Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 17 ~4gí/3Jiijjgfcj jíjJJyjJÁ4 Tomb Raider II kemur út í nóvember: Kynþokkafyllsta stjarna tölvuleikjanna snýr aftur Italskur sértrúarflokkur, kln- verskir stríðsmenn og tíbetskir munkar. Þeir eru meðal andstæð- inga hinnar ómótstæðilegu (og stór- hættulegu) Löru Croft í Tomb Raider II. Já, nú er komið að því, framhaldið á Tomb Raider kemur út í nóvember. Meira af því sama Óhætt er að segja að Tomb Raider sé einn best heppnaði bardagaleikur sem komið hefur út. Hafi menn ein- hverjar efasemdir má einfaldlega benda þeim á þá staðreynd að plaköt af stjörnuleiknum, Lara Croft, eru farin að ýta plakötum af Strandvarðargellunum af veggjum ungra manna víða um heim. Áður en fyrri leikurinn kom út var farið að huga að framhaldsleiknum í höf- uðstöðvum Core Designs. Sam- kvæmt þeim fréttum sem berast úr hinum stóra heimi ætla menn hjá Core Designs að halda sig við for- múluna en betrumbæta hana veru- lega. Sem sagt: Menn þurfa að stýra frk. Croft í æsilegum bardögum við bandóða bardagamenn og hjálpa henni að leysa úr ýmiss konar þrautum. Áfram munu leikjaspilar- vopnabúnaður hefur verið gerður öflugri. Menn tala jafnvel um að hún muni geta náð sér í tvíhleypta haglabyssu og eldflaugar. Fyrir utan að bæta vopnabúnað frk. Croft fær hún andlitslyftingu. Hún fær nákvæmari andlitsdrætti og tíkarspena! Önnur grafík verður líka bætt til muna. Þannig verða persónurnar i leiknum betur teikn- aðar og leikjaumhverfíð stærra í sniðum. Leitar að töfrahníf Eins og í fyrri leiknum er það gróðavonin sem rekur kjarnakvend- ið frk. Croft áfram. Nú leitar hún að fornum töfrahníf sem eitt sinn til- heyrði einum keisara Kínaveldis sem þótti sérstaklega grimmur og valdagráðugur. Seinna var hnífnum stolið af keisaranum og var þar að verki munkaregla frá Tíbet. Munk- arnir földu rýtinginn í Kínamúm- um en týndu honum. Þeir vilja end- urheimta þennan ómetanlega forn- grip en eru þar í samkeppni við kín- verska vígamenn, ítalska leynireglu og sjálfa Löru Croft sem vill græða fúlgur fjár á því að selja hnifinn hæstbjóðanda. Samantekt: JHÞ Lara Croft snýr aftur í nóvember. ar stýra frk. Croft í þriðju persónu og stjórna leiknum með lyklaborð- inu. Ef eitthvað er verður meira um slagsmál og æsing í nýja leiknum. Fleiri vopn í boði í fyrri leiknum varð að sigrast á gífurlega öflugum bardagaköppum til þess að ljúka sumum leikjaborð- unum og í nýja leiknum á að herða enn frekar á átökunum. Til þess að gefa frk. Croft meiri möguleika á því að sigrast á óvinum sínum verð- ur hún nú mun betur vopnuð en í fyrri leiknum. Þegar hún fer neðan- sjávar fær hún sérstaka spjótbyssu til þess að ráða niðurlögum neðan- sjávarskrýmsla sem vilja gæða sér á henni. Annar og hefðbundnari Psygnosis tekur forystu með Ecstatica II Margir þeir sem fylgjast með tölvuleikjunum þykir frekar fátt um nýjungar þó auðvitað megi finna undantekningar. Meðal þeirra er Ecstatica II sem byggist á annarri grafiktækni en flestir aðrir þrívídd- artölvuleikir. Hreyfimyndir í leiknum eru samansettar úr hringjum en venjulega not- ast forritarar við marghyrn- inga. Þeir eru kantaðir og því er erfiðara að ná fram skemmtilegri og „lifandi" grafik með því að nota þá. Ljóst þykir að Psygnosis hefur tekið nokkra forystu með því að notast við þessa tækni enda þykir Ecsta- tica II skera sig nokkuð úr mynd- rænt séð. Reyndar verður hið sama ekki sagt um söguþráðinn i leiknum. Leikja- spilarinn bregður sér í hlutverk hetju nokkurrar sem verður að sigrast á illum stríðsherra sem tekur heimkynni hans herskildi. Til þess að sigrast á þessum óvætti verður að berjast við 32 tegundir af illmennum ýmiss konar sem hver hefur sérstök einkenni. Hafi menn áhuga á því að kynna sér málið frekar er hægt að sækja prufuútgáfu af leiknum á vefsíðu Psygnosis sem er á slóðinni http://www. psygnos- is.com JHÞ Hvai á slóðin a i heita? Vinsælt umræðuefni í netheim- um í Bandaríkjunum er hvernig eigi að fjölga netfóngum og vefslóðum. Þá er átt við að láta ekki vefsíður næstum allra fyrir- tækja og félagasamtaka enda á .com heldur einhverju sem er meira lýsandi fyrir þaö sem þau gera. í DV fyrir nokkrum mánuð- um var fjallað um þetta vandamál og sagt frá einni uppástungu um hvernig hægt væri að flokka end- ingar á slóðum. Og enn eru menn að brjóta heilann um þetta sama vandamál. Nú er svo komið að stjómvöld í Bandaríkjunum eru farin að skoða þetta vandamál. Dómsmála- ráðuneytið hefur verið að vinna að hugmyndum um hvernig eigi að leysa málið. Og nokkrir net- hópar era einnig að ræða saman um viðfangsefnið. Allar vefslóðir enda nú á tveim- ur eða þremur stöfum sem eiga að vera einkennandi fyrir hvert land fyrir sig. Samt eru það margar síður um allan heim sem enda á ,,.com“ fyrir almennar síður, ,,.edu“ fyrir menntastofnanir og ,,.or“ fyrir hópa sem starfa ekki i hagnaðarskyni. Samningur er til um skráningu vefslóða en hann rennur út í mars á næsta ári og verður líklega ekki endurnýjaður. Einnig er það vandamál að fá- anlegum vefslóðum hjá vinsæl- ustu vefþjónunum fækkar stöðugt. Þetta getur leitt til þess að barátta um lausar slóðir verði hörð og jafnvel gætu hlotist af málaferli vegna meintra höfundarréttinda- brota. Það er því líklegt að vandamál vegna þessara skráninga fari að hrannast upp á næstunni verði ekkert að gert. Og til þess að leysa málið munu ansi mörg fyrirtæki á vefnum þurfa að skipta um slóð. -HI/Reuter L@ildaui#iar Nýr herkænskuleikur frá Microprose Eftir mórg hundruð ára styrjaldir og offjölgun er móðir jörð og mannver- urnar sem enn þá hjara þar komn- ar að fótum fram. Viö þessar að- stæður tekur mannkynið sig til og skiptir sér T sjö fylk- ingar sem berjast til síðustu napalmsprengju um völdin (eins og ekk- ert annaö gáfulegra sé hægt að gera í stöðunni). Þetta er söguþráðurinn í nýj- um herkænskuleik frá MicroProse sem kemur út nú í haust. Leikurinn mun minna um margt á leiki eins og Red Alert og ólíkt öðrum herkænskuleikj- um frá þessu virta fyrirtæki mun áherslan vera á hamslausa tortím- ingu við undirspil háværrar rokktón- listar (hún er innifalin í leiknum þannig að óþarft er aö slrta út Metall- ica-diskunum). Með öðrum oröum virðist þessi leikur geta orðið hin besta skemmtun! Menn í svörtu á tölvuskjáinn Ævintýraleikur sem byggður er á kvikmyndinni vinsælu Men in Black er væntanlegur fyrir PC (kemur út í næsta mánuði) og Playstation-tölv- ur (kemur út í desember). Leikurinn verður spilaður í þriðju persónu og lofa leikjahönnuðirnir sem standa að leiknum að hér verði eitthvað annað og meira á ferðinni en með- algóður kvikmyndaleikur. í leiknum munu spilarar þurfa að fara í fótspor annað hvort Tommy Lee Jones, Will Smith eða í háhæl- uðu skóna hennar Lindu Fiorentino og berjast við illar geimverur sem eru á höttunum eftir sjaldgæfum plcntum úr Amasón-regnskógunum. Rauða hættan snýr aftur Kommagrýlan er hvergi raun- verulegri en í hinum frá- bæra Red Al- ert-leik fr£ Westwood Studios. Nú hefur fýrirtæk- ið tilkynnt um útgáfu á nýj- um aukadisk fyrir Red Alert en þegar hef- ur einn siíkur komið út og hlotið ágætar viðtökur. Nýi diskurinn mun bera heitið The Aftermath og koma út í september. Á honum verður að finna 18 ný verk- efni og hundrað nýja vígvelli. PC leikir fyrir makkann Samkvæmt nýjum fréttum úr makka- heimum þurfa þeir sem eiga þess- ar ágætu tölvur ekki mikið léngur að öfunda PC-eigendur af öllum fínu og flottu leikjunum sem hinir síðar- nefndu er alltaf að monta sig af. Fyr- irtækiö InsigniaSolutions er nefni- lega að undirbúa útgáfu á forritinu RealPC sem gera PowerMac- tölv- um kleift að keyra leiki sem gerðir eru fýrir örgjörva frá Intel. Gert er ráð fýrir því að RealPC muni kosta um 5.000 krónurí Bandaríkjunum. EV BILAUMBOÐ ehf Jeep Grand Cherokee Ltd ‘94, grænn, V-8, 5,2 I, ek. 72 þús. km. Verö 2.800 þús. Dodge Grand Caravan LE ‘92, blár, 4x4, 3,3 I., ek. 62 þús. km. Verö 1.650 þús. Suzuki Sidekick JXi ‘95, blár, ssk., topplúga, ek. 60 þús. km. Verö 1.580 þús. VISA - EURO-RAÐGREIÐSLUR Jeep Grand Cherokee Ltd ‘93, hvítur 4,0 I., ek. 89 þús. km. Verö 2.400 þús. GEO Metro ‘95, blár, 3 cyl., 1,01., geislaspilari, Verð 730 þús. “Lúxus sparibaukur” Suzuki Sidekick JXi ‘93, hvít- ur, 5 g., ek. 96 þús. km. Verö 1.280 þús. UTVEGUM BILALAN Peugeot 405 station ‘89, hvítur, 5 g., ek. 103 þús. km. Verö 550 þús. MMC Pajero ‘85, hvítur, 5 g., ek. 170 þús. km. Verö 650 þús. Einn eigandi. Nissan Sunny 4x4 ‘90, grænn, ek. 104 þús. km. Verö 580 þús. EV BILAUMBOÐ ehf. Smiðjuvegi 1 - Sími 564 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.