Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Spurningin Ertu búin(n) aö feröast mikið í sumar? Indíana Erna Þorsteinsdóttir, í bæjarvinnu: Já, um allt Norður- land. Bjarni Ingvar Halldórsson sjó- maður: Búinn að fara um Reykja- nesskagann og svo á sjóinn. Pálmar Ragnarsson nemi: Soldið mikið, ég er búinn að fara til Hólmavíkur og Drangsness. Árni Ragnarsson nemi: Dálítið, til dæmis í Árneshrepp, til Hólmavík- ur og í Tungu. Einar Marteinn Sigurðsson: Já, ég er búinn að fara þrisvar sinnum til Vestmannaeyja. Sigurður Þórðarson öryrki: Nei, ég ferðast ekkert. Lesendur________________ Áfram íslandsflug Farþegar aö stíga um borð í eina af flugvélum íslandsflug. Jóhann skrifar: Ég er svo heppinn að ég get aldrei komist með flugi til og frá Vest- mannaeyjum. Þetta virðist vera al- heimslögmál. Eftir að íslandsflug reið á vaðið með verðlækkanir ætl- aði ég pottþétt að fljúga með þeim um verslunarmannahelgina til Eyja. Hins vegar þegar Flugfélag ís- lands fylgdi eftir ákvað ég að kaupa pakkaferð með þeim þar sem mér finnst flugvélar þeirra þægilegri. Ég mæti út á flugvöll kl. 7 á fimmtu- dagsmorgun. Ég spyr dömuna í af- greiðslunni hvort ekki sé pottþétt flogið. Hún segir það allt í lagi og allt sé pottþétt. Ég kveð bílstjórann og sest rólegur upp í vél skömmu seinna. Eitthvað líður tíminn fram yfir flugtakstíma og síðan tilkynnir flugstjórinn að það sé komin þoka í Eyjum og búist sé við að hún hverfi á ca 10 mín. Ég hugsa, af hverju ekki að fljúga af stað því að flugið tekur 25 mín? En þeir sem voru í vélinni fóru inn í flugstöð. Það er best að nefna það að vélin var ekki einu sinni hálf. Innan við 10 mínút- um seinna var kallað aftur út í vél og þótti mér þaö meira en lítið skrítið en var samt ánægður. Sami hópurinn fór út í vél og kom sér fyr- ir, en hvað, allt i einu kemur rúm- lega tuttugu manna hópur af sænsk- um túristum sem ekki voru áður. Ætli þeir hafi mætt óvænt á þessum tíu mínútum sem „þokan" stóð yfir? Ef Flugfélag íslands heldur að við- skiptavinir þeirra sem vanir eru að fljúga til Eyja séu svo mikil fífl að þeir trúi þessari „þokusögu" þá ættu þeir að snúa sér alfarið að því að selja vörur í sjónvarpsmarkaðn- um. Flugvélin tók á loft og allt var í lagi. í aðfluginu hætti flugstjóri við og sveimað var yfir Eyjar í 30 mín. áður en haldið var aftur til Reykja- víkur. Ekki varð reglunni breytt og ég varð að taka Herjólf kl. 12. Ég átti viðskiptafund í Eyjum kl. 10 jafn- framt því að vera að fara á þjóðhá- tíð. Fundinum fékk ég frestað en síðar kom í ljós að það var ekki hægt og því var honum aflýst. Þess vegna vil ég þakka Flugfé- lagi íslands fyrir það að taka sænska túrista fram yfir íslenska ríkisborgara og klúðra í bili fyrir mínu fyrirtæki mikilvægum við- skiptasamningi. Ég vil biðja íslandsflug velvirð- ingar á að hafa ekki flogið með þeim, þar sem þeir ruddu leiðina fyrir ódýrum fargjöldum og lofa því að þegar ég flýg innanlands þá verð- ur það ekki með Flugfélagi Islands. Feður í forræöisdeilu Kristinn í síma 555 0590 hringdi: Ég hef fylgst með fréttaflutningi af forræðisdeilunni sem nú stendur þannig að móðirin hefur farið úr landi með böm sin. Mig langar til að sýna foðurnum örlítinn stuðning í þessu máli því ekki veitir af. Það er mikil áhersla á jafnréttismál hér á landi. Þrátt fyrir það er aldrei tal- að um það sem við karlmenn emm að berjast fyrir; að fá forsjá barna okkar. Lögin á Islandi kveða á um að við eigum skilyrðislaust að hafa jafnan rétt á við mæður en það em mjög fá tilvik þar sem feður fá dæmt forræði barna sinna og raun- ar eingöngu ef móðirin er dæmd með öllu vanhæf sem slík. Sjálfur stend ég í forræðisdeilu og hef gert það á fjórða ár. Faðir barn- anna sem nú eru stödd í Noregi hef- ur kvartað sáran undan vinnu- brögðum barnaverndarnefndarinn- ar í Hafnarfirði. Mig langar til að taka undir þau orð þvi ég hef sjálf- ur þurft að fást við þá stofnun og þau vinnubrögð sem ég hef þar feng- ið að kynnast eru með ólíkindum. Ég þekki nokkur dæmi til viðbótar um að fólk hefur haft ástæðu til að kvarta undan starfsemi þessarar stofnunar. Ég hef mikinn áhuga á að komast í samband við fleiri sem lent hafa í sambærilegum málum og þá getum við staðið saman þegar kemur að því að kljást við þessa stofnun. Ég er alveg ófeiminn við að koma fram undir nafni í þessu sambandi og hvet fólk í sömu aðstöðu til að hringja í mig. Oskiljanlegur far- gjaldafrumskógur Myndin er tekin á einum af eftirsóttustu sólarströndum Spánar. Sigríður skrifar: Það er fátt jafn illskiljanlegt og sá fargjaldafrumskógur sem bíður manns hyggi maður á ferð út út landinu. Allir þekkja t.d. auglýsing- amar þar sem gefið er upp ákveðið verð á mann í pakkaferðum en síð- an þegar farið er að rýna í smáa letrið kemur í ljós að verðið er mið- að við tvo fullorðna með tvö börn á aldrinum 2-11 ára. Hvað falla marg- ir inn í þá þröngu skilgreiningu? Hvað með barnlaus hjón eða fólk sem kýs að ferðast eitt? Hvað með þá sem eiga þrjú börn? Sé aftur á móti farið á eigin vegum virðist verðið stundum vera upp og ofan á sömu söluskrifstofum eftir því á hvaða starfsmanni maður lendir og hversu mikilla upplýsinga maður krefst. Ég ákvað nú nýverið að fara og heimsækja vini sem eru við nám í Danmörku og hringdi því til að komast að því hvað miðinn á mann til og frá landinu kostaði. Mér blöskraði þegar ég fékk þau svör að hér væri um að ræða upphæð upp á tæplega 42 þúsund krónur. Á sama tíma er verið að auglýsa ferðir til Þýskalands á 19.900 kr. á mann og þar er bílaleigubíll innifalinn. Hér er um að ræða nokkurn veginn ná- kvæmlega sömu flugleið, ívið lengri ef eitthvað er. Ég sagði að það kæmi ekki til greina að greiða slíka upphæð og stóð upp. En þá kom starfsmaður- inn allt í einu með upplýsingar um að það væri jú hægt að fá sæti fyrir töluvert lægri upphæð eða um 26 þúsund kr. Þetta væru alveg spes tilboðssæti. Ekki var verið að láta vita af þessu fyrr en viðskiptavinur- inn var á útleið. Síðar komst ég að því að sætin voru ekki færri en svo að mikill fjöldi fólks hafði notað sér þau. Ég hvet fólk til að vera vel á varðbergi og renna vel yfír alla möguleika áður en keyptur er rán- dýr miði út úr landinu. DV Einokun Katrín Halldórsdóttir hringdi: Þriðjudaginn 5. ágúst skrifaði hann Kolli og sagði að Sigríður Dóra á Vopnafirði væri sprútt- sali því hún hefði verið að selja áfengi. En er það ekki í lögum vegna EES að ekki megi einoka sölu á neinni vöru og þar með töldu áfengi eins og ríkið hefur gert í gegnum ÁTVR? Má þá ekki hver og einn opna sína eig- in verslun hér á landi þó að verslunin sé ekki stærri en heimahús eða á bara alls ekki að taka mark á þessum lögum hér á landi? Of langt gengið Árni skrifar: Fyrir stuttu síðan sá ég frétt í DV þess eðlis að tóbaksvamaráð hefði fundið sig knúið til að ræða við eiganda verslunar sem framdi þann óskaplega glæp gegn mannkyninu að hafa vindil í hendi útstillingargínu. Hér er of langt gengið. Að hafa menn á launum hjá hinu opinbera við að eltast við svona lagað er helber vitleysa. Hvenær kemur að því að bannaðar verði kvikmyndir sem sýna reykjandi fólk eða myndlist, sem gæti hugsanlega tengst reykingum, verði álitin óæskileg? Við íslendingar skul- um hugsa okkur vel um áður en við látum pólitíska rétthugsun heltaka samfélag okkar. Meiri sam- eining Ketill hringdi: Þær góöu fréttir berast nú úr Kópavoginum að þar sé unnið að sameiginlegum lista Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. Sjaldan hafa vinstrimenn haft jafn góð tæki- færi og nú til að sameinast gegn frjálshyggjuöflunum og sýna þeir í Kópavoginum góða fyrir- mynd í þessum efnum. Undirbún- ing vantar Kristján hringdi: Við íslendingar búum á jarð- skjálftalandi og á Suðurlandi er beðið eftir þeim stóra. Undanfar- ið hafa vísindamenn og yfirvöld fundað en einu yfirlýsingarnar sem koma frá þeim að loknum fundum er að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur. Ekki er minnst á fræðslu eða undirbúning til handa almenningi sem nýta má ef eða þegar að slíkum jarðhrær- ingum kemur. Á svipuðum svæðum erlendis er börnum strax kennt í skóla hvað gera skal og öll fjölskyldan veit ná- kvæmlega hvað til bragðs skal taka komi til náttúruhamfara. Það á að byrgja branninn áður en bamið dettur ofan í. Mörgu þarf að huga að Lárus hringdi: Nýverið tók nýtt hótel til starfa í Borgartúninu, nánar til- tekið á horninu þar sem gamli Klúbburinn vai' áður. Hér er um að ræða glæsilegt hótel, herberg- in eru stór og öll þjónusta til fyr- irmyndar. En á móti kemur leið- inlegt umhverfi í kringum húsið en þar er gróf möl sem er óþægi- legt að ganga á og fer illa með skófatnað. Engan gróður er að finna. Að þessu þarf að huga en svona þáttum er oft lítið sinnt. Ef við eigum að fá hingað er- lenda ferðamenn verðum við að vera jafn snyrtilegir og jafnvel snyrtilegri en þær þjóðir sem era í samkeppni við okkur um ferðamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.