandi, og efla þau og endurbæta. Með litlum kostn- aði er hægt að bæta um flest það sem nú er ábótavant hjá þessum einka-gistihúsum, og sum þeirra þurfa eingra umbóta við. En þau þurfa samræmingar, bæði um gæði rúma og matar og eins um verðlag. Hjer í landi er enginn að- ili til nú, sem mun telja sjer skylt að veita þessum gistihúsum leið- beiningar, en það er eitt af því, sem mun falla í hlut ferðaskrif- stofu ríkisins. Ferðafjelagi íslands hefir þegar orðið talsvert ágengt í því að koma upp góðum gistihúsum til fjalla. En það hefir ekkert skift sjer að gistihúsmálum nje fyrir- greiðslu erlendra ferðamanna eða sumarleyfisgesta, utan með hóp- ferðum sínum. Hefði það þó margra hluta vegna verið rjett- asti aðilinn til að hafa forgöngu í þessum málum. En eitt verkefni bíður óhjákvæmilega fram- kvæmda Ferðafjelagsins og það er að koma upp mörgum ferða- hælum í bygðum, að dæmi Svía. Sje það mál leyst með slíkum hætti og Svíar hafa gert þá þarf framkvæmdin ekki að vera tilfinn •anlega kostnaðarsöm. Það er sem sje talsvert af ónotuðu húsnæði til víða í sveitufn, skólahús, sam- komuhús og fleira, sem með sam- komulagi við rjetta eigendur og litlum innrjettingarkostnaði mætti gera að gistihælum. Þau mundu stórum ljetta af þeim átroðningi, sem sveitaheimili verða fyrir nú af ferðafólki. Þá er og bráð þörf á því að veiðimannaskálar komist upp bæði við Veiðivötn eystri og á Arnar- vatnsheiði. Ferðir á þessa staði aukast stórum og mundu þó gera það enn meir, ef góð viðleguskil- yrði væru þar. Eins og nú er þurfa veiðimenn að flytja tjöld og allar þurftir með sjer, og þessir veiði- leiðangrar verða því mjög dýrir, með þeirri háu leigu, sem nú er á hestum og fylgdarmönnum. Veiði menn mundu því fegnir vilja borga ríflegan næturgreiða í skál- um þessum fyrir að spara sjer flutninglskostnað á viðleguútbún- aði. ííjer hefir verið drepið á fáein atriði mjög yfirgripsmikils máls, sem mun krefjast úrlausnar og framkvæmda á næstu árum. Ann aðhvort verða. einstakir menn eða hið opinbera, en helst hvorttveggja í sameiningu, að taka málið í heild til meðferðar þegar í stað, því að það þolir ekki bið. Það gæti nefnilega verið ómet- anlegur skaði og álitshnekkir landinu, að fara að greiða götu er- lendra ferðamanna hingað án þess að hafa betri viðbúnað hvað gistingu snertir en þann, sem nú er í landinu. Þetta mál er vanda- samt og eitt lítið glappaskot getur haft mikil ill áhrif. Skemtiferða- maðurinn er viðkvæmasta „versl- unarvara" veraldarinnar, og ef hann „skemmist11 í meðförum eitr- ar hann umhverfi sitt þegar hann kemur heim og bólusetur kunn- ingjana gegn öllum hlýhug til ís- lands. Og það er hlýhugur og vel* vild, sem erlendu ferðamennirnir eiga að afla íslandi fyrst og fremst. Hann er okkur eins nauðsynleg eiga og innstæða í erlendum banka, og sú „erlenda valúta“, sem þjóðin verður að reyna að safna — betur en hún gerði á hernáms- árunum. Þar var gott tækifæri, sem var eyðilagt vegna þess að svo margir íslenÖingar kunnu ekki að gera greinarmun á þjóð- rækni og þjóðrembingi. ■SJcúIi Skúlason. w m Nýung í bókagerð NÚ ER farið að ljósmynda bæk- ur á þann hátt, að smækka letrið svo, að 150 blaðsíður af venjulegu bókabroti komist fyrir aftan á hverju bókspjaldi bókasafnanna. Síðan er hægt að lesa þetta í sjer- stakri lestrarvjel, sem stækkar letr ’ið aftur í venjulega stærð. Á þenn an hátt er hægt að geyma allar bækur á spjöldum, og er það tal- ið heppilegra fyrir bókasöfn, sem hafa lítil húsakynni. Söfnin geta jafnvel alveg losnað við bókahill- urnar og bækurnar, að eins haft þessi litlu spjöld og má þá geyma stóreflis safn í skúffum inni í les- stofu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.