Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17,—18. desember 1983 I íslandssaga Framhald af bls. 11 hefði verið að fella „brott úr náms- efni á því skólastigi heil 900 ár í vegferð þjóðarinnar.“ Athyglisvert er að báðir þessir greinarhöfundar létu sér nægja til- vísun til skrifa Morgunblaðsins: um önnur vitni varðandi þjóðar- háskann sem þeir sáu fyrir sér var ekki hirt. Segir þetta sína sögu um hversu lærðum og háttsettum mönnum getur verið ósýnt um að beita gagnrýni við lestur dagblaða og svara einföldustu kröfum um söfnun upplýsinga áður en þeir kveða sér opinberlega hljóðs. Málatilbúnaður af þessu tagi virð- ist því miður fremur regla en und- antekning í dagblaðaumræðu á ís- landi, hvort sem um er að kenna veilum í skólafræðslu okkar eða einhverju öðru. Umræða eða sleggjudómar? Fyrirspurn Olafs Þ. Þórðarsonar gaf menntamálaráðherra tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um efn- isatriði málsins og minna á nokkrar einfaldar staðreyndir. Fyrirspurn- inni var svarað 22. nóv. Ráðherra vitnaði m.a. í greinargerð deildar- stjóra skólarannsóknadeildar; þar sagði að víðsfjarri væri „öllum sanni að dregið hefði verið úr kennslu í fslandssögu fyrir til- verknað skólarannsóknadeildar. Sé íslandssaga kennd í minna mæli nú en áður, er það af öðrum or- sökum...“. Jafnframt lýsti ráð- herra þeirri skoðun sinni að mark- mið íslandssögukennslu ætti að vera að „efla sjálfstæða hugsun nemenda, byggða á miðlun stað- góðrar þekkingar, þekkingar á staðreyndum." En það er nú fullljóst af fram- haldi þessarar umræðuhrotu um ís- landssögukennslu að mörgum greinarhöfundum gengur eitthvað annað til en virðing fyrir stað- reyndum eða ósvikinn áhugi á uppeldis- og fræðslumálum. Þótt yfirvöld menntamála og starfs- menn Skólarannsóknardeildar hafi gert ljósa grein fyrir málavöxtum, heldur hver greinarhöfundurinn á fætur öðrum áfram að japla á sömu ósannindatuggunni: í skólunum er verið að útrýma íslandssögunni, menningararfleifðinni, þjóðern- iskenndinni! Síðasta tilbrigðið við þetta stef birtist í Morgunblaðinu 13. des. undir nafni Gunnars Finn- bogasonar skólastjóra. Stafestir þetta það sem Ingvar Gíslason fyrrv. menntamálaráðherra sagði í grein í Tímanum 22. nóv. að þessi umræða er „sama marki brennd og löngun fyrr, þegar menn láta svo lítið að ræða um fræðslumál á opin- berum vettvangi. Óafvitandi eru hinir ágætustu menn orðnir leiksoppar hleypidóma og þröng- sýni.“ Eins og áður segir er ekki nema eðlilegt að menn greini á um mark- mið og leiðir í uppeldis- og fræðslu- málum í þjóðfélagi okkar. Það er jafnframt æskilegt að slík á- greiningsefni séu rædd á opinber- um vettvangi. Hins vegar er vand- séð hvernig umræða, sem ein- kennist af aðdróttunum, ósannind- um og fordómum, getur þjónað jákvæðu markmiði. Þeir sem hafa kveðið sérhljóðsí þessari umræðu hafa, margir hverjir, ekki Játið sér nægja að gera opinbera stofnun, Skólarannsóknardeild, tortryggi- lega, heldur hafa þeir veist að ein- um starfsmanni hennar af fullkom- inni óskammfeilni. Þessar per- sónulegu árásir eru þeim mun ósæmilegri sem umræddur nám- stjóri er nýlega tekinn til starfa. Þannig hefur verið haldið fram að Erla Kristjánsdóttir beri persónu- lega ábyrgð á ákvörðunum sem teknar voru af réttbornum yfir- völdum fyrir allmörgum árum þeg- ar stofnað var til kennslu í samfé- lagsfræði. í stað þess að skeyta skapi sínu á einstaklingi sem kom hvergi nærri þeirri ákvörðun, ættu menn að sjá sóma sinn í að beina skeytum að þeim sem verða rétti- lega taldir ábyrgir. Ábyrgðin hvílir hér ekki einvörðungu á embættis- og framkvæmdavaldinu. Þeir stjórnmálamenn sem ganga nú fram og segja sér hafi verið ókunn- ugt um jafnmikilvæga breytingu á námsskipan grunnskólans og til- koma samfélagsfræði verður að teljast, geta ekki firrt sig ábyrgð á þeirri ákvörðun. Svo mikið er víst að um leið og þeir lýsa vanþekk- ingu sinni, eru þeirað bera vitni um að þeir hafi skeytt lítið mörg und- anfarin ár, um þróun skólamála í landinu. Loítur Guttormsson. Urvalsbækur Helgafells á úrvalsverði Fást í öllum bokabuöum Ljóðasöfn Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar kr. 494.00 Stefán frá Hvítadal: Ljóðmæli kr. 370.50. Þorsteinn Erlingsson: Eiðurinn kr. 370.50. Magnus Ásqeirsson: Ljóðasafn l-ll kr. 741.00 Hannes Hafstein: Ljóð og laust mál kr. 370.50. Steingrímur Thorsteinsson: Ljóð- mæli kr. 370.50. Sigurður frá Arnarholti: Ljóðmæli kr. 370.50. Listaverkabækur Gunnlaugur Blöndal kl. 741.00 Þórarinn B. Þorláksson kr. 864.50 Skáldsögur Myndskreyttar Piltur og stúlka kr. 407.55. Maður og kona kr. 432.25. Ævisögur Ævisaga sr. Jóns Steingrímssonar kr. 555.75. í verum l-ll, sjálfsævisaga Theó- dórs Friðrikssonar kr. 741.00. Smásögur Sögur Svövu Jakobsdóttur kr. 247.00. Barnabækur Muggur: Dimmalimm kr. 148.20. Páll H. Jónsson: Berjabítur kr. 111.15. Bókaútgáfan (|ctgafeU Veghúsastíg 5 sími16837 Panasonic Dolby-Steríó íyrir íramtíðina. Hulduskáldin koma fram í jólabókaflóðinu miðju ætla Hulduskáldin að lesa upp úr verk- um sínum í Norræna húsinu á sunnudag kl. 16.00. Hulduskáldin eru þau skáld sem hafa haslað sér völl utan hinnar hefðbundnu Ijóð- aútgáfu og gefíð verk sín út sjálf. Á fundi með blaðamönnum í gær sagði Birgir Svan Símonarson að með þessum upplestri hyggðist huldufólk bókmenntanna stíga fram úr hulduheimum sínum til þess að opinberast landslýð af því örlæti sem einungis hæfir góðum skáldskap. 49 Skáldin sem hér um ræðir eru auk Birgis þau Elísabet Jökulsdótt- ir, Berglind Gunnarsdóttir, Jón Þorleifsson, Sveinbjörn Þorkels- som Sveinbjörn Beinteinsson, Ein- ar Olafsson og Pjetur Hafstein Lár- usson. Pjetur Hafstein sagði á fundi með fréttamanni að 70% þeirra ljóðabóka sem komið hefðu út á undanförnum árum eftir yngri skáld væru eiginútgáfur. Væri hér um merkan meið á íslenskum bók- menntastofni að ræða, og ætti Sig- urjón Þorbergsson prentsmiðju- stjóri í Letri skilið sérstaka orðu fyrir það starf sem hann hefur unn- ið fyrir eiginútgáfuhöfunda. Berglind Gunnarsdóttir, sem ný- lega hefur gefið út sína fyrstu bók, sagði að það að gefa út eigin bók væri eins og að koma barni til manns. Hin mannvænlegu börn huldu- skáldanna verða leidd fram með galdri ljóðsins í Norræna húsinu á sunnudaginn öllum forvitnum til yndisauka í jólaflóðinu. Aðgangs- eýrir í formi rúllugjalds gildir jafn- framt sem happdrættismiði og eru börnin í vinning. ftifc tilboöum í o.fj&fynp verk- rkio^cal vinnast útbqrf. Sjóefnavinnslan h.f. ós. 200; pípulagnir, sn^oju sína á Reykjanes' ______ fyrri hluta ársios 1984. ÚtboösgSgi>fást af- A hent á ^a^abfu Sjóefnavinnslunnar h.f., ^ Vatnsnes^^|lr4, Keflavík og hjá Vermi h.f., Höfðabafcka ygÍReykjavík, gegn 1.000.00 kr. skilatrygginguW Tilboö veröa opnuö hjá Vermi h.f. föstudag- inn 6. janúar 1984, kl. 11:00 f.h. Jólagjöf til þín /)lóteLJjofo Rauðarárstíg 18 S. 28866 Vegna nafnbreytingar býð- ur Hótel Hof gistingu og veitingar á sérstöku kynn- ingarverði fram að jólum. 1 manns herbergi með morgunverði kr. 500.- 2ja manna herbergi með morgunverði kr. 650.- Fyrir þá sem eru í verslun- arerindum á Laugavegin- um, eru Ijúffengar kökur og frítt kaffi á boðstólum í veitingasal. Notið þetta einstaka tæki- færi. Við breytum ekki nafn- inu á næstunnl. S\NGAPOf}f REKKJAN Sænsk gæðavara Sænsk gæðavare I FJORUM LITUM Opið í öllum deildum: mánud.-míðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12 Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild ^ Sími 28601 Opiö til kl. 10 í kvöld Opið til kl. 10 í kvöld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.