Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 40
VinningAtölur laugardaginn 2. os.’97 * 1 t 2 f X___ V 37 Vinningar Fjöldi vinninga V- Vinning&upphœð I- S“tS 0 10.842.735 2. 4 ats+'l @ 7 109.530 3- 4ats 191 6.920 A- 3 at 5 5.267 580 Heildarvinningéupph œð 15.986.025 > FRÉTTASKOTIÐ CC , t LJ-I SÍMINN SEM ALDREI SEFUR = LTJ *=c S _ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu’þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. oo I— LO >- LD 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Sá grímu- klæddi ófundinn Lögreglunni í Reykjavík haföi í gærkvöld ekki tekist að hafa hend- ur í hári grímuklædds manns sem vatt sér inn í Bláa turninn, verslun á Háleitisbraut, skömmu eftir há- degi á laugardag og ógnaði tveimur afgreiðslustúlkum. Hann var vopn- aður hnífi og heimtaði að stúlkurn- ar opnuðu peningakassana. Þeim tókst hins vegar að forða sér út úr söluturninum og kalla á aðstoð veg- farenda. Maðurinn hypjaði sig án þess að hafa svo mikið sem tíkall upp úr krafsinu. Talið er að maður- inn sé í kringum tvítugt. Hans er nú leitað. -sv # mán. þriö. miö. fim. fös. Úrkoma - a 12 tíma bili 18 mm 16 14 12 10 8 6 4 2 0 - « ■ mán. þri. L O K I 8 6 4 þri. mið. fim fös. lau. Veður á Faxaflóasvæði næsfu viku - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - bili Faöir litlu stúlkunnar sem lýst var eftir á laugardag: „Kemur eng um við“ Að sögn talsmanns lögreglunn- ar í Reykjavík var það fyrst og síö- ast faðir tæplega þriggja ára stúlkubams sem saknað var á laugardagskvöld sem átti að gæta þess síðdegis á laugardag. Ná- grannar komu þar ekki við sögu en móðirin var að koma úr ferð frá útlöndum. Faðirinn kom og sótti bamið á lögreglustöðina klukkan níu á laugardagskvöld, fimm klukkustundum eftir að hann sá telpuna síðast. „Þetta kemur engum við,“ sagði faðir barnsins þegar DV hafði samband við hann í gærkvöld. Hann lagði síðan símann á. Barniö rólegt Heimili fólksins er í Goðaborg- um í Grafarvogi en bamið fannst eitt á gangi á Borgarvegi veruleg- an spöl frá heimilinu um klukkan hálfsex. Fólk sem fann litlu stúlk- una eina á gangi fór með hana til lögreglunnar. Hún gat lítið tjáð Fjölbýlishúsiö þaöan sem litla stúlkan lagði af staö klukkan fjög- ur á laugardag. Klukkan var að verða níu um kvöldið þegar faðir hennar spurðist fyrir um hana hjá lögreglu. DV-mynd JAK sig en var mjög róleg „þrátt fyrir alla svörtu karlana sem vora í kringum hana“ sagði aðalvarð- stjóri lögreglu í gær. Stúlkan gat engar upplýsingar gefið sem bent gátu til þess hverjir foreldramir væra né hvar hún ætti heima. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hafði stúlkan farið út að leika sér um klukkan fiögur. Heimili fólksins er á jarðhæð. Faðirinn hafði síðan ekki litið til með barninu sem skyldi. Tungumálaerfiöleikar Maðurinn heyrði ekki þegar lögreglan lýsti eftir aðstandendum barnsins í kvöldfréttum útvarps og sjónvarps. Hann er erlendur, hefúr búið á íslandi í átta ár en talar ekki góða íslensku. Það var síðan undir klukkan níu sem hann hringdi í lögreglu til að spyrjast fyrir um bamið. Honum var síðan afhent barnið en bamavemdaryfirvöldum hafði verið gert viðvart. Þau munu taka málið til meðferðar í dag. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu era heimilisaðstæður fólksins taldar prýðilegar. Eidri maður ók á brúarhandriðiö á nýju brúnni í botni Hvalfjarðar um miðjan dag í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti á Sjúkrahús Reykjavíkur. Að sögn læknis á slysadeild þurfti hann ekki að gangast undir að- gerðir og var ekki í lífshættu. Maðurinn veröur að teljast hafa sloppið vel þar sem bíllinn er gerónýtur. Ekkert er vit- að um orsök slyssins en getgátur voru uppi um þaö í gær að maðurinn hefði fengið aösvif. Það fékkst ekki staöfest á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gærkvöld. Eins og sjá má er bíllinn algerlega í rúst eftir ákeyrsluna í gær. DV-mynd S Gunnarsholt: Lést eftir fallaf svölum Eldri maður lést eftir að hafa fall- ið út af svölum á annarri hæð á meðferðarstofnuninni Gunnarsholti um kl. 22 á laugardagskvöld. Maður- inn var vistmaður á stofnuninni. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur og þar lést hann tveim- ur tímum eftir fallið. Að sögn lög- reglu á Hvolsvelli leikur enginn vafi á að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hlaut opið handleggsbrot en hafði ekki aðra sjáanlega áverka. Endanleg dánarorsök lá ekki fyrir í gærkvöld en hún er ótvírætt rakin til fallsins. -sv Hvammstangi: Hélaðar bílrúður Heldur þótti mönnum kuldalegt að koma út í bíla sína þegar líða tók á aðfaranótt sunnudagsins. Rúður voru þá hélaðar og hitastig alveg við frostmark á mæli. Kalt hefur verið yfir blánóttina á Norðurlandi síðustu nætur og hafa menn séð gráma í fiöllum undir morgun. -sv Þjóðverjinn á batavegi Þýski hjólreiðamaðurinn, sem ekið var á í Skagafirði i fyrrakvöld, er á góðum batavegi. Hann er á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en er að sögn lækna þar ekki í lífs- hættu. Talið er að sól hafi blindað ökumann sem ók aftan á hann. Að- koma var ljót og var þegar í stað kallað eftir þyrlu Landhelgisgæsl- unnar sem flutti manninn suður. -sv Ekki alvarlega slasaður Sjómaðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr togaranum Örfirisey á karfa- miðunum suðvestur af landinu í gærmorgun var eftir rannsókn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur ekki tal- inn alvarlega slasaður. Maðurinn hafði fengið höfuðhögg við vinnu sina um borð og þótti ekki annað þorandi en að kalla eftir þyrl- unni. -sv Veðrið á morgun: Viða bjartviðri Á morgun, þriðjudag, er búist við austlægri eða breytilegri átt og víðast golu. Líklega verður skýjað sunnan- og suðaustanlands en úrkomulítið. Annars staðar verður viða bjartviðri. Hiti verð- ur á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 45 Sjálfskipt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.