Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 2 Fréttir Tugmilljóna tjóna eftir bruna í laxeldisstöð á Tálknafirði: Gefumst ekki upp - segir Finnbjöm Bjarnason, annar eigandi Sveinseyrarlax „Við erum ekkert famir að gera okkur almennilega grein fyrir fram- haldinu. Við höfum haft í nógu að snúast við að blóðga fiskinn og reyna að lágmarka tjónið eins og hægt er. Mér sýnist þó ekki rétt af okkur aö gefast upp,“ segir Finn- bjöm Bjamason, annar tveggja eig- enda Sveinseyrarlax, eftir að vatns- miðlunarhús laxeldisstöðvarinnar brann á Tálknafírði í gærmorgun. Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum í gærmorgun og var mik- ill eldur í húsinu þegar að var kom- ið. Fljótt og vel gekk þó að slökkva. Um 60-70 tonn af laxi voru í kerum fyrir utan húsið sem brann og rann mengað vatn úr húsinu í kerin. Finnbjörn sagði að fiskurinn hefði ekki drepist strax og að inn 20 manns hefðu unnið fram á kvöld við aö reyna að bjarga honum og koma honum í frost. Einhverjar fyrirspurnir „Það er erfitt að segja til um hvernig gengur að selja. Einhverjar fyrirspurnir hafa þó borist,“ sagði Finnbjöm við DV í gærkvöld, að- spurður hvernig hann teldi ganga að koma fiskinum í verð. Finnbjöm sagðist ekkert geta sagt til um hversu mikið tjóniö væri. Ljóst væri þó að það hlypi á tugum milljóna króna. Fiskurinn var ótryggður en húsið tryggt. Að sögn þeirra sem fyrstir komu að húsinu var langmest brannið þar sem dælustöð hafði verið og því er ekki talið óliklegt að þar hafi eldur- inn komið upp. Það fékkst ekki stað- fest hjá lögreglunni á Patreksfiröi en hún fer með rannsókn málsins. -sv Fjölskylda slapp út úr brennandi húsi: Mátti ekki tæpara standa - að sögn Ingólfs Jónssonar, íbúa í húsinu Hafdís Hreiöarsdóttir og Ingólfur Jónsson björguöust ásamt 3 ára dóttur sinni, Þóru, naumlega út úr brennandi húsi sínu á laugardagsmorgun. DV-mynd Ægir Mar DV, Suðurnesjum: „Það var sekúndumál að komast út úr brennandi húsinu og megum við þakka reykskynjaranum að við skulum vera á lífi,“ sögðu hjónin Hafdís Hreiðarsdóttir og Ingólfur Jónsson sem björguðust naumlega ásamt 3 ára dóttur sinni, Þóru, út úr brennandi húsi sinu við Borgarveg í Njarðvík á laugardagsmorgun. Húsið er tvílyft timburhús á steypt- um granni. Það mátti ekki tæpara standa að illa færi en um leið og þau voru komin út varð húsið alelda. Það er talið ónýtt. Út á náttfötunum „Konan vaknaði og potaði í mig. Hún sagði að reykskynjarinn væri að væla. Ég stökk þá fram úr rúm- inu og hljóp niður. Þar kom mikill reykur á móti mér. Ég hljóp aftur upp og sagði við konuna að það Aflífa varð hrossið Ekið var á hross skammt fyr- ir utan þorpið í Fáskrúðsfirði á laugardag. Þrír hestar vom á beit við veginn og þegar lítill vörubíll ók fram hjá stökk einn þeirra upp á veginn og lenti á , vinstra framhorni hans. Nauð- synlegt reyndist að aflífa dýrið en ökumanninn sakaði ekki. Bíllinn skemmdist sáralítið. -sv væri kviknað í, tók bamið í fangið og við hlupum síðan út. Við höfðum ekki einu sinni tima til aö klæða okkur betur. Ég fór út á nærbuxun- um, konan í náttkjól og bamið í náttfótum. Sem betur fer var stiginn beint við útidymar og þurftum við því ekki að fara um miðhæðina sem var alelda og full af kolsvörtum reyk. Um leið og við komum út spmngu aUar rúðumar í húsinu," sagði Ingólfur. Nágrannar þeirra tóku á móti þeim þegar út kom. Kom sviöinn út Sonur Hafdísar sefur í kjaUara hússins en hann var að heiman. Einnig stóð til að Hafdís yrði með barnabam sitt en það var hætt við það. „Á leiðinni út greip ég köttinn minn en 3 mánaða kettlingurinn var hvergi nálægt. Þetta eru pers- neskir kettir. Um hálftíma síöar fann slökkvUiðsmaður kettlinginn. Sandfok Mikið sandfok var á Mýrdals- sandi í gær. Að sögn Reynis Ragn- arssonar, lögreglumanns í Vík, var sandurinn á mörkunum að vera ófær á tímabUi. Hann vissi ekki til þess að menn hefðu lent í teljandi vandræðum vegna þessa. -sv Útlendingar veltu Útlendingar á ferð um Berufjörð veltu lítiUi jeppabifreið frá BUa- leigu Akureyrar á laugardag. Sam- kvæmt upplýsingum DV er talið líklegt að ökumaðurinn hafi verið að fylgjast með fólki í heyskap og misst stjórn á bílnum í lausamöl. Fernt var í bUnum og slapp þaö með skrámur. -sv Hann kom sviðinn út en óskaddað- ur að öðru leyti,“ sagði Hafdís. Dýrmætar minningar Fjölskyldan fór undir læknis- hendur tU að fiUlvissa sig um hvort ekki væri allt í lagi. Fjölskyldan var nýbúin að standsetja aUa íbúðina að innan. Settir vom upp fjórir reyk- skynjarar I húsið. Ætlunin var síð- an að taka húsið í gegn að utan en það átti að bíða betri tíma. Hafdís og Ingólfur segja að tryggingar séu eins góðar og hægt sé í tUfeUum sem þessum en ekki sé hægt að bæta persónulega muni. „Konan átti bam fyrir sem dó og það var margt tU sem tengdist minningunni um Innbrot í Olís: 20 þúsund í mynt Þeir bera þunga byrði, þjófamir sem brutust inn í Olíssjoppuna og bifreiðaverkstæðið Bíley á Reyð- arfirði aðfaranótt laugardagsins. Engu var stolið í Bíley en um níu þúsund krónum úr lukkukassa Rauða krossins og um ellefu þús- undum í öðrum kössum hjá Olís. Samtals höfðu þeir því með sér um 20 þúsund krónur í mynt. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Eski- firði. -sv það, meðal annars myndir sem hmnnu. Móðir mín dó fyrir mörg- um ámm og ég átti mikið af mynd- um af henni og fleira. Það eru svona munir sem verða ekki bættir,“ sagði Ingólfur og tekur Hafdís undir það. Hús þeirra, sem er byggt 1930, er með elstu húsum í Njarðvík og á sér merka sögu. Þaö hét Vík. „Timinn einn verður að leiða í ljós hvað viö gemm. Við emm ekki búin að ákveða hvort við byggjum þarna aft- ur,“ sögðu hjónin. Afar þakklát „Við viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa hjálpað okkur og stutt. Við eigum ekki til Skemmd- ir á tækj- um Skemmdarverk voru um helg- ina unnin á tækjum verktaka frá Möl og sandi á Akureyri. Flokk- urinn hefur verið að vinna við veg skammt innan við svokaillað- an Melrakkadal í Skagafirði. Rúða var brotin í gröfu og bíll skemmdur. Lögreglan á Siglu- firði leitar sökudólganna og rannsakar málið. -sv orö yfir hvaö fólk hefur verið yndis- legt en sumt af því þekkjum við ekki. Við höfum fengið föt og dót. Einnig viljum við þakka lögregl- unni sem stóð sig frábærlega vel og sömu sögu er að segja um slökkvi- liðið og starfsfólk sjúkrahússins og lækninn sem skoðaði okkur,“ sögðu Hafdís og Ingólfur. -ÆMK Stuttar fréttir Forsetinn heim Forseti íslands og frú hans koma til landsins á morgun að lokinni 3ja vikna ferð um Norður- Ameríku. Forsetahjónin hafa dval- ið í New York síðan á fóstudag. Ekki kjörin Kjör kennara virðast ekki ráða úrslitum um hvort sótt er um stöður á landsbyggðinni. Mörg sveitarfélög bjóða niöur- greidda húsaleigu og flutnings- styrki en samt berast varla nein- ar fyrirspurnir um lausu störfin. Rúv sagði frá þessu. Uppgangur Skortur er á vinnuafli í sumum atvinnugreinum á Akranesi. At- vinnuleysi hefur ekki verið minna í bænum það sem af er þessum áratug og mikil uppsveifla í at- vinnulífinu. Rúv sagði frá. Atkvæöagreiðslan gild Kjömefnd hefur komist að því að seinni atkvæðagreiðsla um sameiningu Tungu-, Hliðar- og Jökuldalshreppa, frá 19. júlí sl., hafi verið gild. Mbl. greindi frá þessu. Fuglafriðland Undirritað hefur verið sam- komulag um fuglafriðland í Eyr- arbakkahreppi. Brýnast þykir nú að endurheimta votlendi á svæðinu. Það er 400 hektarar. Rúv greindi frá. Rót á læknum Upplausnarástand ríkir nú á Sjúkrahúsi Suðurnesja. Helm- ingur læknanna á sjúkrahúsinu hefur látið af störfum. Einn læknir hefur hætt á heilsugæsl- unni og annar er í árs leyfi. Sjónvarpið sagði frá þssu. Lúga losnaði Flugvél frá Atlantaflugfélag- inu sneri við eftir flugtak frá Keflavík í gærmorgun. Lúga losnaði af búki vélarinnar. Sjón- varpið greindi frá. -sv/ST Húsið er talið ónýtt en það á sér merka sögu í Njarðvík og er með elstu hús- um þar. DV-mynd Ægir Már

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.