Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 Eftir það fór hann inn í næsta herbergi með báðar ráðskonur sínar, en þar voru tvö rúm inni. Svo fell kyrð yfir. Jeg svaf nokkuð lengi fram eft- ir næsta morgun, og vissi ekki fyr en þau voru öll þrjú komin inn til mín, svo að jeg lenti í hálfgerð um vandræðum með að klæða mig. En upp frá því og fram á kvöld datt varla nje draup af prestinum og stúlkum hans. Hann ihintist nú ekkert á hina mörgu merkilegu sögustaði, sem hann hafði talað svo mikið um kvöldið áður. Tomas á Kempis segir einhvers staðar: „Daufur morgun fylgir oft glað- væru kvöldi“. En prestur hafði nóg að gera. Altaf voru einhverjir að koma til hans, bæði Indíánar og kynblend- ingar og þurftu að tala við hann. Hann reykti stöðugt og við og við saup hann á flösku, og blessaði og kjassaði alla komumenn, en neitaði þeim þó staðfastlega um alla veraldlega hjálp. Allan morg- uninn var smiður þar að negla saman tvö borð, sem vildu alls ekki láta negla sig saman. Um há- degi snæddum við þrír morgun- verð, ásamt ketti, hundum, páfa- gaukum og apanum, sem öll gengu í matinn með okkur, eins og þau ættu hann. Dagurinn leið heldur tilbreyt- ingalítið. Helsta dægrastyttingin var að heyra garg í páfagaukun- um, hundagelt, ýlfur og væl í ap- anum, sem hristi hlekki sína og reyndi að hrekkja og klóra hvern mann, er nærri honum kom. Ogj svo var þarna svo mikið af flug- um, að suðan í þeim var eins og þungur vatnaniður. Og upp yfir þetta heyrðist við og við ómur af tóni frá kirkjunni, en þar var klerkur að syngja skyndimessur til friðþægingar sál einhvers fram liðins. Undir kvöldið fjölgaði heimilis- fólki. Þriðja ráðskona prestsins kom þá heim. Hún. var feit og fjörug, og hafði verið í fundaferð hjá ættingjum sínum uppi í fjöll- unum. Það var mesta furða að alt skyldi vera þarna jafn sóðalegt ogj raun var á, þegar presturinn hafði þrjár ráðskonur til að annast heim ilisverkin. X. Hugvitsmaður í Loja hafði ákaflega gaman að hlusta á þessa tungu, sem hann skildi ekkert í, en borgarstjórinn þrum- aði reiður og kvaðst ekki vilja heyra eitt orð af þessu „bölvaða máli“. Prestur helt fast að þeim drykknum og ljet altaf sækja á flöskuna þegar hún hafði verið tæmd. En borgarstjórinn varð reiðari og reiðari og seinast slangr aði hann út í myrkrið og grenjaði að hann ætlaði að sækja sjer byssu eða hníf. Prestur og lög- reglustjóri fóru á eftir honum og það heyrðist ógurlegur hávaði í þeim, svo að bergmálaði í hlíð- inni, ýmist grimmúðleg raust borg! arstjórans eða gjallandi rómur prestsins. Að lokum datt þó alt í dá. Prestur kom inn aftur og var þá einn. Var þá ekki að sjá á hon- um að hann væri ölvaður. Hann hafði kastað vímunni af sjer, eins og hann hefði kastað af sjer flík. Hann laut undir borðið til þess að ná sjer í meira tóbak. Svo fór hann að afsaka þctta uppistand og sagði að fjelagar sínir væru æðstu valdsmenn þarna um slóðir og hann yrði að koma sjer vel við þá „hvort sem sjer líkaði betur eða ver“. Svo bað hann mig bless- aðan að vera um kyrt i Ona næsta dag. Við skyldum ferðast um ná- grennið á múlösnum og hann skyldi sýna mjer marga merkilega sögustaði. Hann sagði að Ona væri elsta þorpið í Suður-Equador og að í þéssu liúsi hefði Sucre undir- ritað friðarsamning eftir orustuna hjá l'arqui. Þótt jeg byg'gist við því að ekkert af þessu væ?i að marka, þá lofaði jeg að halda kyrru fyrir næsta dag. Þá faðmaði hann mig að sjer og kallaði mig besta vin sinn og jós yfir mig öll- um gælunöfnum sem hann kunni á spönsku. Að því búnu skipaði hann stúlkunum að búa um mig á tnoldarbekknum í skrifstoíu sinni. LOJA er 380 mílur frá Quito og er stærsta borgin i því hjeraði, sem stjórnin skiftir sjer minst af. Hún stendur á milli ánna Zavvara og Malaeatos, sem renna í Ama- zon. Þar er flatt land og frjósamt umhverfis, og þar spretta banan- ar, enda þótt borgin sje í 7000 feta hæð yfir sjávarmál. í' fornfálegu tvilyftu húsi við aðaltorgið, býr Augustus Cárrion, hugvitsmaður. Hann hefir fundið upp „celifono“, en það er aðferð til þess að setja píanó í samband við rafmagnstraum og gefa því lang- dregin og mjuk orgelhljóð. Hann er merkilegasti maðurinn um þess ar slóðir, en lionum er „haldið niðri“ af þeim, sem njóta góðs af frægðarorði hans. Hann er ágætt sýnishorn þess hvernig íer fyrir gáfuðum mönnum. sem reyna að liefja sig upp úr fjöldanum á af- skektum stöðum fjarri menning- unni. Jeg hitti hann heima. Þar voru stór kort af París og' New York, en þangað hafði hann komist einu sinni, er hann var að reyna að fá einkaleyfi á uppgötvun sinni. Þarna voru líka margair myndir af ættmgjum hans, gulnaðar af elli. 1 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.