Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 X^"V menning Hár og hitt: Hrein skemmtun Heima-trimform Berglindar býður nú öllum landsmtínnum að stunda trimform heima hjá sér hvar sem er á landinu. Þú leigir rafnudd- tæki hjá okkur og við leiðbeinum þér um notkun svo þú náir árangri. Visa/Euro Sími 553 3818 eða 896 5818 Söguþráðurinn í glæpsamlega gam- anleiknum Hár og hitt er öllum hvers- dagslegur sem hafa lesið bækur Agöt- hu Christie eða stælingar á þeim. Manngerðirnar sem spranga um svið- ið eru líka kunnuglegar og staðlaðar: tilgerðarlegi homminn, stóreyga ljósk- an, fína málgefna frúin, tungulipri flagarinn, þolinmóða leynilöggan og kotroskni aðstoðarmaðurinn. En flutningur Höfuðpaura á verkinu í Borgarleikhúsinu er allt annað en hversdagslegur. Á frumsýningu mun- aði mest um tvennt: snilldarlega kó- míska takta leikaranna og smitandi leikgleði allra þátttakenda, þeirra á sviðinu og áhorfenda í salnum. Hár og hitt er upphaflega tilrauna- leikrit eftir svissneskan höfund tO að prófa athyglisgáfu fólks. Síðan tók bandarískur höfundur við efninu og gerði úr því geysivinsælan leik sem gengið hefur árum saman í ýmsum stórborgum Ameríku. Galdurinn er sá að láta áhorfendur fylgjast með starfs- mönnum og kúnnum hárgreiðslustofu koma og fara á þeim tíma þegar verið er að myrða Karólínu píanóleikara á loftinu. Þegar lögreglan fer að rann- saka málið eru áhorfendur aðalvitni hennar því allir á sviðinu hafa eitt- hvaö að fela. Út um hvorar dyrnar fór Arnmundur fornmunasali? Og inn um hvorar dyrnar kom hann aftur? Hinir grunuðu reyna að búa sér til fjarvist- arsannanir sem áhorfendur hrekja jafnharðan. Að lokum verður salur- inn að ákveða hver er sekur (og þarf þó ekki að verða allur sammála eins og kviðdómur). íslenskir áhorfendur tóku áskoruninni fagnandi á frumsýn- Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir ingu og stóðu sig prýðilega í leynilög- regluleiknum. Loksins fær Ellert A. Ingimundar- son það burðarhlutverk sem aðdáend- ur hans hafa lengi óskað honum. Það er erfitt að stilla sig um að nota klisj- una „að fara á kostum" um leik hans í hlutverki Bonna hárgreiðslumeist- ara. Líkamsbeiting hans, hreyfingar og svipbrigði eru svo lipur og eðlileg að unun er að fylgjast með honum. En hann er ekki einn að verki. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir sýndi strax í Nemendaleikhúsinu að hún er gaman- leikkona af guðs náð. Hér nýtir hún sér og nýtur stærðar sinnar sem Hófí hárgreiðsludama og þarf ekki annað en reka upp (mjög) stór augu til að stela senunni. Edda Björgvinsdóttir heitir að vísu Gullveig Lovísa Sjöbeck í verkinu en það reyndist vera eitt að dulnefnum Bibbu á Brávallagötunni. Edda er leikin leikkona og fór létt með Bibbu. Meira á óvart kom Jó- hann G. Jóhannsson sem aðstoðar- maður leynilögreglufulltrúans. Takt- arnir voru kannski ekki nýstárlegir en þeir voru hárétt timasettir og alveg Nú er hægt ad gera góö kaup á römmum.ótrúlegur afsláttur. :rónur. K rónur. Y.rónur. krónur. Yrónur, V.rónur. Yrðnur: Yrónur. Húsgagnahölllnnl Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020 Landsins mesta úrval ammar Bonni (Ellert A. Ingimundarson), Gullveig (Edda Björgvinsdóttir) og Hófí (Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir) voru morðfyndin á stofunni hjá Bonna. passlega „stórir“ til að vekja innileg- an hlátur. Öll þessi íjögur hafa á valdi sinu þetta dýrmæta tímaskyn sem veldur því að svo erfitt er að leika gaman- hlutverk. Þau voru satt að segja morð- fyndin þegar best lét, eins og áhorf- endur ákváðu með hlátrasköllum sín- um. Kjartan Bjargmundsson og Þór- hallur Gunnarsson eru ekki sömu kó- mísku séníin, en þeir fóru vel með sitt og voru vel valdar týpur í hlutverk leynilögreglumannsins og fornmuna- salans. Aðlaðandi áreynsluleysi sýn- ingarinnar er leikstjóranum, Þórhildi Þorleifsdóttur, að þakka og viðeigandi umhverfið var hannað af Þórunni El- ísabetu Sveinsdóttir. Aðalhlutverkið í leiknum er eigin- lega enn ótalið: textinn. Þýðing og staðfærsla Gísla Rúnars Jónssonar ber skýr einkenni hans. Engin leið var að „þýða“ brandarana til baka yfir á ensku, svo rækilega íslenskir voru þeir orðnir. Þetta er hrein skemmtun sem ís- lenskir áhorfendur láta sig ekki vanta á, ef ég þekki þá rétt. Er svo Músa- gildran næst? Höfuðpaurar sýna í Borgarleikhúsi: Hár og hitt Glæpsamlegan gamanleik Höfundur: Paul Portner Þýðing og staðfærsla: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd og búningar: Þórunn El- ísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Sveifla á Blúsbarnum: Samstilltir drengir Blúsbarinn hefur fengið smá and- litslyftingu og hafa veitingamenn þar líka boðið aftur upp á lifandi tónlist eftir nokkurt hlé. Hljómsveit- in Blues Xpress hefur spilað þar töluvert en þeir munu einmitt leika í Gjánni á Selfossi næstkomandi fimmtudag og opna þar með blús- og djasshátíð sem haldin verður þar í bæ 14.-16. Ágúst. Blúsbarinn er ágætur tónleikastaður. Þrátt fyrir smæð staðarins er hljómburður góð- ur, þannig að trommur og rafmagns- hljóðfæri eiga ekki að þurfa að fara yfir hávaðamörk. Áheyrendur eru líka nánast með hljóðfæraleikarana á hnjánum eða gítarhálsa við hálsa- kotið sem skapar vægast sagt per- sónulegt andrúmsloft. í ágústmán- uði og kannski lengur verður leik- inn djass á fimmtudagskvöldum og i síðustu viku voru það Gunnlaugur Guðmundsson kontrabassaleikari og Agnar Már Magnússon píanóleik- ari sem létu ljós sitt skína. Sá fyrr- nefndi hefur dvalið undanfarin ár i Djass Ingvl Þór Kormáksson Hollandi við nám og störf og nýlega hóf Agnar lika framhaldsnám í djassfræðum þar í landi. Efnisskrá þeirra félaga byggðist á ýmsum misjafnlega vel þekktum lögum sem djassmenn hafa gaman af aö spreyta sig á. Það er stundum sagt að í djasstónlist skipti ekki máli hvað er spilað heldur hvemig það er spilað. Þess vegna er í sjálfu sér allt í lagi við sum tækifæri að nota þessi sömu lög aftur ög aftur. Það má hita upp gamlar lummur þannig að þær verði ljúffengar og það tókst hjá þeim Hollandsforum. Agnar Már minnir dálítið á annan pianista íslenskan, Kjartan Valdi- marsson, að því leyti að hann hefur tilhneigingu til að hanga það aftar- lega í bítinu að það verður nánast óbærilegt. Hann leikur laglínuna á íhugandi hátt, skoðar hálfþartinn hendingarnar í rólegheitum áður en hann spilar þær og áheyrendur naga á sér neglurnar á meðan: lendir hann réttum megin við taktstrikið loksins þegar nóturnar koma? Dálít- ið spennandi og framkallar vissu- lega það sem kallast sveifla. Gunn- laugur kann það líka að koma áheyrendum á óvart; leikur kannski aðeins grunntóna hljómanna þegar búist er við „gangandi" bassa eða leikur stuttar runur af takt- stríð(n)um nótum á svipaðan hátt og Agnar. Að þessu leyti náðu spilar- arnir tveir ákaflega vel saman og skemmtu svo sannarlega vel þeim sem þetta ritar og fleirum áhuga- sömum tónleikagestum. Það er svo sem óþarfi að tiltaka einhver lög sem tóku öðrum fram í flutningi því að flest tókust mjög vel. Það eru þó helst „Bye, Bye Blackbird" og „All the Things You Are“ sem ég minnist sérstaklega fyr- ir skemmtilegar tilfæringar og fina sólókafla en reyndar voru þama engir ófínir á sveimi. Gunnlaugur Guðmundsson og Agnar Már Magnússon hituöu gamlar lummur á Blúsbarnum og höföu þær Ijúffengar. DV-mynd Hilmir Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.