Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 1
60. árg. — Laugardagur 7. nMtz 1970. —56. tbh Bókasáfni forsetans bætast 5000 ný bindi sem bókhlöðunni á Bessastöð um hlotnuðust, þegar forseta- setrinu var fært bókasafn Boga heitins Ólafssonar yfir- kennara að gjöf. Sem kunnugt er bundust nokk ur fyrirtæki og bankar sam- tökum um það að koma upp bókasafni á Bessastöðum í til- efni 25 ára afmælis lýðveldis- ins, og í því skyni voru fest kaup á bókasa'fni Boga Ólafs- sonar. Jafnframt var stofnaður sjóður til þess að efla og við- halda bókasafni Bessastaða. Bækumar voru fluttar fyrir nokkru í bókhlöðuna á Bessa- stöðum, og má því segja, að sú hugmynd Ásgeirs Ásgeirssonar, að þar væri komið upp góðu bókasafni, sem staðurinn ættí sjálfur, hafi rætzt. Bókasafnið samanstendur hér um bil allt af íslenzkum bókum, bókum um sagnfræðileg og þjóð leg efni, þar er eirmig ágætt safn af leikritum, ljóðabókum og skáldsögum. Mikið er þar aif nítjándu og tuttugustu aldar bókum en minna af eidri böfe- um en það. Ætlunm er að gera skrá yfir bókasafnið, hlynna aö því á ýms an bátt, gera við bækur, fyHa safnið eintökum, sem vantar km í og bæta við það nýjum bók- um, m. a. þeim tímaritum, sem ennþá koma út og eru tH í bókasafninu frá upphafi. Verður unnið að þessum störfum jafnt og þétt i framtíðinni. —SB — Perlu- steinninn afskrifaður ■ Niðurstöður af rannsókn- um þeim sem Iðnaðarmála- ráðuneytið lét gera á perlu- steininum í Loðmundarfirði í fyrrasumar og unnar voru I rannsóknarstofnun Johns Manville í Lampoc Kalífomíu liggja nú fyrir, en þær eru því miður neikvæðar. Er því ó- sennilegt að neitt frekar verði úr hugmyndum um perlusteinsvinnslu þar. Þegar Vísir leitaði til Iðn- aðarmálaráðuneytisins var þetta staðfest þar og skýrt frá því að niðurstööur yrðu sendar til j Rannsóknarstofnunar iðnaðar- ' ins og Raunvísindastofnunarinn ar til nánári athugunar og um- sagnar. Það er því ekki við því að búast að neitt frekar verði úr því að hefja vinnslu úr perlusteininum í Loömundarfirði aö sinni, en hugsanlegt er að unnt væri að vinna perlustein frá öðrum stöð um á landinu, svo sem Presta- hnjúk og raunar víðar, þar sem perlusteinn finnst í verulegu magni.—vj— Barízt um sjö ti/ tíu milljón kr. bitu / bílutryggingum Stríð geisar um þessar mundir milli sumra tryggingafélaganna um viðskiptin frá Vátrygg- ingafélaginu — Óeðlileg samkeppni að undir- bjóða þannig, segja keppinautar Hagtryggingar Mikið stríð geisar um þessar mundir milli trygg- ingafélaganna í Reykjavík, a.m.k. sumra þeirra. — Það er barizt um ca. 7—10 milljón króna bita, sem liggur á lausu eftir að Vátryggingafélagið hf. hætti starfsemi sökum vangetu á fjármálasviðinu. Fé- lagið varð gjaldþrota og kröfurnar á hendur félag- inu taldar miklar. Hjá félaginu munu hafa verið eitthvað milli 2400 og 2500 bílar í ábyrgðartryggingu og kaskó- tryggingu, en þegar kunnugt var um að félagið hætti starfsemi, byrjuðu sum tryggingafélögin að minnsta kosti að falast eftir viðskiptum við fyrrverandi við- skiptavini Vátryggingafélagsins. Samvinnutryggingar munu t.d. hafa sent út harösnúinn flokk sölumanna til þeirra, sem voru á lausum kili, en auglýsing ar Hagtryggingar vekja þó hvað Áframhaldandi Lo/f/e/ða- viðræður / Reykjavik SAS-löndin fengu gögn um samdrátt Norðurlandaflugsins mesta athygli, og er ekki laust við að tilboðið um 90 króna tryggingu I 2 mánuði fyrrver- andi félögum í Vátryggingafélag inu til handa, hafi komiö mörg- um tryggingaþegum Hagtrygg- ingar spánskt fyrir sjónir, enda greiða þeir sjálfir ca 540 krón ur fyrir það tímabil að meðal- tali. Björn Jensson, deildarstjóri bifreiðatrygginga Tryggingar hf. kvaðst ekki geta leynt því aö sér fyndist hér einkennilega að hlutunum farið, sér virtist aö bifreiðaeigendum væri hér mis munað „Hagtrygging sýndi tap að upphæð 952 þús. krónur á síðustu reikningum, sem birtir voru, er þá ekki óeðlileg sam- keppni að undirbjóöa þannig og ber ekki ráöuneytinu að fylgjast með að tryggingafélögin fari sér ekki að voða?“ Bjöm kvaðst ekki geta betur séð en aö undirboð sem þessi minntu talsvert á neyöarúrræði Vátryggingafélagsins til að ná inn peningum á sínum tíma með því að gefa öllum 60% afslátt til að ná inn fé fyrir brýnustu útgjöldum. „Þessi falski afslátt ur Vátryggingafélagsins frá í fyrra mun nú ráða í hvaða flokki iðgjalda nýir viðskipta- vinir Hagtryggingar lenda“, sagði Bjöm að lokum. Valdimar Magnússon, for- stjóri Hagtryggingar, sem er þriðja stærsta tryggingafélagiö í bílatryggingum með um 7000 bíla (Samvinnutryggingar ca. 15.000 og Sjóvá meö 9000) sagöi „Menn hafa tekið boði okkar vel og hér hefur verið mikið að gera síðan auglýsingar okkar hófust. Við álítum að þeir, sem búnir voru aö greiöa iögjöld sín hjá Vátryggingafélaginu eigi ekki að þurfa að þola meira tjón. Við reynum aöeins að fá beztu öku- mennina til okkar", sagði hann. Valdimar kvaö þetta hafa verið stefnu féiagsins alla tíð, og með því hefði félaginu tekizt að halda niðri iðgjöldunum eins og raun bæri vitni. Hann kvað þaö brýna nauðsyn fyrir félagiö að viðskiptavinunum fjölgaði nokk uð, með því yrði áframhaldandi rekstur bezt trygður. Varðandi fjárhag fyrirtækis- ins kvað hann gróusögur bornar út um það á þann veg að veriö væri með glæpsamlegum aðferð um að rýra álit viðskiptavinanna á félaginu. —JBP— „Það er bæði staðarprýði og gott gagn að því að hafa góðar bækur hérna“, sagði dr. Kristján Eldjárn í Bessastaða í gær. Gömiu 19. aldar tímaritin, Ný Félagsrit, Ármann á Al- þingi, Fjölnir og mörg fieiri gömul tímarit, sem erfitt er að fá í heilu lagi, eru meðai þeirra fimm þúsund titla, Fyrsta áfanga viðræðna embætt- ismanna í SAS-löndunum við ís- lenzka embættismenn varðandi lendingarréttindi Loftleiða á Norö- urlöndum lauk í Kaupmannahöfn í gær eftir tveggja daga viðræður. Nefndir embættismanna skipt- ust á upplýsingum um þróun far- þegaflutninganna til Skaridinavíu og Bandaríkjanna undanfárin tvö ar í samræmi við núgildandi sam- komulag. Flugmálastjórmr Norður- landanna munu meta þær upplýs- ingar og efni, sem lagt hefur verið fram af íslendinga hálfu. í því sam bandi má geta þess, að Norður- iandaflug Loftleiða var aðeins 10% af heildarflugi Loftleiða á sl. ári, en 1953 var þaö 83%. Tala far þega hefur á undanfömum tveimur árum lækkað úr 14.000 f 9.600 á sama tíma og mikil fjÖÉÍgun hefur verið í farþegaflutningum yfir Atl- antshafið. Samkomulag verð um það að halda viðræðunum áfram í Reykjavík 9. apríl n.k. -vj- Afkoma íslendinga árið 1969 Milljónir króna Jöfnuður 1969 1968 Vöruskiptajöfnuður —30 —4224 Þjónustujöfnuður +410 +173 Viðskiptajöfnuður +380 —4051 Fjármagnsjöfnuöur +1305 +2745 Greiðslujöfnuður +1685 —1306 Viðskipti þjóðarinnar við útlönd skiptast í viðskiptj með vörur og viðskipti með þjónustu, — Taflan sýnir jöfnuðinn á öllum þessum sviðum. Fjármagnsjöfnuðurinn sýn- ir innflutning fjármagns umfram útflutning (lántökur o. fl.). Greiðslu jöfnuðurinn er samaniagður við- skiptajöfnuður og fjármagnsjöfnuð- ur og jafngildir breytingu á gjald- eyrisstöðu þjóðarbúsins. Taflan sýn ir einnig þann jöfnuð. Þessar fimm tölur sýna afkomu þjóðarbúsins f stórum dráttum fyrir hvort ár, og samanburðurinn milli ára sýnir hve tnikil breyting hefur orðið til batn- aðar. Sjá nánar á bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.