Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Útlönd____________________________________________________________ Dennis Ross, sendimaöur Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum: Milli steins og sleggju í orðaskaki deiluaðila Dennis Ross, sendimaöur Bandaríkjastjóm- ar, var í miðju orðaskaksins í Mið-Austurlönd- um í gær, á fyrsta degi ferðar sinnar þangað. Hann mun reyna að blása nýju lífi í friðarviðræður ísraela og Palestínu- manna. Mjög köldu andar milli þeirra eftir' sjálfsmorðsárásir á markaðstorg i Jerúsalem fyrir skömmu. Ross hitti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, að máli i gær. Deiluaðilar era hins veg- ar ekki á einu máli um hvort sátta- umleitanir Ross snerust eingöngu um öryggismál. ísraelar héldu því fram að öryggismálin væru aðalatriðið en Arafat var á öðru máli. „Mér finnst vera vilji til að þoka málum áleiðis en það mun krefjast mikillar vinnu," sagði Ross í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð eftir fund sinn með Weizman forseta. Ross ræddi síðan við Netanyahu öðru sinni og reiknað var með að hann hitti Arafat einnig aftur að máli í gærkvöldi. Embættismaður Frelsissamtaka Palestínu (PLO), sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að yfirmaður leynilögreglu ísraels yrði á síðari fundi Ross og Arafats í gærkvöldi. Ross ræddi einnig við palestínska embættismenn um hugmyndir sem Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, leggur hugs- anlega fram í fyrstu ferð sinni til Mið-Austurlanda í lok mánaðarins. Clinton forseti og Albright sendu Ross til að draga úr spennunni í samskiptum ísraela og Palestínu- manna í kjölfar sprengjutilræðisins í Jerúsalem. Ross sagði að forsetinn og ráðherrann vildu að hann legði áherslu á öryggismál í viðræðum sínum. Hann sagði þó að Clinton og Albright viðurkenndu að ræða þyrfti pólitíska hlið deilunnar en friðarferlið stæði þó og félli með öryggismálunum. Reuter Taívan: Sextán dóu í flugslysi Sextán manns fórust í gærmorg- un þegar nítján sæta Domier flug- vél í innanlandsflugi á Taívan fórst á eyjunni Matsu. Flugvélin var á leiðinni frá höfuðborginni Taípei til Matsu. Björgunarsveitarmenn fundu eina konu á lífi eftir slysið en hún lést á leiðinni í sjúkrahús. Sjónarvottar sögðu að sprenging hefði orðið í vélinni eftir að hún hrapaði til jarðar og eldur kom upp í flakinu. Að sögn sjónvarpsstöðvar á Taívan voru líkin svo iÚa brunn- in að þau voru óþekkjanleg. Flugritar vélarinnar eru fundnir og er rannsókn á orsökum slyssins þegar hafin. Að sögn yfirvalda er veðri ekki um að kenna. Ættingjar syrgja ástvini sem létust í flugslysinu á Taívan. Símamynd Reuter Skæruliðum kannski sleppt Bresk stjórnvöld létu að því liggja í gær að þau kynnu að íhuga að láta skæruliða IRA, sem sitja í fangelsum, lausa ef þriggja vikna gamalt vopnahlé hreyfmg- arinnar heldur. Það var Mo Mowlam, ráðherra málefna Norður-írlands, sem skýrði frá þessu í blaðaviðtali. Þúsundir manna fóru 1 kröfu- göngu í gær þar sem krafist var að skæruliðum IRA yrði sleppt. Reuter Myndir sanna að Díana á nýjan kærasta: Faðmaði og kyssti Dodi á sundfötunum Bresk dagblöð lýstu því yfir í gær að ekki væri um að villast að Díana prinsessa hefði loksins fundið sér nýjan kærasta. Máli sínu til stuðn- ings birtu þau óskýrar myndir þar sem prinsessan er í innilegum faðm- lögum við hinn 41 árs gamla Dodi Fayed, son eiganda Harrod’s stór- verslunarinnar. Skötuhjúin voru faðmandi og kyssandi hvort annað um borð í lúx- ussnekkju á Miðjarðarhafi þegar myndimar voru teknar, greinilega að þeim óafvitandi. Bæði voru að- eins klædd í sundfot. Þegar er farið að tala um giftingu á vetri kom- anda, hugsanlega í nóvember. „Prinsessan finnur loks hamingj- una í örmum elskhuga síns,“ sagði blaðið Mirror í gær. Blaðið fjallaði um þennan nýjasta þátt í hinni kon- unglegu sápuóperu á 8 síðum. Mirror þótti birta bestu myndim- ar í gær en hin æsiblöðin létu sitt ekki eftir liggja. Blaðið News of the World fullyrti að Dodi Fayed hefði sagt konu sinni fyrrverandi að hann ætti í alvöru ástarsambandi við Díönu. „Þetta er ekki eitthvað út í loftið, ég lofa þér því. Þetta er alvarlegt," ku Dodi hafa sagt við fyrrum eigin- konu sína, bandaríska fyrirsætu að nafni Suzanne. Ef svo færi að Díana og Dodi gengju í það heilaga yrði það föður brúðgumans algjör himnasending. Búðareigandinn hefur jú oft átt í útistöðum við breska kerfið. Á meðan bresku blöðin velta vöngum yfir ástarlifi prinsessunnar er hún sjálf í Bosníu að reka áróður fyrir því að notkun jarðsprengna verði bönnuð. Þar hefur hún ekki sagt eitt einasta orð um Dodi. Vinir hennar segja hana þó tilbúna til að gifta sig aftur. „Ég á von á að fá trúlofunarhring næst þegar ég sé hann,“ segir Sunday Mirror að Díana hafi sagt vinum sínum. Reuter Fjármálaráðherra Þýskalands í blaðaviðtali: Kohl stokki upp í rlkisstjérninni Helmut Kohl Þýskalandskanslari ætti að skipta um nokkra ráðherra í stjórn sinni áður en baráttan fyrir kosningamar á næsta ári hefst. Þetta er álit Theos Waigels, fjár- málaráðherra Þýskalands og dyggs stuðningsmanns Kohls, og hann lét það í Ijós í viðtali við þýsk blöð í gær. Hann sagöi marga ráðherra ekki hafa áhuga á öðru en aö halda störf sín fram að kosningum. Ekki er nema tæpur mánuður síðan Kohl sagðist sjálfur ekki ætla að stokka upp fyrir kosningarnar þar sem engin þörf væri á því. Reuter Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta fyrir brúðkaupið (Q) SILFURBÚÐIN VXy Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina - Díana prinsessa huggar fulloröna konu sem hún hitti í kirkjugarði í Sarajevo í Bosníu í gær. Díana hefur verið í þriggja daga einkaheimsókn í Bosníu til að reka áróður fyrir banni gegn jarösprengjum. Á meðan ætlar allt að ganga af göflunum í Bretlandi vegna nýs kærasta prinsessunnar. Símamynd Reuter Stuttar fréttir dv Indland klofnar Þriðji hver Indverji telur að landið muni klofna upp í margar þjóðir á næstu fimm áratugum, að því er fram kemur í skoðana- könnun. Landið fagnar 50 ára sjálfstæðisafmæli í vikunni. Bardögum linnir Bardagar í Dusjanbe, höfuð- borg Tadsjikistans, fjöruöu út í gær þegar vopnaður hópur hafði náð undir sig norðurhverfi borg- arinnar. Dáist aö Maggie Perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa er einn fárra úr þeirri stétt sem lega lýst yfir aðdáun sinni á Margaret Thatcher, fyrr- um forsætis- ráðherra Bret- lands, sem fékk viöur- nefnið járnfrú- in. Rithöfundurinn bauð sig fram til forseta i heimalandi sínu árið 1990. Bardagar færast í aukana Bardagar færðust í aukana á vígstöðvunum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gaer- morgun. Her Talebana sagðist hafa unnið land. Breskir vel settir Breskir verkamenn bera að jafnaði meira úr býtum en flest- ir félagar þeirra í Evrópusam- bandinu, þar með talið í Þýska- landi. Hátíð í Edinborg Edinborgarhátíðin, stærsta listahátíð í heimi, hófst í gær og stendur til ágústloka. Prodi gagnrýndur Romano Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu, sætti gagnrýni stjórnmálamanna og saksóknara í gær eftir að hann hafði tek- ið upp hansk- ann fyrir Giulio Andreotti, fyrrum forsæt- isráðherra. Andreotti er nú fyrir rétti, ákærður um tengsl við mafiuna. Dökkar horfur Illa horfir í væntanlegum við- ræðum um sameiningu Kýpur eftir að leiðtogi Tyrkja á eynni neitaði aö gefa nokkuð eftir. Nakin í járnum Lögreglan í Köln í Þýskalandi kom til hjálpar pari sem ætlaði að njóta ásta í handjámum en gat svo ekki losað sig. Hjúin voru kviknakin og vandræðaleg. í biöröð eftir börnum Mikil eftirspurn er nú í Bandaríkjunum eftir að ættleiða stúlkuböm frá Kína. Hætta á sjúkdómum Þýsk yfirvöld sögðu í gær að hætta væri á að sjúkdómar bryt- ust út á flóðasvæðunum við landamærin aö Póllandi. Kofi til Norðurlanda Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf ferðalag sitt um Norðurlönd í Stokkhólmi í gær. Þar er gert ráð fyrir að hann fái stuðning frá svokölluðum Carlsson-hópi 16 landa við umbótaáætl- anir sínar. Hópurinn varð til að undirlagi Ingvars Carlssonar, fyrrum forsætisráðherra Sví- þjóðar. hefur opinber-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.