Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Eréttir Toppar stórfyrirtækjanna: Hækkuðu langt um- fram aðra - dæmi um allt aö 97% hækkun 1.896.331 1.628.588 1.110.087 983.620 969.090 915.507 844.874 827.093 766.947 700.897 Tekjur forstjóra - mánaöartekjur í þúsundum króna - 1. Hörður Sigurgestsson Bmskip 2. Kristinn Bjömsson Skeljungi 3. Geir Magnússon Olíufélaginu hf. 4. Sigurður Helgason Flugleiðum 5. Jón Ólafsson Skífunni 6. Amgrimur Jóhannsson flugfélaginu Atlanta 7. Óiafur B. Thors Sjóvá- Almennum 8. Sigfús Sigfússon Heklu 9. Frosti Bergsson Hewiett- Packard 10. Jóhann Óli Guðmundsson Securitas '0V ' ú Forstjórar stórfyrirtækjanna eru aö stinga aðra launþega af í lífs- gæðakapphlaupinu. Sú virðist að minnsta kosti vera raunin ef tekjur þeirra eru bomar saman við þróun almennrar launavísitölu í landinu. Hins vegar þarf aö taka með í reikninginn að tekjur eru alls ekki sama og laun. Tekjuaukning forstjóranna getur skýrst af hækkun á öðrum tekjupóstum en launum, t.d. hækkun eignatekna. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands hefur meðallaunþeg- inn í landinu hækkað um 16,4% í launiun síðan 1992. Á sama tíma hafa mánaðartekjur Kristins Bjömssonar, forstjóra Skeljungs, hækkað úr 861 þúsund krónum í 1695 þúsund krónur, miðað við út- svar. Þetta jathgildir 97% hækkim milli áranna 1992 og 1996. Sömu sögu er að segja um stallbróður hans, Ólaf B. Thors, forstjóra Sjó- vár-Almennra. Mánaðartekjur Ólafs hafa hækkað úr 448 þúsimd krónum í 879 þúsund krónur á sama tímabili sem er 96% hækkun. Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, hefur ekki tekist ja&ivel að drýgja tekjur sínar miðað við þessar tölur. Hörður hefúr hækkað úr 1026 þúsund krónum í rösklega 1896 þúsund krónur. Hann má þó vel við það una þar sem hann er tekjuhæstur forstjóranna. Aðrir forstjórar standa ofan- nefndri þrenningu langt að baki þegar tekjuhækkanir em annars vegar. Þó má nefna þá Geir Magn- ússon, forstjóri Olíufélagsins, sem hækkað hefúr um 61% í tekjum, og Christian Roth, en hann hefur hækkað um 53%. Þeir ættu þó ekki að þurfa að örvænta um eigin hag þar sem Geir hafði um 1329 þúsund krónur í mánaðartekjur 1996 en Christian 1225 þúsund. Athygli vekur aö það era ekki aö- eins toppar einkafyrirtækjanna sem hækkað hafa tekjur sínar. Tekjur Sverris Hermannssonar, banka- stjóra Landsbankans, hafa t.d. hækkað um 44% frá 1992, eða úr 651 þúsundi í 934 þúsund. Ekki er þar með sagt að tekjur allra bankastjóra hafi hækkað aö sama skapi og tekj- ur Sverris. Tekjur Stefáns Pálsson- ar, bankastjóra Búnaðarbankans, hafa hins vegar hækkaö um færri prósentur en laun meðallaunþegans - úr 831 þúsund krónum í 953 þús- und. -kbb Barnaskapur - segir Kristinn Björnsson „Það er af og frá að vera að bera þetta saman með þessum hætti. Það sjá allir sanngjamir menn. Ég hef unnið allt þetta timabil, sem um er rætt, hjá sama fyrirtæki. Dettur ein- hverjum vitibomum manni í hug að mín laun þar hafi hækkað um meira en 90 prósent? Hvers lags bamaskapur er þetta.“ Þetta vora viðbrögð Kristins Bjömssonar, for- stjóra Skeljungs, þegar DV spurði hann í gærkvöld hvort eðlilegt gæti talist að tekjur hans hefðu hækkað um 97% síðan 1992. Kristinn sagði að á skattaskýrslu hefðu verið of- ætlaðar á hann tekjur, um 10 millj- ónir króna. Það hefði verið kært um leiö og álagning- arseðillinn kom og villan þeg- ar verið leiðrétt. Hann sagð- ist annars Kristinn Björnsson, vilja vekja forstjóri Skeljungs. athygli á því að á skattframtali kæmu ekki einungis fram laun hans heldur aðrar tekjur sem þau hjón hefðu haft af eignum og öðra sem þau hefðu verið að sýsla. „Ég sinni þegnskyldu minni og tel fram þær tekjur sem ég hef, greiði keisaranum það sem keisar- anum ber,“ sagði Kristinn í gær- kvöld. Langur vinnudagur „Þú verður að athuga að þetta era framtalsskyldar tekjur en ekki launatekjur og auk þess hef ég á þessu tímabili imnið mikið af öðr- um störfum, setið í stjómum margra fyrirtækja og unnið langan vinnudag. Mín fostu 'j laun hafa ekki hækk- að í nein- um takti við þetta. Mér finnst hreint ekki eðlOegt að sefja þetta fram með ) þessum Olafur B. Thors, for- hætti,“ stjóri Sjóvár-AI- sagði’ Ólaf- mennra. m- g Thors við DV í gærkvöld. -sv Dagfari „Ég bara trúi þessu ekki“ Allir muna þegar norska loðnu- veiðiskipið Kristian Ryggefjord var tekið að meintum ólöglegum veiðum og jafnframt var skipstjór- inn sakaður um að hafa fært vit- laust í dagbækur skipsins um veiðistað, afla og veiðilok. Taka skipsins var réttmæt hefndarráð- stöfun islendinga eftir að Norð- menn höfðu ráðist fólskulega að Sigurði VE og dregið skipið til hafnar vegna þess að skipstjórinn á Sigurði VE hafði hringt í vit- laust símanúmer þegar hann ætl- aði að hringja til Noregs. Þetta at- vik leiddi meðcd annars til þess að íslenski ambassadorinn í Noregi var kvaddur heim. Nú hefur Héraðsdómur kveðið upp þann furðulega og óskiljanlega úrskurð að norski skipstjórinn á Kristian Ryggefjord skuli sýknaður af broti á reglugerð um loðnuveið- ar vegna þess að reglugeröin eigi sér ekki stoð í lögum. Þessu eiga menn bágt með að , trúa. í fyrsta lagi er erfitt að skilja íslenskan dómara sem sýknar óvininn af því að það skortir laga- stoð! Hvar er foðurlandsást þessa löglærða manns? í öðra lagi snýst þetta mál alls ekki umn lög heldur réttlæti og hefnd og íslenskan málstað og hvenær hafa menn tapað stríði vegna þess að þeir játa það upp á sig að lagastoð skorti til að sækja að óvininum? í þriðja lagi er full ástæða til að taka undir með Kristjáni Ragnars- syni, formanni LÍÚ, sem segist ein- faldlega „ekki trúa þessu“. Kristján neitar að trúa því að þessi úrskurð- ur hafi verið kveðinn upp og hann neitar að trúa því að reglugerðin styðjist ekki við lög. Þetta era eðlileg viðbrögð hjá formanni útvegsmanna sem á hér hagsmuna að gæta. Þar að auki er formaður LÍÚ þekktur fyrir að vera löghlýðinn maður og réttsýnn og trúgjam. Kristján trúir jafnan þvi sem sagt er, hvort sem hann samþykkir það eða ekki og hvort sem hann mótmælir því eða ekki. Hann trúir viðmælendum sínum og hann trúir á lög og rétt og ís- lenskan málstað og þegar annar eins maður segir það blákalt að hann trúi því ekki að þessi úr- skurður hafi verið kveöinn upp fer maður að efast um að úrskuröur- inn hafi verið kveðinn upp. Krist- ján Ragnarsson er maður sem trú- ir eða trúir ekki og það sem hann trúir ekki er aldrei rétt. Það þekkja íslendingar vel. Úrskurður héraðsdóms er auð- vitaö mikið áfall fyrir íslendinga sem tóku norska skipið og færðu það til hafnar af því að menn trúðu því að þeir hefðu rétt til þess. Þeir trúðu því að norska loðnuskipið hefði haft rangt við. Og menn trúðu því að reglugerðin stæðist sem sjávarútvegsráðuneytið var búið að gefa út til að klekkja á Norðmönnum. Þess vegna eru góð ráð dýr og eðlilegast er að neita einfaldlega að trúa því að úrskurðurinn hafi ver- ið kveðinn upp og haga sé sam- kvæmt því. Taka bara ekki mark á einhverju sem sagt er að hafi verið gert en er ekki rétt og ekki er hægt að trúa að hafi átt sér stað. Neita að trúa þessari vitleysu. Neita að trúa því að við höfum gert vitleysu eða reglugerðin sé vitleysa og neita að trúa því að sjávarútvegsráðuneytið hafi gert vitleysu. Hundsa þennan úrskurð og ef maður neitar að trúa nógu lengi hættir það að vera satt sem maður trúir að sé rangt þótt það sé rétt. Öðru eins hafa íslendignar neit- að að trúa og öðru eins hefur for- maður Landssambands útvegs- manna neitað að trúa og komist upp með það. Dagfari I l i i í i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.