Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 8
$ V í SIR . Laugardagur 7. marz 1970. VISIR Utgefandi: KeyKjaprent n... Framkvæmdastlóri: Sveinn R. EyjóUsson Ritstjóri: Jónas Krístjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aóalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099 AfgreiOsla: Aðalstræti 8, Simi 11660 Ritstjórn; Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Laxveiði í sjó Laxveiðarnar í hafinu eru að verða mikið alvöru- mál í samskiptum þjóða, og ekki að ástæðulausu. Þegar Danir tóku að stunda þessar veiðar við Græn- land fyrir nokkrum árum sló strax óhug á marga, enda kom brátt í Ijós að þarna var um að ræða lax frá löndum beggja megin Atlantshafsins. Á Græn- fandi sjálfu eru engar laxár, að undantekinni einni, sem eitthvað er í af smálaxi. Það var því strax aug- Ijóst, að þarna var verið að veiða fisk, sem alizt hafði upp í öðrum löndum. Merktir fiskar komu þar fram frá Kanada, Stóra Bretlandi, Svíþjóð og víðar, þ.á m. íslandi. Síðan hófst svo veiði við Færeyjar og Noreg, svo að segja má að þessi rányrkja sé nú komin í algleym- ing. Er mikil ástæða til að ætla að með slíku áfram- haldi verði Atlantshafslaxinum útrýmt á næstu ára- tugum, ef ekki verður tekið í taumana í tíma. Kanada menn segjast sjá þess merki í sínum ám, að stórt skarð hafi þegar verið höggvið í stofninn, og þeir virðast nú ákveðnir í að láta hart mæta hörðu, ef Danir halda rányrkjunni áfram. Hóta Kanadamenn þeim nú viðskiptalegum refsiaðgerðum, sem er ef til vill eina leiðin til þess að fá þá til að snúa frá villu síns vegar. Þeirri aðferð þyrftu Bretar að beita líka, því að slíkar refsiaðgerðir frá þeirra hálfu yrðu jafn- vel enn þyngri á metunum. Þjóðimar, sem standa gegn því að banna þessar veiðar eru auk Dana Svíar og Vestur-Þjóðverjar. Þyk- ir ýmsum kynlegt að Svíar skuli fylla þennan flokk, því að þeir hafa lengi fengið að kenna á sjávarlax- veiði Dana við Bornholm, en laxveiðin er veigamikill þáttur í Eystrasaltsútgerð þeirra sjálfra og sá arð- vænlegasti að sögn kunnugra manna. Það verður þó varla lengi þegar farið er að herja á laxastofn þeirra í úthafinu líka. Hér virðist því aðeins vera hugsað um stundarhagnað, og er það furðuleg skammsýni. íslenzka ríkisstjórnin hefur hreina og ákveðna af- stöðu í þessu máli. Hún er fylgjandi algeru banni á laxveiði í sjó. Hér getur vissulega verið um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íslendinga. Við höfum undanfarin ár verið að undirbúa stóraukna laxarækt og sumir hafa gert sér miklar vonir um góðan árang- ur af þeim framkvæmdum. Veiðiár okkar eru orðnar mjög eftirsóttar, eins og kunnugt er, og leiga á lax- veiðiám orðin æði góð búbót í ýmsum héruðum. Það mundi fljótt segja til sín, ef laxinum yrði að mestu útrýmt og bændur misstu þær tekjur, sem þeir hafa haft frá stangaveiðimönnum. Það segir sig líka sjálft, að bæði opinberir aðilar og einstaklingar munu kippa að sér hendinni um f járframlög til fiskræktar, ef búast má við að lítið sem ekkert af laxinum komist nokk- urn tíma aftur upp í árnar. Vanhöldin voru sannarlega ærin áður af völdum sjálfrar náttúrunnar, þó að þessi ósköp bættust ekki ofan á. í )! I iJ [t ':?• jj ENN SVEIFLAST HAG- SVEIFLUVOGIN UPP Aukning hjá 60% iðnnðarins Snmdráttur hjá 17% Heilduruukning 7-8% 1969 ■ Mikil framleiðslu- og söluaukning virðist hafa orð ið hjá iðnaðinum í heild á nýliðnu ári, en hagsveifluvog iðnaðarins, sem Félag ís- Ienzkra iðnrekenda og Lands samband iðnaðarmanna gera ársfjórðungslega hefur verið í stöðugri sveiflu upp á við síðastliðið ár og virðist enn vera á réttu róli. — Þessi könnun, sem ekki hefur bein Ifnis tölulegt gildi heldur sýn ir aðeins hvert stefnir fyrir iðnaðinum í heild og hjá ein stökum iðngreinum, sýnir al- mennt mjög verulegan vöxt hjá iðnaðinum. Ef allar grein ar iðnaðarins eru teknar hef ur orðið framleiðsluaukning hjá 60%, óbreytt staða hjá 23% en samdráttur hjá 17% miðað við árið 1968. — 1 sölu magni er þessi aukning enn ánægjulegri. Þar hefur orðið aukning hjá 69%, óbreytt hjá 19%, en samdráttur hjá 11%. skýrslunni er reynt að gefa framleiðsluaukningunni í heild tölulegt gildi, þ.e. meta hversu mikla hlutfallslega aukn- ing hafi verið um að ræöa frá 1968. Virðist heildaraukningin hafa numið 7—8%. Ástandið I hinum einstöku iðn greinum er að sj’álfsögðu nokk uð misj'afnt. 1 nokkrum iðngrein um skýra öll fyrirtæki frá aukn ingu á árinu 1969 frá 1968. Þess ar iðngreinar eru pappírsgerð, sútun, plastiönaður og í þeim lið sem kallaður er „önnur kemisk framleiðsla" er þar aðallega um framleiðslu á sápum og hreinlæt isvörum að ræða. Mikill vöxtur í iðngreinum eins og plastiðnaöi og pappírs- gerð er mjög ánægjulegur, þar sem þetta eru þjónustuiðngrein ar við ýmsan annan iðnað og sýna því allvel hreyfingar £ efna hagslífinu í heild. Mikill hluti af framleiðsu þessara iðngreina eru umbúðir alls konar, sem aðrar iðn- og atvinnugreinar nota, t. d. fiskiönaður, matvælaiðnaður o. s.frv. það sama gildir um aðrar þjón ustuiðngreinar eins og t.d. málmiðnað, skipasmíðar, veiðar- færaiðnað og jafnvel prentun. 1 þessum iðngreinum öllum hefur verið töluverð aukning. í veiðar- færaiðnaði telja 94% af iðnaðin um fram aukningu, en 6% af iðnaðinum telur að framleiðslan hafi minnkað. í málmsmíöi er aukning hjá 78% iönaöarins, en aðeins 2% telja að um samdrátt hafi veriö að ræða, 20% að fram leiðslan hafi staöiö í stað. I skipasmíðum hefur verið aukn- ing hjá 50%, 43% hafa staðiö i stað, en samdráttur hjá 7% og i prentun hefur verið aukning hjá 61%, 30% hafa staðið i stað og 9% hafa haft samdrátt. Aðrar iðngreinar. sem mikil! vöxtur virðist vera í, eru brauð- og kökugerð, meö 66% aukn- ingu og 34% af iðnaðinum sem stendur í stað, matvælaiðnaður (aukning hjá 70%). ullariönaður (aukning hjá 98%, 2% standa i stað) prjónaiðnaður (aukning hjá 97%), fatagerð (aukning hjá 88%) og málningargerð (aukn- ing hjá 61%). ^standið virðist vera einna dapuriegast í sælgætisgerð. Þar eru aðeins 4% iðnaðarins, sem telur fram framleiðsluaukn- ingu, en 96% telja fram sam- drátt. Þá er ástandið slæmt í þvi sem kallað er annar steinefna iönaður, en í þeim iðnaði eru fyrirtæki, sem framleiða stein- steypu, rör, múrsteina til bygg- inga o.fl. Augljóst er að sam- dráttur í þessari iðngrein stafar beinlínis af minnkandi bygging arstarfsemi. í þessari iðngrein skýra öll fyrirtækin, sem könn- unin nær yfir frá samdrætti á árinu 1969 frá árinu 1968. Þá er ástandið heldur slakt í því, sem nefnist kemiskur undir stöðuiðnaður en til þeirrar iðn greinar telst framleiðsla á til- búnum áburði, ammóníaki, súr- efni, acetvlengasi o. fl. 1 iönaðin- um skýrir að visu enginn frá samdrætti, en 87% af iðnaöinum hefur staðið í stað, aðeins 13% af iðnaðinum sýnir aukningu. í kexgerð hefur verið nokkur samdráttur í heild. 38% iönaðar- ins skýrir frá aukningu, en 62% frá samdrætti. í kexframleiösl- unni er hins vegar þá sögu að segja að öll iönfyrirtækin f þeirri iðngrein skýra frá aukn ingu í framleiðslu á síðasta ársfjórðungi frá 3. ársfjórðungi ársins. Þá skýra öll fyrirtækin einnig frá því að um söluaukn- ingu hafi verið að ræða á árinu 1969 miðað við árið áöur, þann ig að minni framleiðsía kemur fyrst og fremst niöur á minni birgðum og þá um leið væntan lega betri afkoma. Cú iðngrein, sem kemst næst 1 þvi að standa í stað er innréttingasmíði. Þar skýrir jafn mikill hluti iðnaðarins frá aukn ingu og samdrætti. en um þriö.j- ungur iðnaöarins hefur staöið i stað. Hins vegar hefur orðið verulegur bati í þessari iðngrein á árinu, ef unnt er að treysta skýrslunni. Því ekkert fyrirtækj anna skýrir frá samdrætti sein ast á árinu 1969 miðað við tfma bil fyrr á árinu. Hagsveifluvog iðnaöarins gef ur i heild ríka ástæðu til bjart- sýni. Ef athugaðar eru sérstak- lega iðngreinar, sem verst eru settar að því er virðist, er aug Ijóst að þær munu taka við sér með batnandi almennum efna- hag, sem kemur af auknum kaupmætti, sem meðfram mun koma af bættri afkomu annarra iðnfyrirtækja og svo efnahags- ins í heild. Þetta er t. d. sælgætis gerð. I henni jókst salan veru lega á 4. ársfjóröungi 1969 miö- að við ársfjórðunginn áður, en þar koma að sjálfsögðu til há- tíðirnar, þegar meira er neytt af sælgæti en á öðrum tlmum ársins. I kemískum efnaiðnaði má búast við aukningu á þessu ári m.a. vegna þess að Áburðar- verksmiðjan fær nú eins mikið rafmagn og hún getúr notað vegna Búrfellsvirkjunar, en það hefur háð starfsemi hennar nokkuð aö hún hefur veriö rek in á umframrafafli. Þá mun steinefnaiðnaður að sjálfsögðu aukast með vaxandi bygginga- starfsemi, en kraftur í bygginga starfsemi er að sjálfsöigðu veru lega háður almennum efnahag. Qóð ábending um bjartsýni forráðamanna iönaðarins t heild er sú staðreynd, aö nú viröist vera töluverð aukning 1 fvrirhuguöum fjárfestingum mið að viö árið áöur. Fyrirtæki með 42% mannaflans lýsa þvi yfir að þau hyggí á nýjar fjárfesting ar, en fyrir ári svöruðu aðeins 23% þessari spurningu játandi. Þá hefur starfsmannafjöldi f heild aukizt nokkuö og útlit fyrir frekari fjölgun starfs- manna. — Að lokum má svo að s ogðu tína það til, sem höfuömáli skiptir. Aukning varð á fyrirliggjandi pöntunum og verkefnum á síðasta ársfjórð- ungi 1969, en á síðasta ársfjórð ungi 1968 varð minnkun. —vj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.