Vísir - 07.03.1970, Side 9

Vísir - 07.03.1970, Side 9
▼ ISIR . LaugardagurT. marz 1970. 9 rismsw HVAÐ FINNST YÐUR UM UNGU KYNSLÓÐINA? Krlstinn Bergþórsson, verzlunar maöur. „Er ekki bara allt gott Jóhannes Bjamason, bifvéla- virki: „Ég kann ágætlega við krakkana, aö einni undantekn- ingu meötalinni, það er síða hár tfzkan hjá strákunum. Ég hef nú alltaf kunnað betur viö að kvenfólkið væri hárprúðara en karlmennimir. Ég kann ekki við að sjá að stúlkur séu með drengjakoli en strákamir hár niður á herðar." Halldóra Jónsdóttir, skrif- stofustúika: „Mér finnst unga kynslóðin dásamleg! Krakkamir, þeir em myndarlegir og skínandi duglegir." Helgi Kristinsson, stud scient-- „Hún er að mörgu leyti ágæt kannski einum of frjálsleg og ábyrgðarlaus á sumum sviðum. Mætti gjaman hugsa af meiri á- byrgð og alvöru'út f lífið og til- veruna.' Þórdls Ágústsdóttir, húsmóðir: „Mér finnst hún alveg Ijómandi Þetta er myndarlegt og frjáls- legt fólk og f flestum tilfellum duglegt að bjarga sér.“ KOMDU OG SKOÐAÐU í K3STUNA MÍNA .... segir í vísunni og lýsir einmitt vel einni aðferð mannanna til þess að komast í kynningu hver við annan — nefnilega bjóða ó- kunnugum að koma og skoða jarðneskar reyktur og annað um hverfi þess, sem vill kynna sig. Það er einmitt það, sem stúd- entar viija gera á morgun, og átta námsdeildir Háskólans hafa lagt mikla undirbúningsvinnu í morgundaginn, svo að gestum verði sem greiðastur aðgangur- inn að skólanum. Leiki einhverjum hugur á að sjá, hvemig guðfræðinemi býr sig undir prestskap geta menn hlýtt á guðsþjónustu f háskóla- kapellunni kl. 10 og síðan hlýtt á umræður um „hvemig ræðan hjá ’onum blessuðum var“. Eða skólans — það títtnefnda fyrir- bæri — eða þá Handritastofnun- ina, sem hver maður kannast við af fréttum, en næsta fáir hafa augum litið. Eða þá hlýtt á fyr- irlestra um ísienzkar bókmennt- ir (Kristnihald undir Jökli verður á dagskrá) eða íslenzka málsögu. Mönnum gefst kostur á að fylgjast með skýringum prófess- ors Sigurðar Þórarinssonar á skuggamyndum, sem sýndar verða um vatnsrof og gljúfra- myndanir fyrir náttúrufræði- nema. Menn geta séð, hvemig vænt- anlegir málafylgjumenn þjóðar- innar búa sig undir að beita lagaklækjum sér til framdráttar og skjólstæðingum sfnum, en f stofu I verður flutt mái, sem risið hefur út af skipaárekstri. Ávana- og ffknilyf verða tift umræöu hjá læknanemum, þ. e. a. s. þeim, sem ekki verða upp- teknir við að kryfja dýr undir stjóm Jóhanns Axelssonar prófessors f lffeðlisfræðistof- irnni, en þeim, sem óar við slfku, er ráðlagt að dunda sér heldur við að skoða mannsfóstur á ýms- um stigum í líffærasafninu, sem einnig verður opið. Tannlæknanemar sýna pfn- ingartæki sín og faiskar tennur (sem vandlega verður gætt þó) og útskýra fyrir gestum (hugs- anlega með verklegri sýningu, ef nægilega góð borgun býðst), hvemig ailt það virkar. Tölva Háskólans heyrir til verkfræðideildinni, sem lætur ekki sitt eftir liggja f kynning- unni og sýnir teikningar nem- enda, eðlisfræðitæki (líka eim- ingartæki) o. fl. Og loks það sem öllum er hjartfólgnast — nefnilega skattamálin — en viðskipta- fræðinemar flytja fyrirlestur um staðgreiðslukerfi skatta. BARA KOMIÐ OG SKOÐIÐ í HÁSKÓLANN OKKAR . . segja stúdentar og bíða nú morg- undagsins með allar dyr opnar upp á gátt. — GP— „Æ, hvatSa brölt er þetta í stúdentum. Hvað vilja þeir núna?“ varð manni einum að orði, þegar fréttir bárust af miklum undirbúningi stúdenta vegna Háskóla dagsins, sem þeir efna til á morgun í Háskólan um, þangað sem þeir hafa boðað alla, sem koma vilja, til þess að sjá og heyra það sem þar er innan veggja. ”Datt mér ekki 1 huS!“ sagði stúdent einn, þegar við komum spumingu mannsins á- leiðis og bárum hana undir hann. „Fólk virðist ekki átta sig á þeim mun, sem er á stúdenta- starfi hér (sem sumir kalla stundum stúdentabaráttu) og svo starfsaðferðum stúdenta vfð- ast erlendis. Það er reginmunur á þvi, hvað við erum miklu friö- samari, og fyrir okkur vakir ekkert annað en að bjóða fólki inn í skólann og kynna þvf, hvað háskólanám er — eða hvemig þaö lítur út í daglegri mynd. Ekki til þess aö leggja áherzlu á einhverjar gamlar og nýjar kröfur, heldur til þess að getfa fólki sýnishom, svo hjá því vakni áhugj til þess aö láta um- ræður um Háskólann til sín taka. Þegar t. d. taliö berst að bama- skólum, leggja allir við eyrun, því að allir hafa gengið í bama- skóla og þekkja þar nógu mikið til — til þess að leggja sitt til málanna. Þegar hins vegar Há- skólann ber á góma, snúa menn sér út í hom af tómum leiðind- um og segja bara: „Hef ekkert fylgzt með þeim málum, þekki þar ekkert til, hef aldrei stigið þar fæti inn, get ekkert og vil ekkert um það segja!“ Við viljum veita fólki tæki- færj til þess að „stfga þama fæti inn“ og sjá með eigin aug- um hvers konar fyrirbæri há- skólj er.“ I lífeölisfræðistofunni munu læknastúdentar kryfja dýr undir stjóm Jóhanns Axelssonar, prófessors, á morgun, en for- vitnum gestum verður engin hætta búin. Líffærasafnið er vinsæll lestr arstaður meðal læknanema, sem troða sér niður með doðr antana á milli beinagrinda og annarra sýnigripa. hvemig hann er búinn undir safnaðarstarfið. Haldi menn, að í heimspeki- deild liggi stúdentar undir feld- rnn í hugleiðslu og íhugi dulrún- ir heimspekinnar, geta þeir litið inn á Gamla Garð og hlýtt á umræður um tungumálakennslu, og endurskoðað svo hug- myndir sinar. Eða litið inn í Ámagarð, sem heyrir til deild- inni, og skoðað Orðabók Há- I anddyri Háskólans safnast stúdentar saman í hléum milli kennslustunda, spjalla saman, njóta einnar pípu eða vindlings í makindum eða kynna sér efni nýjustu tilkynninganna sem hengdar hafa verið upp á veggtöflumar, enda hefur iíka mörg lestrarferðin inn á bóka- safnið, sem liggur inn af anddyrinu, farið forgörðum vegna viðkomu í anddyrinu. Komdu og skoðaðu í kistuna mína . . .

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.