Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 6
6SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 DJODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjórl: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. ritst jórnargre i n * Utsvarsbyrðin: 53% meiri vinna í umræðum um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar viður- kenndi Albert Guðmundsson að vinnutíminn sem varið væri til að afla tekna fyrir opinberum gjöldum væri eðlilegur mælikvarði á skattabyrðina. Við þetta tækifæri mælti fjár- málaráðherrann hin fleygu orð: „Skattarnir munu ekki hækka á næsta ári - en það getur vel verið að menn verði lengur að vinna fyrir þeim!“ Það merkir á mæltu máli aukin skattabyrði. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld fagði Sigurjón Pétursson fram útreikninga sem sýna að á næsta ári verður launafólk í Reykjavík 53% lengur að vinna fyrir útsvarinu sínu en að meðaltali síðustu átta ár. Skattastefna Sjálfstæðisflokksins hefur því í för með sér risavaxið stökk í skattbyrði. Pessi 53% hækkun útsvarsbyrðarinnar bætist við stórfellda hækkun á þeim þjónustugjöldum sem almenningi er ætlað að greiða: strætisvagnagjöldum, rafmagni, hita og öðrum þáttum daglegs lífs borgarbúa. Reykjavíkurborg leggur nú á íbúana margra vikna þegn- skylduvinnu vegna aukinna opinberra gjalda. Borgarbúar eru í stórauknum mæli orðnir þrælar Davíðs. Skattagræðgi Sjálfstæðisflokksins er slík að árið 1984 verður algert metár í skattabyrði launafólksins í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að stórlækka skattana og út- svarið. Albert Guðmundsson og Davíð Oddsson fengu um- boð frá kjósendum til að framkvæma þá stefnu. Þeir hafa nú verið staðnir að afdráttarlausari svikum en dæmi eru til um í íslenskri stjórnmálasögu um langa hríð. Hin alvarlega stökkbreyting skattabyrðarinnar kemur í kjölfar hinnar miklu kjaraskerðingar. Þegar ríkisstjórnin afnam samningsréttinn og skar kaupmáttinn um fjórðung var því lofað að kjarabætur myndu síðar á þessu ári og á árinu 1984 koma í gegnum lækkun á sköttum almennings. Þessar yfirlýsingar hafa reynst örgustu blekkingar. Þegar launamaðurinn gengur til vinnu sinnar á næsta ári getur hann hugleitt að vikum saman verður sú ganga ein- göngu til að greiða Albert og Davíð aukinn hlut ríkis og borgar. Sjálfstæðisflokkurinn öskraði á árunum 1978-1982 vegna gjaldanna sem vinstri menn í borgarstjórn Reykjavík- ur höfðu ákveðið. Samt jókst skattbyrðin mæld í vinnutíma Dagsbrúnarverkamannsins aðeins um 1.4-4.9% á þessu tímabili. Á næsta ári verður aukningin hins vegar 53.0%. Þannig birtist stefna Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd. Þetta eru efndirnar á loforðum Alberts og Davíðs. Ríki og borg krefjast fleiri vinnuvikna í sína þágu. Hið opinbera hefur á risavaxinn hátt aukið skattabyrðar almennings. Réttindi á Reykjaneshrygg Sérfræðingur í hafsbotnsmálum hefur lagt fram skýrslu um réttindi á hafinu sem markast af Reykjaneshrygg og svæðinu út frá hlíðum hans. Niðurstaða þessa sérfræðings er að Islendingar geti helgað sér þetta svæði og þar með eignast og stjórnað þeim auðlindum sem þar kunna að vera. Skýrsla Dr. Talwani, sem fyrrum var forstöðumaður jarðfræðistofnunar Columbia-háskólans, hlýtur að verða lykilskjal í viðræðum íslendinga við Breta, íra og Færeyinga um yfirráðaréttinn á þessu svæði. Á næstu vikum þarf að hefja markvissan undirbúning að þessum viðræðum og tryggja víðtæka samstöðu íslendinga um réttindi þjóðarinnar á þessu svæði. Það er mikið í húfi að vel takist að halda á þessu máli. Alþingi hefur áður ítrekað réttindi íslendinga á Reykja- neshrygg og á hinu víðáttumikla svæði út frá hlíðum hans. Nú verða stjórnvöld að hafa forgöngu um að þau réttindi verði tryggð. ór. Er Rannsóknarlögreglan a<5 gefast upp á málinu? Fjölmargar spurningar hafa vaknað í sambandi við nauta- kjötssmygimálið, sem erfitt er að fá svör við, eða þá að svörin eru afar óljós. Svör Þóris Oddssonar vararannsóknarlögreglustjóra við því hvers vegna Rannsóknariögreglan hafi ekki byrjað af krafti rannsókn í mál- inu eftir að landbúnaðarráðherra Pálmi Jónsson hafði farið fram á það í apríl 1982 og eins þegar beiðnin var ítrekuð af fram- leiðsiuráði landbúnaðarins í sept- ember sl. eru mjög óljós. Þórir sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hér hafi aðeins verið um orðróm að ræða sem erfitt hefði verið að henda reiður á. Engin skýrsla var samin hjá Rannsóknarlögreglunni um mál- ið og send landbúnaðarráðuneyt- inu. Rannsóknarlögreglumaðurinn Arnar Guðmundsson fékk málið í hendur, hann ræddi við Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu og þeir fundu engan flöt á málinu, að sögn Þóris. Því var málið ekki rakið frekar. Rannsóknarlögreglan bað ekki um að fá að leita í veitigahúsum eða verslunum að sögn Þóris vegna þess að húsleitarheimild þyrfti til slíks. Hann sagði Rannsóknarlögregluna ekki beita henni nema í ýtrustu neyð og þá aðeins að hún hefði stað- festan grun um að leita þyrfti í húsum. Hann taldi hendur rann- sóknaraðila hér á landi mjög bundnar. Þá benti hann á að það skipti ekki máli hvort það væri ráðherra eða Jón á götunni sem færu fram á rannsókn mála; hver sem er yrði að renna stoðum undir grun sinn, en það hefði ekki verið gert í þessu máli. Kristinn Ólafsson tollgæslu- stjóri var spurður hvers vegna ekki hafi verið leitað á Hótel Sögu þegar tollgæslan fram- kvæmdi leit að smygluðu kjöti í Reykjavík 25. nóv. sl. Hann svar- aði því til að leitað hefði verið á 16 stöðum, sem valdir voru af handahófi og Saga hefði ekki lent í því úrtaki. - S.dór Yfirkjötmat ríkisins Rannsóknarlögreglan aldrei leitað álits - Ekki hefur það nú verið enn- þá, sagði Andrés Jóhannsson, Yfirkjötmati ríkisins, þegar Þjóð- viljinn spurði hvort Rannsóknar- lögregla ríkisins hefði leitað fag- legra ráðlegginga hjá honum varðandi kjötsmyglið til landsins: - Yfirkjötmat ríkisins hefur lítið með málið að gera að öðru leyti en í sambandi við merkingar á kjöti. Ég kem ekki inn í mynd- ina öðruvísi en sem faglegur ráðunautur í sambandi við merk- ingar og matsreglur. Ég hef ekk- ert haft með þessa málsrannsókn, eða hvað á að kalla það, að gera. Þegar tollayfírvöld fram- kvæma skyndirannsóknir, leita þau þá faglegs mats þíns? - Það hefur nú verið lítið um það fram að þessu. Var þá ekki haft samband við þig þegar tollayfírvöld fram- kvæmdu sína skyndirannsókn í nóvember? - Nei. En hefði það ekki átt að vera samkvæmt starfsreglum og vinnulagi? - Nú skal ég ekki um það segja, en ég vissi ekki um það mál fyrr en eftir á. Hafa tollayfirvöld leitað áður til þín? - Það hefur ekki verið fyrr en þetta kom upp í umræðunum núna í haust. En hefur Rannsóknarlögregla ríkisins ieitað eftir faglegu mati þínu þegar hún er að kanna svona mál? - Ekki hefur það nú verið enn- þá, sagði Andrés Jóhannsson yfirkjötmatsmaður ríkisins. Embætti yfirkjötmats ríkisins í Reykjavík hefur einungis einn starfsmann,sem þarf t.d. að sinna ágreiningsefnum varðandi mat á kjöti auk fastra verkefna. -óg Nautakjötið 47 tonn af „óunnu66 ekki „unnu66 kjöti Leiðrétting frá Loftleiðum í tilefni af nautakjötsmálum hafði fréttafulltrúi Loftleiða sam- band við blaðið og vildi koma þeirri leiðréttingu við fréttatil- kynningu frá hótelinu á framfæri, að Flugleiðahótelin (Esja og Loftleiðir) hefðu á þessu ári feng- ið 47 tonn af óunnu nautakjöti en ekki unnu einsog stóð í fréttatil- kynningunni frá hótelunum. - Það sem af er árinu hefur hótel Loftleiðir keypt 11 tonn af unnu nautakjöti innanlands, sagði Sæmundur Guðvinsson fréttafulltrúi Flugleiða við Þjóð- viljann í gær. _ ór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.