Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Frjálst, óháð dagblað útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. r Israelsmenn vilja blóð Ástandið í Palestínu verður að versna, áður en það byrjar að batna. Framferði ísraelsmanna á hemumdu svæðunum þarf að byrja að ganga fram af Bandaríkja- mönnum, eins og það er farið að ganga fram af Evrópu- mönnum. Bandarískri fiármögnun ísraels þarf að linna. Hingað til hefur ísrael verið haldið hernaðarlega og efnahagslega á fLoti með bandarísku fé. Stuðningurinn stafar af, að bandarískir fjölmiðlar eru hallir undir ísra- el og að bandarískir pólitíkusar hafa slæma reynslu af að ögra þrýstihópum stuðningsmanna ísraels. Jafnframt þurfa Palestínumenn að losna við Arafat sem leiðtoga. Komið hefur í ljós, að hann getur ekki stjómað Palestínu vegna spillingar í hirð hans, vegna hirðuleysis hennar um hefðbundinn embættisrekstur og vegna óbeitar hans á nauðsynlegri valddreifmgu. Ófriðarferlið í Palestínu stefnir í rétta átt. Opinskár ofbeldismaður í stjórnmálum hefur tekið við af lævísum samningamanni sem forsætisráðherra ísraels. Netanya- hu hefur tekið við af Peresi og stefnir ótrauður að blóð- ugu uppgjöri milli ísraela og Palestínumanna. Netanyahu hefur brotið flest ákvæði samkomulagsins í Ósló um friðarferli í Palestínu. Hann hefur reynt að ögra Palestínumönnum sem mest hann má, meðal ann- ars með því að endumýja landnám ísraelsmanna á hemumdu svæðunum, gegn mótmælum umheimsins. Enn fremur heldur hann fyrir stjóm Palestínumanna veltusköttum, sem stjóm hans hefur innheimt á hennar vegum. Þetta kemur ofan á endurtekið viðskiptabann og hefur rústað fjárhag Palestínu, sem var þó bágur fyrir, einkum vegna efnhagshryðjuverka ísraelsstjórnar. Mestu máli skiptir þó, að hann er að reyna að beygja Arafat í duftið. Það gerir hann með hertum kröfum um, að Arafat sjái um, að almennt verði hafðar hendur í hári stuðningsmanna Hamas-hreyfingarinnar, sem hefur stutt hryðjuverk af hálfu einstakra Palestínumanna. Þetta getur Arafat ekki, enda er ástandið þannig, að hryðjuverk em ofur skiljanleg og eðlileg viðbrögð lang- kúgaðrar þjóðar gegn hemámsliði helzta fasistaríkis nú- tímans. Ef Arafat lætur handtaka stjómarandstæðinga holt og bolt, er hann búinn að vera sem þjóðarleiðtogi. En Arafat er hvort sem er búinn að vera. Hann hefur gert samninga við hernámsríki, sem það hefur ekki stað- ið við. Hann stendur uppi sem hálfgerður leppur Net- anyahus. í vaxandi mæli styðst hann við hirð sína og leyniþjónustu, en ekki við almenningsálitið í landinu. Búast má við, að Hamas-hreyfmgin taki smám saman við sem málsvari Palestínu. Hún mun mæta Likud- hreyfingu Netanyahus á nótum, sem hún skilur. Það verður ofbeldi gegn ofbeldi. Þegar það ferli hefur verið leitt til enda, getur friðarferli loksins hafizt að nýju. Arafat dugði aðeins, þegar við Peres var að semja. Þar stóð samningarefur gegn samningaref. Ef þeir hefðu fengið tækifæri til að halda áfram að þrúkka um málið, hefði Palestínumálið hugsanlega fengið farsælan endi. En það vildu kjósendur í ísrael ekki. Þeir kusu blóð. Með því að velja opinskáan ofbeldismann sem forsæt- isráðherra valdi ísrael ófriðarferli, sem enn er rétt að byrja. Hryðjuverkum á eftir að flölga á báða bóga. Ara- fat mun smám saman missa tökin og Netanyahu mun halda áfram að niðurlægja hann og þjóð hans. Þetta mun smám saman leiða til styrjaldar eða ígildi styrjaldar. Að því blóðbaði loknu verða menn loksins orðnir svo þreyttir, að nýtt friðarferli getur hafizt. Jónas Kristjánsson Eftir fall kommúnismans í austri er mönnum að verða það æ ljósara að hlutverk Alþingis er ekki það að draga eignir þjóðfé- lagsins undir ríkisvaldið með lög- gjöf, skattlagningu og yfirburðum á lánsfjármarkaði. Þvert á móti hefur þróunin orðið sú í seinni tíð að þjóðfélaginu og borgurum þess er skilað eignum sínum aftur meö einkavæðingu. Sósíalisminn og ríkiskapítcdisminn eru að líða undir lok. Þótt ríkisrekstur væri oft réttlættur á þeim sviðum er menn töldu samkeppni yrði ekki við komið þá gekk löggjafmn oft allt of langt og hann misnotaði umboð sitt til þess að draga at- vinnurekstur þjóðfélagsins undir ríkisvaldið. Gott dæmi um hóflega þróun í þessum efhum eru sam- göngur. Ríkið hefur sett umferðar- lög og lagt vegi, sett siglingalög og byggt hafnir, sett lög um flugmál I greininni segir frá þeim breytingum sem Norömenn hafa gert á sölu raf- orku. Rafmagn á frjálsan markað Kjallarinn Jóhann J. Ólafsson framkvæmdastjóri dreifmeti þar sem þeir eru búsettir, í Ósló í þessu tilfelli. Ekki skipt- ir máli hver í raun fram- leiðir það rafmagn sem notað er. Dreifikerfi virkar eins og vegakerfi landsins, nema um það fer raforka í stað bif- reiða. Til þess að koma í veg fyrir að fjöldi dreifineta margfaldist og lögð séu mörg samhliða dreifmet fá eigendur dreiflnetanna sérleyfi á flutningi raforku. Hins vegcir verður sérleyfis- hafinn að veita öllum aðgang að dreifineti sínu. Fyrir dreifingu „Ef einkavæðinganefnd okkar undirbýr og skipuleggur raforku- markaðinn vel sem góða söluvöru gæti hið opinbera losað mikið fjár• magn, sem skortir til þess að lækkar ríkisskuldir og endurbæta mennta- og heilbrigðiskerfið, svo hægt sé að einkavæða hvoru- tveggja á sama hátt.u og gert flugvelli. Þrátt fyrir þessi af- skipti á ríkið ekki né rekur bifreiðir, skip og flugvélar. I vaxandi mæli munu einstakling- ar reisa og reka umferðarmann- virki eins og Hval- fjarðargöng, hafnir og flugvelli. Eitt svið atvinnu- rekstrar hefur þó orðið út undan í þessari þróun: framleiðsla og sala raforku. Árið 1990 voru sett ný orku- lög í Noregi sem m-ðu til þess að nú er þar í landi ein- hver frjálsasti markaður í heimi hvað raforku snertir. Fram- leiðsla og sala á rafmagni var gefin algjörlega frjáls með lögmn nr. 50 frá 29. júní 1990 og samkeppni komið á. Hagsbót fyrir neytendur Við þetta lækkaði verð á raf- orku verulega en var þó með því hagstæðasta í heimi áður. Þetta verkar þannig að hver kaupandi hvar sem er á landinu getur keypt raforku frá hvaða framleiðanda og/eða seljanda raforku sem er á því verði sem um semst milli að- ila. T.d. getur kaupandi í Ósló keypt rafmagn af rafveitu í Bergen, hvort sem raforkufram- leiðandinn er í opinberri eign eða einkaeign. Hin ýmsu dreifinet raf- orku eru í Noregi, eins og hér á landi, tengd saman í lands- dreifinet. Raforkuframleiðandinn í Bergen setur sína orku inn á net- ið í Bergen en sendir kaupendum sínum vítt og breitt um landið reikninga fyrir þeirri raforku sem hann hefur selt þeim. Kaupendur taka hins vegar við orkunni úr því raforkunnar þarf að greiða eigend- um dreifinetsins endurgjEdd skv. gjaldskrá. Ríkisfyrirtækið Statnett (Orkustofnun?) samræmir norska raforkukerfið svo að hinn frjálsi markaður virki til hagsbóta fyrir neytendur. Meirihluti raforkusöl- unnar fer fram beint á milli aðila en einnig á opinberum uppboðs- markaði. Raforkuseljendur í Nor- egi eru 346 (1994) en orkuver eru 600. Raflínur eru samtals yfir 200 þús. km. Norðmenn eru greinilega komnir langt fram úr okkur hvað markaðsfrelsi með raforku áhrær- ir. Hér er því verk að vinna. Á næsta ári ætla Danir að setja raforku á frjálsan markað hjá sér. Góö söluvara Ef einkavæðingarnefnd okkar undirbýr og skipuleggur raforku- markaðinn vel sem góða söluvöru gæti hið opinbera losað mikið fjár- magn sem skortir til þess að lækka ríkisskuldir og endurbæta mennta- og heilbrigðiskerfið svo hægt verði að einkavæða hvort tveggja á sama hátt. Vafalaust fylgist iðnaðarráðu- neyti íslands með þessari þróun mála í Noregi. Þegar Reykjavíkur- borg gerði sölusamning við Lands- virkjun um raforku frá Nesjavöll- um mátti heyra á fréttum að fyrir- vari var gerður um breytingu í framtíðinni á verði orkunnar vegna hugsanlegra skipulagsbreyt- inga í orkusölumálum. Það er hins vegar nauðsynlegt að iðnaðarráðu- neytið geri þjóðinni grein fyrir væntanlegri þróun í þessum efn- um og leyfi landsmönnum að fylgj- ast með hvaða þróunar megi vænta í framtíðinni. Einkaréttur rikisins er mjög rótgróinn og hefð- bundinn á þessu sviði og lands- menn þekkja ekki annað fyrir- komulag raforkumála frá upphafi rafvæðingar. Væntanleg einka- væðing raforkugeirans snertir marga lagaflokka - ekki eingöngu orkulög heldur einnig samkeppn- islög, lög um vatnsréttindi, um- hverfislög, lög um ferðamál og náttúruvemd, lög um fasteignir, atvinnuréttindi og eignarrétt. Norðmönnum þótti tími til kom- inn að hleypa nýjum sjónarmiðum að þessum málaflokki og þegar nýju orkulögin tóku gildi 1. janúar 1991 féllu eldri lög nr. 16 frá 1917 niður. Nauðsynlegt þótti að auka samkeppni á þessu sviði og koma að viðskiptaaðferðum sem tíðkast með önnur verðmæti, eins og t.d. verðbréf, hráefhi, olíu o.fl. Verð- myndunin ákvarðast núna af framboði og eftirspurn á opnum uppboðsmarkaði. Eitt af mörgu sem Norðmenn hafa fram yfir okk- ur er að þeir em tengdir stórmark- aði Evrópu með raforku og geta því selt alla umframorku sína til útlanda og keypt þaðan orku til baka ef þeir þurfa að brúa „toppa“ hjá sér. Mikil framfor væri ef hægt væri að tengja okkar orku- net hinum stóra Evrópumarkaði Jóhann J. Ólafsson Skoðanir annarra Dagur-Tíminn og A-flokkarnir Ég vil sem áskrifandi og maður með hjartað á rétt- um stað vita i hverju fingrafor og kossaflens A-flokk- anna em fólgin á stefnu og starfshætti Dags-Tímans. Ég er ekki viss um að við framsóknarmenn viljum fá inni í eldhúsi daglegs ergelsis A-flokkanna. Guðni Ágústsson í Mbl. 7. ágúst. Öryggismál á villigötum Norðvíkingurinn sýnir svart á hvítu að hvorki Is- lendingar né samstarfsþjóðir hafa gert sér minnstu hugmynd um framtíðarskipan í öryggismálum þótt nú sé að verða liðinn áratugur síðan frá því kalda stríðinu lauk. Mörður Ámason í Degi-Tímanum 7. ágúst Hækkun á sígarettum Það eru eitthvað skrítnar reiknivélar sem finna út að það borgi sig að setja 30 milljónir í áróður gegn tóbaki þegar hægt er að græða 900 milljónir með enn ömggari árangri. Úr forystugrein Dags-Tímans 7. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.